Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


11.05.2013 14:48

NORSE VALIANT

Ég var að horfa á þátt í norska sjónvarpinu. í gærkveldi Þar var sagt frá örlögum þessa skips NORSE VARIANT. Það vekur upp hugsunina um þótt skipin séu stór og sterkleg þá hefur Ægi og Rán oft haft betur í orustum við þau Fyrir rétt rúmum fjöritíu árum háði þetta skip sína baráttu við f.g öfl og tapaði henni Af þrjátíu manna áhöfn týndu allir lífi utan einn mann.


                                                                                           © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá  Uddevallavarvet í  Uddevalla Svíþjóð 1965 sem:NORSE VARIANT  Fáninn var:norskur  Það mældist: 13194.0 ts, 20750.0 dwt. Loa: 165.10. m, brd 21.40. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami þegar skipið fórst 22 mars 1973

                                                                                           © Sjöhistorie.no

Skipið sem var lestað kolum  frá Newport News i Virginia til Hamborgar sendi frá sér neyðarskeyti kl 1400 22.mars út af strönd New Jersey í vindstyrk 12 og miklum sjó.Einn maður  Stein Gabrielsen (f 14. januar 1950, d 19. oktober 2009) (23) frá Osló). komst lífs af Hann fannst 25. mars kl. 09.00 og var bjargað sama dag kl 1150 af tankskipinu  Mobile Lube.  Gabrielsen hafði þá hrakist á tveimur ólíkum björgunarflekum í þrjá sólarhringa oft í blindbyl  en alltaf í stórsjóum og ofsaroki Þótt við íslendingar séum búin að missa þjóðernis tilfinninguna gagnvart íslenska fánanum á kaupskipum megum við aldrei missa sjónir á mikilvægi sjómannana okkar og því að öryggi þeirra sé ávallt tryggt á allan hátt. Og á Sjómannadaginn eigum við að koma saman til að minnast okkar manna sem ekki komu til baka.
Flettingar í dag: 1431
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 1467
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 3433158
Samtals gestir: 479205
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 12:04:05


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere