29.12.2012 15:06

Suðri I

Í gær skrifaði ég færslu um flutningaskipið Norðra. Þar er svo sagt frá kaupum Jóns Franklíns á skipinu. Jón Halldór Franklín Franklínsson eins og hann hét fullu nafni var fæddur 16 apríl 1914 Lést 3 júlí 1995 Hugur Jóns hneigðist strax til útgerðar því fimmtán ára kaupir hann fjögurra rúma bát og lætur setja í hann vél. Næst kemur Mundi, fjögurra lesta fískibátur en síðan kaupir hann hlut í Svani, fjórtán lesta bát fyrir aleiguna sem var 2.000


Jón Halldór Franklín

Svona hófst ferill hans sem útgerðarmanns  sem stóð svo í ca fimmtíu ár. Sem með/aðal - eigandi þrjátíu og tveggja skipa Ég kynntist Jóni strax á mínum Eldborgarárum enda voru þeir Gunnar Ólafsson skipstjóri þar miklir vinir. Nú þegar ég var að flækjast milli skipa á árunum 1980-1985  þ á.m Sögu og Mar var Jón vaktmaður í þessum skipum. Ég man að hann sýndi mér þá teikningar af nýju skipi sem hann hafði í hyggju að kaupa. Ég held að Jón hafi líkst Óskari Halldórssyni mikið Báðir miklir stórhugar en annaðhvort moldríkir eða áttu varla ofan í sig að éta. Þetta er ekki sagt í niðrandi merkingu Kannske heldur til að lýsa hve hugur til stórræðan var mikill. Blessuð sé minning Jóns Halldórs Franklín Frankínsonar  

SUÐRI


                                                                               © söhistoriska museum se

Þetta litla skip átti víst litríka sögu. Það var smíðaður hjá Karlstads Varv í Karlstads Svíþjóð 1954 Sem Barken fyrir .þarlenda aðila Hann mældist 499.0 ts 665.0 dwt Loa: 47.46,m brd: 8.20. m. 1961 fær hann nafnið Nordanfors, 1962 Palermo 1964 kaupir Jarlinn h/f í Reykjavík skipið og skírir Jarl. Jón Franklín kaupir svo skipið 1967 og skírir það Suðra. 1974 selur Jón skipið til Kýpur og fær það nafnið Macori .Það er svo rifið í landinu þar sem það var byggt eða í Ystad Svíþjóð 1976

Hér sem Barken Skipið hefur verið búið krana í miðjunni í byrjun

                                                                               © söhistoriska museum se

Hér sem PALERMO

                                                                               © söhistoriska museum se


Hér sem JARLINN En það lítur út fyrir að það sé verið að skifta um nafn.

                                                                            Úr mínum fórum © ókunnurHér sem SUÐRI                                                                                Úr mínum fórum © ókunnur                                                            

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 177
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 3880802
Samtals gestir: 532907
Tölur uppfærðar: 6.6.2020 03:53:35
clockhere