26.01.2012 16:39

Reykjavíkurhöfn 1980

Mér varð heldur betur á í messunni um daginn. Þegar ég skrifaði færslu frá höfninni 1980. Guðmundur Guðlaugsson benti mér á þessi misstök En hér kemur færslan leiðrétt Ég var að "grúska" í gömlum Mogga eða frá 9 apríl 1980 og datt þá inn á "Frá höfninni"  Ekki mikið um skip en þessi voru þar.:

Fyrsta skipið var Bifröst                Úr safni Óðins Þórs  © óþekktSkipið var byggt1969 hjá Schulte & Brun SY Emden Þýskalandi sem Arktos fyrir þarlenda aðila. Það mældist 975.0 ts 1651.0 dwt. Loa: 81.00 m  brd: 13.10 m. 1974 fær skipið nafnið Niolon 1977 kaupir Bifröst h/f í Reykjavík skipið og skírir Bifröst Eimskipafélag Íslands kaupir svo öll hlutabréfin í fg félagi en lætur skipið halda nafninu. Þeir selja það svo 1981 til Saudi Arabíu og fær það nafnið Gem Transporter. 1987 nafnið Mubarak 4 Það var svo rifið á Gandani Beach Pakistan 1987

Næsta skip hét þá Bomma og var þá leiguskip hjá Hafskip                    ©
Gianpaolo

Skipið komst svoí eigu Hafskip h/f Hafskip 1980 og  fékk nafnið Selá                    © Phil English

Skipið var rifið í Chittagong Bangladesh 1997

Að endinu var þetta skip í höfninni umræddan dag

Coaster Emmy. Þetta er eina skipið sem enn siglir Heitir nú ST. XAVIER MARIS STELLA III  og flaggar frönskum fána


                    © óþekkt

Lagarfoss III byggður 1974 sem Mercandian Importer Eimskipafélag Ísl. keypti skipið 1977


Úr safni Guðmundar Guðlaugssonar


Eimskip seldi skipið 1982 og fékk nafnið 82 Rio Tejos Sprenging og eldur samfara henni varð í skipinu Þ 28- 02- 1987 55 sml SSW af Nouadhibou Marakkó. Það var svo rifið upp ú því í Belgíu

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 292
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 3634428
Samtals gestir: 504605
Tölur uppfærðar: 22.7.2019 11:33:22
clockhere