25.01.2013 20:51

Leitað hælis

Ekki vill síðustjóri blanda mikilli pólitík inná síðuna. En mér fannst innarríkisráðherra taka tökuvert stórt upp í sig þegar hann  sagði bandaríkjamönnum eiginlega að éta bara skít (min skilningur á því sem hann sagði) Það væru lög i undirbúningi ( með hraða snigilsins að íslenskum hætti???) Hann hefur ekki staðið út í annari hlíð lítils flutningskips með hendur bak við hnakka horfandi í tíu vélbyssukjafta á herskipi í ca 30 m fjarlægð.

MARIANNE DANICA


                                                                                                   © Jochen Wegener

Það þurftum við að gera þegar við komum á Marianne Danica til Charleston í jan 2005 með sprengiefni Okkur var fylgt síðustu sjml af herskipum og á akkerisplássið. Við vorum látnir setja "lóðsleiðarann" út bb megin. Skipstjóranum skipað að standa á brúarvæng bb megin. Þeim megin kom svo MOB -bátur frá herskipi sem lá þeim meginn við okkur Sem settu sjóliða þeim megin um borð.Á meðan var restin af okkur var svo skipað að  stilla okkur upp stb. með hendur aftur á hnakka og snúa andlitum seside Stb við okkar ca 30 -50 m lá svo herskip og tíu sjóliðar um borð í því sem miðuðu byssum á okkur.

MARIANNE DANICA

                                                                                                           © Will Wejster

Hefði mig farið að klæja t.d í hnébótinni og ósjálfrátt hreift hendina til að sinna því hefði ég verið sallaður umsvifalaust niður. Þessir menn svífast einskins telji þeir sér ógnað. Og þeir taka lítið mark á hrokafullum ráðherra sem svona óbeint segir þeim bara að halda kja... þar til hann sé búinn að setja einhver lög einhverntíma. Góður vinur minn danskur þurfti að hýrast í fangelsi  4 mánuði fyrir "kjaftbrúk" við Coast Gards Offisera í Miami . Ég hugsa að litlu hafi einusinni munað með mig en skipstjórinn sá að hverju stefndi og rak mig niður áður en það skeði. Ég hreinlega vorkenni innanríkisráðherra fyrir vanvisku hans í þessu máli og telji sig hafinn yfir þessa gæja."Bíðið  bara þar til ég er tilbúinn með mín lög" Miklir menn erum við Hrólfur minn og fallega pissar Brúnka

REYKJAFOSS er vinsælt skotmarm hælisleytenda sem ekki viljs hæli hér


                                                                                                © Derek Sands

Og ég hreinlega skil ekki hvað margt fólk er "bláeygt" gagnvart þessum svo kölluðum hælisleitendum. Sem eru sí og æ að brjóta íslensk lög til að komast burtu úr "hælinu". Brot sem venjulegur íslendingur væri allavega búinn að fá stórsektir fyrir. Jafnvel fangelsi vegna síbrota á þeim. Nei ég held að Ögmundur ætti að hlusta á klukkurnar sem nú glymja honum. Og taka þann klukknaglym með fullri alvöru áður en of seint reynist. Það verður þrautin þyngri að komast upp af þeim stalli við gætum verið settir á Ef ekki er hlustað á varnaðarorðin við því nú af alvöru

REYKJAFOSS                                                                                                © Jochen Wegener
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880310
Samtals gestir: 532779
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 04:25:51
clockhere