Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


27.12.2012 16:56

Nes h/f I

Nýlátinn er í höfuðborginni góður drengur Pálmi Þór Pálsson fv skipstjóri og útgerðarmaður.

Pálmi Þór Pálsson

Ég minnist Pálma fyrst þegar ég var á minni fyrstu línuvertíð í Grundarfirði. Hann var þá 13-14 ára að beita og snúast kring um bát sem frændi hans Bjössi Ásgeirs var með Sá bátur hét einmitt Páll Þorleifsson í höfuðið á föður Pálma. Nú síðan hitti ég hann þegar hann varð skólabróðir góðs æskufélaga Halldórs Karelssonar í Stýrimannaskólanum .

Svanur fyrsta skip Nes h/f


                                                                                    @Rick Cox

Þeir félagar útskrifuðust 1966.Næst lágu leiðir okkar saman á Svani I sem var fyrsta skip Nes h/f sem Pálmi hafði stofnað ásamt nokkrum vinum 1974. En ég var stm á því skipi um skeið og leysti Pálmi stundum skipstjórana þar af. Það var nú ekki fumið eða fálmið á honum í skipstjórninni frekar en í útgerðinni. Alltaf sallarólegur þótt  stýrimaðurinn kæmi kastlínunni jafnvel ekki í land fyrr en í fimmtu tilraun. Ekki get ég hælt mér af hvernin ég afskráði mig af því skipi. En ástæðan var mér til lítils sóma, vegna dýrkunar minnar á vissum guð  En það skyggði ekki á kunningskapinn. Minningin um mætan mann mun lifa.Ég votta aðstandendum Pálma mína dýpstu samúð

Blue Girl

                                                                                             © PWR

Skipið var byggt sem Blue Girl hjá Fiskestrand Verft Fiskestrand Noregi fyrir Frendo A/S Noregi.Skipið mældist 778.0 ts 965.0dwt.Loa: 60,80.m brd 9.50. Hinn síungi( fjan..... hafi það að á nýlegum myndum lítur hann út fyrir að vera um tvítugt) og ötuli skipstj. og útgerðarmaður Pálmi kaupir skipið ásamt fl 1972 og skírir Svan.1995 selur Pálmi skipið og fær það nafnið Christie Mare 1996 Fiandara.Það sekkur síðan í Svartahafinu á leiðinni til Varna 16-01-2005

SVANUR
                                                                                 @Rick Cox


                                                                                             © PWR


                                                                                           @Rick Cox

                                                                                             © PWR
Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1052
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 3457567
Samtals gestir: 481599
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 01:13:59


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere