26.01.2013 21:09

Skipin í Halifax 1917 II

Hér má sjá lista yfir skipin sem skemmdust Og hér fyrir neðan er sagt frá nokkrum af þeim

CLARA

                                                                                                                                         © photoship

Skipið var byggt hjá Russell SY í Glasgow Skotlandi 1903 sem: CLARA  Fáninn var:Ungverskur Það mældist: 3932.0 ts, Loa: 100.70. m, brd 14.70. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum því 1920 fær það nafnið KRAKOW En þess ber að geta að 1917 keypti U.S.Govt  skipið og setti undir fána USA. 1920 kaupir Polish American Nav Corp  skipið sem heldur USA fánanum. Endalokin urðu þau að það kviknar í því í  Havana,Kúbu  14- 10 -.1920  en skipið var í föstum ferðum New York-Havana. Skipinu var sökkt en 1925 var því bjargað aftur á flot .En 20.10.1926 rak það á land í fellibyl og var rifið upp frá því

PICTONSkipið var byggt hjá Richardson Duck SY í Thornaby Bretlandi 1906 sem: PICTON  Fáninn var: breskur Það mældist: 4758.0 ts, 5083.0 dwt. Loa: 115.40. m, brd 15.90. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1927 SEVEN SEAS TRANSPORT - 1929 HEINZ W.KUNSTMANN - 1938 HERTA ENGELINE FRITZEN  Nafn sem það bar síðast undir þýskum  fána En skipinu hlekktist á í mynni Nieuwe Waterweg  26.10.1941 Og dagði þar uppi


Hér logar afturhluti PictonMIDDLEHAM CASTEL Hér sem DELIASkipið var byggt hjá  Hamilton í Glen Yard Bretlandi 1910 sem: MIDDLEHAM CASTLE Fáninn var: breskur Það mældist: 2889.0 ts, 4534.0 dwt. Loa: 115.80. m, brd 15.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1932 DELIA - 1934 BRIGHT WINGS - 1939 EVEROJA  Nafn sem það bar síðast undir sama  fána En skipinu var sökkt með tundurskeyti á 52°18´0 N og  053° 05´0 V þ 3 nóv 1941

Hér með laskaðan skorstein eftir sprenginguna í Halifax


Hér sem EVEROJA

                                                                                                              © Uboat.net

STELLA MARIS

STELLA MARIS mun hafa verið tundurduflaslæðari sem notaður var sem dráttarbátur þess á milli Engar upplýsingar hef ég um skipið en á myndinni hér að neðan mun flakið af skipinu sjást En af 25 manna áhöfn fórust 19
Einhverja eftirmála höfðu öll þessi ósköp t.d voru Aime Le Medec skipstjóri á Mont Blanc og Francis Mackey,hafnsögumaður handteknir og ákærðir fyrir manndráp Hafnarstjórinn Commander Wyatt var líka handtekinn og ákærður. Allir voru þeir svo sýknaðir í Hæstarétti En ferill Commander Wyatt varð aftur á móti á enda. Hérna lýkur þessum "glósum" frá mér um þennar hroðalega atburð. Ómerktar myndir eru sem fyrr sagði af hinum ýmsu heimasíðum


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880302
Samtals gestir: 532779
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 03:50:17
clockhere