26.02.2012 13:52

Þór III

Ég skrifaði blog og birti  á "Moggabloginu" um daginn (7 febr??) um nafnið Þór hjá LHGÍ. Ég ætlaði svo að bæta aðeins við þá og birta .það hér. En gleymdi því.Óskar vinur minn Ólafsson minni mig svo á þetta, reyndar óviljandi í gær Hér er það.svolítið breitt. Ég vona að ég tali fyrir hönd sem flestra þegar ég óska þessu nýja glæsilega skipi meiri velfarnaðar en fyrirrennara þess hjá LHGÍ nutu. Sá fyrsti sem bar nafnið Þór hjá henni, strandaði í Húnaflóa 1929 Mannbjörg.

Þór I

 

 

Skipið var byggt sem togari hjá Edwards Bros í  North Shields Englandi 1899 sem Thor fyrir Islands Handels & Fiskeri Kompagni á Patreksfirði. Danska ríkið kaupir skipið 1902 og breitir því í hafrannsóknarskip,. Björgunarfélag Vestmannaeyja kaupir skipið1919 og notar það sem björgunar og aðstoðarskip við fiskiflotann Ríkissjóður kaupir svo skipið 1926 eftir að hafa leigt það til varðgæslu þann tíma sem það var ekki við bátagæslu frá árinu 1923. Skipið strandaði svo á Sölvabakkafjöru við Húnaflóa  21 des 1929 Mannbjörg varð en skipið bar þarna beinin.

 

Þór II 

 

Skipið var einnig byggt sem togari hjá Wollheim SY í Stettin Þýskalendi 1922 sem Senator Schäfer Það mældist 221.0 ts Loa: 37.9 m brd: 7.40 m Ríkissjóður (Landhelgissjóður) kaupir skipið 1930 og skírir það Þór. Skipið tók að mestu við störfum fyrirrennara sína t.d bátagæsluna og fiskirannsóknir. Og ég held satt að segja að honum hafi hreinlega verið haldið úti við síldveiðar á sumrin til að auka tekjurna sem og til rannsókna á síldinni. Þór var seldur til Flateyrar 1946 Eina breiting á nafni var að það var skráð ÍS 46  Og svo þaðan til Vestmannaeyja 1947 (Binni í Gröf o.fl) Fær nafnið Sævar og einkennisstafi VE 162  Ríkissjóður eignast svo skipið aftur 1949 það heldur nafni en er skráð RE 213 Það sekkur svo við Skotland 1950 Mannbjörg


Þór IIISá þriðji kom 1951. Hann var búinn tveim Grossley vélum. Ég las einhverstaðar að fjórar svona vélar hafi verið byggðar. Þrjár hafi farið til Noregs. En frændur vorir hafi skilað þeim fljótlega til baka sem ónothæfum. Ég man að margir gagrýndu LHGÍ fyrir að velja breska vél í skip sem ætti að gæta landhelginnar. En þessi vél átti eftir að kosta vélstjóra skipsins svita, tár og sennilega oft höfuðverk.

Hér óbreittur


 

 

Skipið var byggt hjá Aalborg Værft í Ålaborg 1951 sem Þór fyrir Landhelgisgæslu Íslands Skipið mældist: 694,0 ts Loa: 63.10. m brd:  9.50 m. 1082 er skipinu lagt vegna vélarbilunnar. 1985 kaupir Slysavarnarfélagið skipið skírir það Sæbjörg og notar það fyrir Slysavarnarskóla Sjómanna þar til 1998 að þeir fá nýtt skip

 

Hér í endanlegri útgáfu

Mig minnir að upp úr 1970(1973 ??)væri skift um vélar og ef minnið er ekki að svíkja þess meir voru þær vélar Þýskar af( Mannheim-gerð Og þrátt fyrir þessi ósköp minnast allir íslenskir (og margir erlendir) sjómenn skipsins með miklum hlýhug Og það tekur í hjartað að horfa upp á niðurlægingu þess. En mér finnst stórnvöld þessa lands skuldi  þessu  gamla skip að þau bindi enda á hana. Annaðhvort að koma því upp sem safni ( við verðum að muna að þetta var fyrsta skip Slysavarnarskólans) eða hreinlega að koma því í niðurrif. Ég vona að ég hafi þrætt veg sannleikans að mestu í þessari færslu. En ef svo er ekki má kenna lélegu minni um Og bið ég menn að leiðrétta þar einhver vitleysa er á ferðinni

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635318
Samtals gestir: 504773
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 02:47:53
clockhere