27.08.2010 16:32

Gamall kunningi

Þetta skip var smíðað sem  Mare Altum 1961 hjá PFTF Groningen Noord Nederlandse Scheepswerf Fyrir hollenska aðila. Það mældist 499.0 ts. 1140 dwt. Loa: 69.08. m brd: 10,27.m. Skipið var selt innanlands í Hollandi 1965 og fær nafnið Mickey Smits . Selt til Danmörk 1971 og fær nafnið Thomas Bjerco. Skipið strandar á Eyjafjallasandi rétt fyrir V Holtsós þ. 16 mars 1973. 1 skipverji fórst. Eitthvað minnir mig að talað hafi verið um ölvun í þessu sambandi. Hvað um það Jón Franklín keypti skipið eftir að því hafði verið náð aftur á flot og skírði Norðra. Jón seldi skipið svo 1976, ítölum og fær það nafnið Maria Scotti. 1979 nafnið Alida Terza. Slóðin sem ég hef endar 1999  .

 









Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere