26.02.2012 13:52
Þór III
Ég skrifaði blog og birti á "Moggabloginu" um daginn (7 febr??) um nafnið Þór hjá LHGÍ. Ég ætlaði svo að bæta aðeins við þá og birta .það hér. En gleymdi því.Óskar vinur minn Ólafsson minni mig svo á þetta, reyndar óviljandi í gær Hér er það.svolítið breitt. Ég vona að ég tali fyrir
hönd sem flestra þegar ég óska þessu nýja glæsilega skipi meiri velfarnaðar en
fyrirrennara þess hjá LHGÍ nutu. Sá fyrsti sem bar nafnið Þór hjá henni,
strandaði í Húnaflóa 1929 Mannbjörg.
Skipið var einnig byggt sem togari hjá Wollheim SY í Stettin Þýskalendi 1922 sem Senator Schäfer Það mældist 221.0 ts Loa: 37.9 m brd: 7.40 m Ríkissjóður (Landhelgissjóður) kaupir skipið 1930 og skírir það Þór. Skipið tók að mestu við störfum fyrirrennara sína t.d bátagæsluna og fiskirannsóknir. Og ég held satt að segja að honum hafi hreinlega verið haldið úti við síldveiðar á sumrin til að auka tekjurna sem og til rannsókna á síldinni. Þór var seldur til Flateyrar 1946 Eina breiting á nafni var að það var skráð ÍS 46 Og svo þaðan til Vestmannaeyja 1947 (Binni í Gröf o.fl) Fær nafnið Sævar og einkennisstafi VE 162 Ríkissjóður eignast svo skipið aftur 1949 það heldur nafni en er skráð RE 213 Það sekkur svo við Skotland 1950 Mannbjörg
Þór III
Sá þriðji kom 1951. Hann var búinn tveim Grossley vélum. Ég las einhverstaðar að fjórar svona vélar hafi verið byggðar. Þrjár hafi farið til Noregs. En frændur vorir hafi skilað þeim fljótlega til baka sem ónothæfum. Ég man að margir gagrýndu LHGÍ fyrir að velja breska vél í skip sem ætti að gæta landhelginnar. En þessi vél átti eftir að kosta vélstjóra skipsins svita, tár og sennilega oft höfuðverk.
Hér óbreittur
Hér í endanlegri útgáfu