20.08.2013 18:33

Hilmir aftur

Nú er árið 1941 Þ 23 mars kom togarinn HILMIR til Fleetwood með tíu skipbrotsmenn af norska olíuskipinu BEDUIN sem skipshöfn togarans hafði bjargað. Þetta var í annað skifti sem skipshöfnin á HILMI tókst að bjarga skipbrotsmönnum úr neyð..Það skemmtilega við þetta var að einum skipbrotsmanninum norskum var þarna bjargað í þriðja skiftið af íslensku skipi eftir að hans skipi hafði verið verðið sökkt. Hann sagði við Jón Sigurðsson skipstjóra á HILMI að hann myndi hætta til sjós hættu íslendingasr að sigla til útlanda. Þórólfur var annað skipið sem hafði bjargað norðmanninum en hann mundi ekki nafn þriðja skipsins

B/V HILMIR


Þessi mynd á ekkert skyld við söguna hér á eftir

Og skipstjóri hans Jón Sigurðsson


Jón Sigurðsson var einn af okkar snildar skipstjórnarmönnum sem kunnu sjómennsku til hlítar. Hann var Eyrbekkingur að uppruna og hafði stundað sjó á opnum bátum þaðan Síðar á skútum og togurum . Hann var skipstjóri á B/V Surprise í Halaveðrinu og slapp frá .því með óskemmt skip En svo var það 1938 að HILMIR fær á sig mikinn brotsjó. þegar það var á leið til Englands.Það laskast mikið Manninn sem stóð við stýrið tók fyrir borð og Jón sem var í brú skipsins slasaðist mikið  Fyrir frábæra frammistöðu áhafnarinnar tókst að koma skipinu til hafnar í Aberdeen  Og vakti það furðu margra hve illa þetta litla skip var útleikið

BEDUIN

                                                                                                     © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Götaverken í Gautaborg Svíþjóð 1936 Sem Beduin fáninn var norskur Það mældist 8136.0 ts 12520.0 dwt. Loa: 138.80. m, brd 18.10. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána

BEDUIN

                                                                                         © söhistoriska museum se

Hér má lesa um endalok skipsins sem voru nokkuð söguleg

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 209
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 3879204
Samtals gestir: 532578
Tölur uppfærðar: 1.6.2020 02:15:08
clockhere