29.11.2010 22:32

Valborg

Þetta skip bar beinin eins og sagt er stundum, við SV-strönd landsins.fyrir rúmum 50 árum. 3 menn í þorpi rétt hjá strandstað keyptu skipið (flakið) fyrir 25.000 kr. Hvað hét skipið og hver var strandstaðurinn?? Skipið hét Valborg eins og kom fram í athugasemd Heiðars.  Og staðurinn var Garðpskaga. Eins og hann og Valur sögðu. Valborg var smíðuð hjá Köge Værft í Köge Danmörk sem Inger fyrir J.Lauritzen 1922 það mældist 728 ts 1215 dwt. Loa: 73.10 m  brd 10.90  J.Lauritzen skiftir um nafn á skipinu 1942 og skírir það Inger Lau Þeir selja skipið  P.Molander í Finnlandi 1948. Það strandar við Garðskaga þ 18 jan 1958. Og varð þar til,  3 menn i Sandgerði keypti skipð fyrir 25.000 nokkru seinna..I sambandi við björgun mannana var talið að þarna hafi konur verið meðal skipbrotsmanna,en þær voru 3,.Skipið hafði komið með timbur til landsins þ.a.á m til Borgarnes. Og ég man að fólk í plássinu safnaði bæði mat og fötum handa fólkinu, Það var víst fátt um fína drætti um slíkt um borð í skipinu. Skipið var á leið frá Vestmannaeyjum til Keflavíkur þegar það strandaði

Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 503
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 3545273
Samtals gestir: 491934
Tölur uppfærðar: 25.3.2019 21:43:58
clockhere