17.12.2013 23:44

Farmennska

það dettur í mig einstaka sinnum að fara að hugsa. Og þá stundum sem nú, um íslenska farmenn sem er að blæða út. Þá meina ég sem stétt..Hverjum er um að kenna hvorki get ég eða vil dæma um. Var of lengi frá landinu til að geta það af einhverju viti. En eitt er víst hverjum sem það er að kenna þá er virkilega illa komið fyrir stéttinni . Og sökudólkarnir hverjir þeir svo eru ættu að skammast sín. Nokkuð sem þeir sennilega ekki kunna. Þessi stétt sem siglu mörgum af fallegustu og best viðhöldnu skipunum sem sáust á höfunum Þessi stétt sem ekki síður flutti björg í bú íslendinga,en fiskimennirnir,með fullri virðingu fyrir þeim.Lítið yrði úr aflanum ef engin væri til að flytja hann til neytenda erlendis.Að maður tali nú ekki um nauðsynjavörur erlendis frá


HVASSAFELL var fyrsta nýsmíðin eftir WW2 Að ég held. En þegar skipið var keypt til landsins var smíði þess langt komið


                                                                                   © söhistoriska museum se

Mér hefur oft fundist farmenn ekki fengið þann sess í sögunni sem þeim ber.Ég minnist þess að við fiskimenn töluðum stundum um "tuskubelli" (þið fyrirgefið orðbragðið ) innfjarðarsjóara mublusjómenn o.sv.fr.En farmennska krafðist ekki síður mikillar sjómennsku en fiskimennska. Allaversta ísing sem ég hef  lent í var t.d.  um borð í farskipi. Máttarvöldin greina ekki farmenn frá fiskimönnum. Þessi misskilningur stafaði kannske af að farmennirnir sáust kannske helst við að þvo og mála í höfnum stundum hangandi í stillönsum einhverstaðar á skipinu.

TRÖLLAFOSS var stærsta skip flotans um tíma Var keyptur  notaður  Fyrsta skip Eimskipafélags Íslands eftir WW2


                                                                © Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson

Þetta var misskilningur af sama toga og sagt var að við togarakallarnir værum alltaf fullir því að margir af okkur sáust ekki öðruvísi.Fólk sá ekki til okkar á sjó Eins sá fólk ekki til farmanna að koma böndum á farm sem losnað hafði eða moka til í lestum og kolaboxum ef með þurfti eða þvíumlíku. Miskilningur er oft út af vankunnáttu um staðreyndir Það gæti líka hafa örlað á einhverskonar öfund það fengu færri en vildu pláss á þessum skipum. Ég komst nokkrum sinnum í farmannspláss en komst fljótlega að raun um að við félagarnir,ég og"Bakkus" félagi minn sem þá var áttum þangað ekkert erindi

VATNAJÖKULL var fyrsta kaupskipið sem pantað var og smíðað fyrir íslendinga eftir WW2                                                                           Úr safni Hjörvars Sævaldsonar © Bjarni Bjarnason

En maður verður hugsi yfir framtíð íslenskra siglinga ekki síður en fiskveiða.Hvar endar þetta.Ný og fullkomin skip fást ekki mönnuð íslendingum.Það getur varla verið langt í að útlendir hafnsögumenn verði ráðnir við hafnir landsins.Þó ég viti um eitt dæmi að ekk iskipstjórnar lærður hafnsögumaður hafi sinnt því starfi,og það gerði hann með svo miklum sóma að frægt var út um heim.Þá meina ég hinn mikla atorkumann Jón Sigurðsson kenndan við Látra í Vestmannaeyjum.GOÐAFOSS III Var fyrsta skipið sem smíðað var fyrir Eimskipafélag Íslands eftir WW 2  Hér við komuna til Reykjavíkur í mars 1948
GULLFOSS var stolt íslenska flotans á eftirstríðsárunum 

                                                                                                © söhistoriska museum.se

ÞYRILL var fyrsta olíuskipið sem keypt var til landsins eftir WW2                                                                 Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasonar

HERÐUBREIÐ var fyrsta skip sem Skipaútgerð Ríkisins lét byggja eftir WW 2

 

                                                                 Mynd úr safni Tryggva Sig

 

Ég skrifaði smá færslu í gær um hluta af Reykjavíkurhöfn  Lífið við hana var þá allt annað en nú.Og hugur margs ungs manns hefur mögulega  beinst að sjómennsku við að koma þangað í gamla daga. Kannske við að veiða kola við Verðbúðar eða Loftsbryggju. Hvar sjá unglingar nútímans eitthvað í líkingu við það sem við sáum. Hvergi. Bryggjur,allavega sem flutningaskip liggja við eru nú  lokuð almenningi  Gullaldarskeið íslenskrar farmennsku var ekki runnið upp 1953. En þegar ég hugsa um gömlu góðu höfnina langar til taka mér bessaleyfi til að breyta aðeins teksta Ása úr Bæ þegar hann yrkir um götuna sína.Breyta nafninu götu ú höfn þó það standist engin lögmál bragfræði:

Ó, gamla gatan mín, í

Ó, gamla höfnin mín,
ég glaður vitja þín,
og horfnar stundir heilsa mér.
Hér gekk ég gullin spor,
mín glöðu æskuvor
sem liðu burt í leik hjá þér.

Þá áttu glæsileg.stór og falleg íslensk farskip eftir að prýða þessa höfn.

BRÚARFOSS II eitt af alfallegustu skipum íslenska kaupskipaflotans sáluga

                                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skip eins og"Selfoss og Brúarfoss sem komu 1958 og1960,.Skip sem að mínu mati eru fallegustu farskip sem prýtt hafa úthöfin.Já nú er Snorrabúð stekkur Ég held að síðasta flutningaskipið sem byggt var fyrir Íslendinga og undir þeirra fána hafi verið BRÚARFOSS IV sem kom nýr til Reykjavíkur  fyrsta júlí 1996 Eða fyrir 17 árum. Ég tel ekki ferjurnar Baldur og Herjólf eða hafrannsóknarskip með Það er ekkert tilefni til að gleðjast þótt við skipin hér á landi bætist fleiri skip með Caribbeanflaggi í skut  Þetta er Ísland í dag.

BRÚARFOSS IV

                                                                                                                ©  Andreas Spörri

Hér á árum árum áttu sumir ráðamenn stóra drauma,allavega á Sjómannadag um að gera Ísland að stórveldi í siglingum.Já það er sælt að láta sig dreyma en sú von hefur nú misst vængi sína Íslenska endurreisnin hófst upp úr næstsíðustu aldamótum Við fengum fullveldi við fengum svokallað lýðræði Og síðast og allsekki síst við fengum fallegan þjóðfána Sem allir SANNIR íslendingar eru stoltir af. Það sker í augun að sjá hann í mismunandi ástandi lafa sem gestafána í eigin landi nú til dags Og allt það sem gerst hefur best og mest síðan hér á landi síðan um næst síðustu aldamát er beint eða óbeint runnið frá þeim ávöxtum sem íslensk sjómannastétt hefur skapað  Íslensk stjórnvöld ættu að sjá þann gæfuveg að íslenskir sjómenn sigli ÍSLENSKUM skipum prýdd sínum eina þjóðfána um heimshöfin Íslenskir sjómenn sem eru stoltir af sínu þjóðerni 


Þetta litla skip INGÓLFUR var fyrsta kaupskip sem byggt var sérstaklega fyrir íslendinga Með alíslenska áhöfn


                                                                                      Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Munum að land vort fannst forðum af því að til voru djarfir menn sem lögðu út á hafið,þrátt fyrir ófullkomin skipakost. Uppáhalds efni í ræðuhöldum ráðamanna á tillidögum var hér á árum áður var um að við hefðum misst sjálfstæðið þegar við nenntum ekki lengur að sigla.  Og um hve þarft það sé sjálfstæðri eyþjóð að sjá um sínar siglingar. En þeir láta farmannastéttinni blæða út hægt og hægt. Þá er eins og blóðið sé frosið í þeirra eigin æðum. Einusinni var það krafa til að ná  flutningum til landsins að þeir færu fram með íslenskum skipum. En svo seldi einhver andsk...... sál sína og nú er staðan döpur í meira lagi  Ekkert hefur verið gert til hagræðis íslenskri farmennskiu að mínu viti. Í þjóðvísu frá Álandseyjum segir m.a."vem kan ro utan årar" Já hver getur róið án ára. Íslensk stjórnvöld hafa ekki vilja í dag til að leggja til árarnar .Því miður.Og það er hverjum einasta svokölluðum alþingismanni til ævarandi skammar að láta þessi mál lönd og leið

Endalok fyrsta kaupskipsins  sem pantað og smíðað var fyrir íslendinga eftir WW 2 má kannske herma upp á íslenska farmenn sem stétt um þessar mundir Við eigum ennþá dugmikla farmenn sem eiga mikið hrós skilið. En því miður muna ráðamenn hvaða stöðu þeir gegna, það bara einn dag á ári. Aðra 364 mega þeir bara éta sk.. Þ.e.a.s sjómennirnir Það hefur enginn alþingismaður og því síður ráðherra áhuga á þeim þá daga


VATNAJÖKULL  komin að fótum fram eins og farmannastéttin sem slík

                                                                                                                                           @yvon
                                                                                                                                                                                          @yvon

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1096
Gestir í gær: 197
Samtals flettingar: 3977163
Samtals gestir: 544146
Tölur uppfærðar: 25.9.2020 00:04:31
clockhere