19.07.2012 17:39

MSC FLAMINIA V

Eins og fyrr sagði er annar vélstjóri af Hanjin Ottawa kominn um borð í havaríistan. Þegar hann hafði verið fluttur yfir hét H. Ottawa áfram ferð sinni í Súez Hann mun reyna að virkja  MSC Flaminia's "firefighting system" Vélstjórinn er búinn að staðfesta að eldurinn eða reykur frá honum hefur engin áhrif haft í vélarrúmi eða í íbúðum í yfirbyggingu
´                                                                                                © Maritime Bulletin


´                                                                                                © Maritime Bulletin

Önnur sprenging varð í skipinu þ18 þegar slökkvistarf var að hefjast. En mér skilst að eldurirnn hafi brotist út eftir sprengingu þann 14. Þannig að þetta virðist vera stórhættulegt slökkvistarf  Einnig virðist eldurinn vera farinn að breiðast meir aftureftir skipinu.  Á fyrstu myndum af brunanum má sjá t.d. alla stafina MSC á síðunni en nú eru þeir farnir að hverfa í reyk.  En nú mun þriðji dráttarbáturinn vera væntanlegur á staðinn á hádegi á morgun laugardag. Eftir því sem mér skilst er skrokkurinn sjálfur ekki að sjá skemmdur utanfrá að sjá en vegna bruna á efnum inni í skipinu og sjódælingum er komin 8-10 °halli á skipið. Björgunarmenn láta hafa eftir sér að það gæti tekið vikur að slökkva eldinn í skipinu svo unt væri að draga það til Evrópu til viðgerðar
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 633
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 3543636
Samtals gestir: 491688
Tölur uppfærðar: 23.3.2019 02:18:23
clockhere