Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


18.07.2012 14:44

MSC Flaminia IV

Í gær komst dráttarbáturinn Fairmount Expedition á staðinn þar sem MSC Flaminia hefur verið að brenna undanfarna daga. Einnig var gámaflutningaskipið Hanjin Ottawa komið þangað. Dráttarbáturinn Anglian Sovereign er ekki væntanlegt fyrr en á morgun 19 Gámaflutningaskipið  Hanjin Ottawa er gert út af sama aðila og MSC Flaminia eða  Niederelbe  Schifffarthrtsges.


                                                                                  ©  Martime Bulletin

Ég verð nú að segja að eftir myndum að dæma er það svolítið einkennilegt að æðstu yfirmenn skipsins skuli vera komnir í land á Englandi.Og maður spyr sig líka gerði áhöfnin áhöfnin enga tilraun til að berjast við eldinn sem logaði í framskipinu. Eitthvað eru fréttir af þessu óljósar. Ég hef ekki geta fundið út hvort dallurinn var bara skilin eftir  einn brennandi eftir að skipverjum var bjargað. Og þau tvö skip sem stóðu að björguninni yfirgáfu staðinn. En þetta hlýtur "P and I" klúbburinn að rannsaka

                                                                                  ©  Martime Bulletin

Hanjin Ottawa                                                                                  ©  Hannes van Rijn

Skipið var byggt hjá Hanjin HI & Construction Co í Pusan Kóreu 2000 sem CONTI MELBOURNE Fáninn var Líbería  Það mældist: 66278.0 ts, 68834.0 dwt. Loa: 278.10. m, brd: 40.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum en  2000 fékk það nafnið HANJIN OTTAWA Nafn sem það ber í dag undir þýskum fána

Hanjin Ottawa


                                                                                  ©  Hannes van Rijn

Annar vélstjóri af HANJIN OTTAWA mun hafa farið strax um borð í havaríistan eftir að FAIRMOUNT EXPEDITION kom að skipunum kl 1100 LMT í gærmorgun. En hans skip hafði komið á staðinn fyrr um morguninn. Hann mun virka sem tæknilegur ráðunautur þegar alvöru slökkvistörf hefjast. ( við komu Anglian Sovereign ???) En Hanjin Ottawa mun svo halda áfram ferð sinni sem er áleiðis í Suez
Flettingar í dag: 935
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 706
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 3457320
Samtals gestir: 481550
Tölur uppfærðar: 14.12.2018 17:52:45


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere