25.06.2010 18:17

Lagarf

Byrjum á baksíðu Moggans 6 ágúst 1964


Myndirnar sem hér fylgja eru teknar um borð í Þyrli þarna í ágústbyrjun 1964 og sýnir þennan sögulega atburð. Guðlaugur Gíslason sem var stýrimaður um boð ásamt Páli þ Finnsyni tók þessar myndir og var svo vinalegur eins og hans er von og vísa að lána mér þær til birtingar hér. Bogi Einarsson (minn gamli skipstjóri af Esju 3 og 4)  var skipstjóri á Þyrli er þetta var.


Ekki var þyrill neitt "augnayndi" En allir sem ég þekkti og voru á honum töluðu um hann með virðingu, Hann var byggður  hjá Pensacola Ships Yard í Pensacola USA 1943. Sem YO 127 ( Fuel Oil Barge)  Fyrir US Navy. Hann mældist 600.0 ts 980.0 dwt.Loa: 53.0 m brd:9.80 m Hann kom til landsins með Us navy einhventíma eftir komu Sjóhersins til Íslands í júlí 1941 Hann gleymdist svo að sögn eftir stríðið í Hvalfirði og Ríkissjóður fékk hann fyrir lítið. Hann fær nafnið  Þyrill 1947. Eftir þessa velheppnuðu tilraun með síldarflutninga kaupir Einar Guðfinnsson skipið 1965 og skírir 1968 kaupir Sigurður Markússon skipið. Það er rifið í Belgíu 1970   Hér í ísnum í "Sundunum" við KaupmannahöfnHér í sæmilegu veðri við LátrabjargOg svo þessar merku myndir frá síldarflutningartilrauninni sem Mogign skýrði frá hér að framanAllar myndirnar eru úr safni Guðlaugs Gíslasonar

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 959
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 3563303
Samtals gestir: 494808
Tölur uppfærðar: 20.4.2019 04:11:15
clockhere