31.01.2013 20:07

Enn og aftur "fullur" rússi

Enn og aftur er verið að taka drukkinn rússneskan skipstjóra.Nú var það skipstjórinn á þessu skipi AMETHYST. En skipið var síðastliðna nótt  í Eyrarsundi á leið frá St Petersburg til Ghent í Belgiu Grunsemdir fóru að vakna hjá Danish Sea Operating Command þegar skipið var að tilkynna sig í talstöðinni.Satt að segja myndi ég persónulega gruna alla rússa um að vera fulla þegar þeir tala í talstöð. Þeirra mál hljómar einhvernveginn þannig. En að öllu gamni slepptu þá var lögreglunni í Kaupmannahöfn gert aðvart og voru menn frá henni sendir um borð í skipið. Gert var áfengis "test" á hinum 59 ára gamla skipstjóra sem svo leiddi áf sér handtöku hans. Situr hann nú í fangelsi og bíður dóms og skipið bíður eftir nýjum (edrú) skipstjóra.

AMETHYST

                                                                                      Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni


Skipið var byggt hjá Qingdao Hyundai í Jiaonan Kína 2011 sem:  AMETHYST  Fáninn var:öltu  Það mældist: 3505.0 ts, 5280.0 dwt. Loa: 89.96. m, brd 14.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami

AMETHYST                                                                                                   Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni

Áletrunin framan á brú skipsins ætti kannske að vera innan á henni.En eins og ég hef oft sagt er ég ekki hneykslaður yfir svona atburðum. Mér ferst það ekki. Og ég þekki vel hugmyndaflugið þegar maður var að réttlæta hlutina fyrir sér. En þetta er mikið vandamál ekki síst út af slíku

                                                                                                   Mynd af Vesseltracker.com © sést á henni
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880310
Samtals gestir: 532779
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 04:25:51
clockhere