24.03.2012 15:57

PHØNIX

Ég hljóp heldur betur á mig varðandi póstskipið Phönix. Ég leitaði að myndum af því á Handels og Söfartmuseum Dk (en frá þeim hef ég leyfi ) en fann enga. Svo hafði góður vinur minn Guðlaugur Gíslason samband við mig og sagði mér af myndum af skipinu í bókinni Póstsaga Íslands. Eftir það samtal fór ég aftur á stjá og áttaði mig svo á stafnum Ö sem danir skrifa oft sem Ø  Nafnið var nefnilega skrifað PhØnix hjá H.& S. M.  Svo þetta ættu að vera réttar myndir. Þetta heitir víst að vinna ekki heimavinnuna sem skildi Og biðst ég afsökunnar á því 

Þessi mynd er sögð  af  Phönix


                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Pósskipið Phönix er komið í umræðuna etir 131 ár frá strandi þess Hér er lýsing af því í blaði sem hét "Fréttir frá Íslandi" ??? 1 tölublaði 1881 :"En auk þessara skipaslysa er hér vert að segja nákvæmar frá afdrifum miðsvetrarferðarinnar, er hingað var ætluð samkvæmt samningi ráðgjafa og Gufuskipafélagsins árinu áður. Þegar póstskipið  Phönix var komið hér undir land og fyrir Reykjanes, hreppti það hið ofsalegt norðan veður, sem skall á aðfaranótt hins 29. janúar; frostið var svo mikið, að allt sjórok, sem bar yfir skipið, fraus þegar og urðu því kaðlar, reiði og allt þilfar að einum bunka.

Og þessi

                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Samt var skipinu alltaf haldið upp í vindinn. Loksins þann 31., kl.01 e. m. ,strandaði það á skerjum fram undan Skógarnesi í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu. Voru þá skipverjar allir mjög þrekaðir orðnir og nær aðfram komnir af kulda og kali. Þó gátu þeir komizt allir í land þar upp í fjöruna á tveim bátum er til skipsins heyrðu, og voru búnir að því um kl. 6. Stóðu þeir þar þá í fjörunni 24 saman í blindbil og grimmdarhörku, holdvotir og kaldir; samt áræddu 5 af þeim að reyna að leita byggða, en hinir Iétu fyrir berast a meðan í fjörunni. Þessir 5 menn fóru af stað og komust heim að Skógarnesi, og voru nær dauða en lífi, og báðu bjargar. Var þá þegar um kvöldið sent til næsta bæjar og  beðist mannhjálpar til þess að ná mönnunum og koma þeim heim til bæja.

Var svo gjört, og þegar farið til sjávar og fundust skipverjar þar víða illa til reika, og höfðu nokkrir þeirra látið fyrir berast í klettaskoru einni, sem hálffull var með sjó og ís, en aðra hafði hrakið þar með fjörunni. Þó fundust þeir að lokunum allir, og urðu leiddir, dregnir eða bornir til Skógarness. Var þessu lokið um nóttina kl. 4. Voru þá margir illa kaldir, og fiestir nokkuð, og þrír þeirra til stórskemmda. Kíhl skipstjóri var skaðkalinn á vinstri hendi.

Matgjörðarmaður skipverja var verst leikinn og lést hann skömmu síðar af sárum sínum. Nú var þegar sent til Reykjavíkur, til þess að boða þessi voðatíðindi, og brá póstmeistarinn þegar við og fór með lækni vestur og annaðist um það, er hans efni snerti, og kom hann með fjóra af skipverjum að vestan með sér, en 14 voru komnir áður, en fimm voru eftir í sárum, og biðu þangað til þeir voru orðnir ferðafærir.


Skipið sat þar fast á skerinu, sem það var komið, og var sem hafísjaki að sjá; var nú þegar farið að gjöra ráðstöfun til þess að bjarga einhverju úr því, en gekk lítið. Báta þá, er skipverjar björguðust á í land, höfðu þeir misst, svo að eigi var nema einu fjögramannafari á að skipa. Þó náðist pósttaskan úr því og eitthvað lítið annað smálegt. En hefði annars verið duglegar gengið fram í að útvega skip og báta, hefði verið alhægt að bjarga miklu meiru, en það gat þá eigi orðið einhverra orsaka vegna. Eða að minnsta kosti fór það svo, að skipið skriðnaði hægt og hægt niður af skerinu og á kaf, og yddir á mastrið við fjörur.


Síðan rak allmikið úr skipinu, þar á fjörur, og segja sögur að allóvendilega muni hafa verið farið þar að með vogrek þessi, en þar eð torvelt hefir þótt að vottfesta þær, og eigi er vissa um sönnur á þeim, viljum vér eigi fara lengra út í þær hér. Margir biðu afarmikinn skaða við strand þetta, þar eð margt það, er á skipinu var, var eigi vátryggt, og svo spillti það og fyrir verslun og atvinnu manna. Sló óhug miklum á landsmenn við þetta, og þóttust margir sjá af þessu, að erfitt rnundi ganga að fá miðsvetrarferð komið á aftur. Þar eð þetta slys mundi verða haft til afsökunar með að neita um hana, svo sem líka raun gaf vitni þetta árið


Þessi mynd er skönnuð úr samtíðablaði úr grein um póstferðir. Gæti þessvegna verið af öðru póstskipi

Og á annari blaðsíðu hélt svo blaðið

Gufuskipaferðunum til landsins var nú þetta ár hagað nokkru öðruvísi en árið áður, að því, er þau voru nú í sumum strandferðunum látin gjöra lykkju á leið sína til Reykjavíkur áður en þau fóru norður um land að austan. Alls voru ákveðnar 11 ferðir til landsins, og áttu 5 af þeim að fara kring um land allt. En þetta fór nokkuð öðruvísi en áhorfðist, því að í janúarferðinni strandaði Fönix i Faxaflóa, og komst við það hik á ferðirnar um sinn. Svo tálmuðu og hafísar hinni fyrstu ferð til norðurlandsins. Alþingi tók til umræðu gufuskipaferðirnar, og samdi áætlanir 3 til ferðanna, og fór fram á, að Borðeyri og Djúpavog væri bætt við komustaði skipsins.


Áætlun Gufuskipana 1881
Sömuleiðis mæltist það til, að Gufuskipafélagið stæði við samning sinn um lyftingarnar á skipunum, og sæi svo um, að dagfæði yrði eigi látið fara fram úr 4 kr. á fyrstu lyftingu. Gufuskipafélagið var mjög hrætt við miðsvetrarferðina, eftir að Fönix hafði farizt, og aftók að senda skip í janúar 1882, en lofaði að senda einni ferð fleira um sumarið, svo að ferðirnar yrði samt 11 talsins. Sömuleiðis kvaðst það ekki hafa á móti því, fæðispeningarnir á 1. lyftingu væri settir niður í 4 krónur, ef viðurgjörningur væri að því skapi rýrari en áður, og að farþegar kring um Ísland þyrftu eigi að borga aðra fæðispeninga en þá, er þeir keyptu fyrir í eitt og eitt skipti, hvort sem það leyfi nær til allra lyftinganna eða eigi. Um leið gat Gufuskipafélagið þess rétt svona, að Alþingi mundi reyndar lítið eiga með að skipta sér af matarsölu á skipum sínum.

Phönix var byggður hjá Henderson, J. SY í Renfrew Englandi 1862. fyrir danska aðila. Skipið mældist  628 ts. Meiri upplýsingar hef ég ekki um skipið


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 3634492
Samtals gestir: 504605
Tölur uppfærðar: 22.7.2019 12:04:46
clockhere