27.07.2012 17:37

Reykjavíkurhöfn í gamla daga

Mikill velunnari síðunnar Guðmundur Guðlaugsson sendi mér nokkrar myndir sem munu birtast hér á næstunni.Hér er sú fyrsta.Skemmtileg mynd frá Reykjavíkurhöfn. Tekin á árunum 1947 - 1952


                                                                       Úr safni Sjómannadagsráðs


Svarta skipið við Sprengisandinn hét Lingstroom og var sennilega leiguskip hjá SÍS.Utan á honum er varðskipið Ægir. Utan á honum tollbáturinn Örn og hafnsögubáturinn Nóri?? Við Ægisgarð má þekkja Vatnajökul, vitaskipið Hermóð dráttarbáturinn Magna dýptkunarskipið Grettir

Ég er mikið búinn að spekulera í skipinu að norðanverðu við Sprengisandinn fyrir framan Herðubreið sem ég tel að sé svarta skipið þar.fyrir aftan.Radarinn minnir á Sæbjörg en mér þykir brúin afsanna það  Svo er Laxfoss í forgrunni. Þarna sjá menn að ekki var nú mikið hugmyndaflug til staðar þegar Akraborg var teiknuð Bara gamli Laxfoss (byggður 1935 lengdur 1945) straumlínulagaður. Og skipið Lingstroom er búið að vera mér erfitt. Hvergi stafur um það í þeim gögnum sem ég hef aðgang að

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 251
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 3877236
Samtals gestir: 532202
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 16:58:55
clockhere