30.04.2011 22:55

Reykjafoss

Þetta gaf að líta í Mogganum í morgun:

"Snemma í morgun fékk Reykjafoss, sem Eimskipafélag Íslands er með í leigu af erlendum aðila, á sig högg rétt fyrir utan höfnina Argentia við Nýfundnaland í Kanada. Við höggið stöðvaðist vél skipsins og var það dregið stutta vegalengd að hafnarbakkanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að engin hætta sé á ferð. Ekki sé vitað um annað tjón á skipinu, að svo stöddu, en að skrúfa þess sé löskuð.

Þá segir að farmur skipsins sé öruggur og verið sé að vinna að því að koma honum í land og áfram til áfangastaðar.

"Ekki eru nánari fréttir af óhappinu eða  tildrögum þess en um leið og Eimskip fær upplýsingar um það verður þeim komið áleiðis. Eins og fram hefur komið er skipið í eigu erlendra aðila og því ekki á valdi Eimskipafélagsins að svara fyrir annað en það sem lýtur að farmi skipsins sem er heill eins og fram hefur komið.

Um borð í skipinu er 16 manna alþjóðleg áhöfn þar af þrír íslendingar sem sinna störfum er snúa að öryggi farmsins. Skipstjóri skipsins er ráðinn af eigenda þess og er erlendur. Ekkert amar að áhöfn skipsins. Skipið var á leið sinni frá Norfolk í Ameríku til Íslands þegar óhappið varð.

Eimskipafélagið bíður upplýsinga um ástand skipsins og hvort nauðsynlegt verði að fá annað skip til leigu i stað Reykjafoss," segir í tilkynningu frá Eimskip. Tilvitnun í blaðið lýkurReykjafoss V var byggður hjá Cassen Emden Þýskalandi 1999 og fær nafnð Westersingel Það mældist 7540 ts.8430 dwt. Loa:127.0 m brd 20.4m.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 382
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 3878014
Samtals gestir: 532350
Tölur uppfærðar: 28.5.2020 12:47:05
clockhere