Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


22.02.2013 14:30

Jellicoe

Það er kannske ekkert merkilegt við að flök af gömlum skipum liggi við strendur eyjanna í Caribbean Sea.En þessi mynd er tekin 1992 við Port of Spain á Trinidad. Af flutningaskipi sem bar nafnið Kelvin and Clyde. En það sem merkilegt við þetta skip er að það var byggt sem togari og veiddi við Ísland. Þá í eigu Hellyers bræðra sem gerðu út skip sín að nokkru leiti frá Hafnarfirði. Skipið lenti í hinu hroðalega "Halaveðri" 1925. En slapp nú bærilega frá því undir stjórn Jónasar Jónassonar skipstjóra Og undir nafninu CERESIO. Nafn sem skipið bar lengst af

Flakið af Kelvin and Clyde

                                                                                                               © Yvon Perchoc

Skipið var byggt hjá  Cook, Welton & Gemmell í Beverley 1915 sem:JELLICOE  Fáninn var breskur: Það mældist: 338.0 ts  Loa: 42.80. m, brd 7.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1915 RUCHCOE - 1919 JELLICOE - 1919 CERESIO - 1976 KELVIN AND CLYDE Nafn sem það bar síðast undir fána??? Skipinu var breytt í flutningaskip 1948 Það var tekið af skrá 1989

Systurskip CERESIO, SETHON


 Hér sem flutningaskipið CERESIO


                                                                         © Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson
Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 813
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 3493026
Samtals gestir: 485241
Tölur uppfærðar: 20.1.2019 10:22:45


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere