20.12.2013 11:53

Eftir WW2

Einhverntíma,einhverstaðar las ég að fáar þjóðir hefðu komið ríkari út úr WW 2 en íslendingar. Ekki skal ég rengja það. En ég tel mig líka hafa lesið einhverstaðar að hlutfallslega hefði manntjón íslendinga verið svipað og bandaríkjamanna í umræddu stríði  Hvað um það ég efast um að aðrar þjóðir hafi byggt skipaflota sinn eins ört upp og íslendingar.Bæði hvað varðar flutninga og fiskiskip Allavega ef tekið er tillit til hinnar frægu "höfðatölu". Það komu ný skip jafnvel mánaðarlega sum tímabilin. Skoðum mína gömlu vinuveitendur Skipaútgerð Ríkisins Eða "Ríkisskip"eins og það hét síðast.Það má segja að þeir hafi látið smíða fyrsta "farþegaskip" sem smíðað var fyrir íslendinga eftir WW 2 Herðubreið

Herðubreið og fyrsti skipstjórinn hennar


                                                                                                        Úr safni Tryggva Sigg
Guðmundur Guðjónsson
Skipið var smíðað hjá  George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem HERÐUBREIР Fáninn var:íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt Loa: 45.30. m, brd7.60. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fánaEn það var rifið í Alsír 1978

Guðmundur færði næsta nýja skip útgerðarinnar SKJALDBREIÐ einnig nýtt til landsins                                                                                                    © Sigurgeir B Halldórsso
n

Skipið var smíðað hjá  George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem SKJALDBREIР Fáninn var:íslenskur Það mældist: 370.0 ts, 350.0 dwt Loa: 45.30. m, brd7.60. m Skipið gekk aðeins undir þessum nöfnum: 1966 VIKING BLAZER - 1969 MARIANTHI - 1970 ALEXANDROS V - 1980 FROSINI Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En það var svo rifið í Grikklandi (Perama) 1984

Skipaútgerð Íslands var líka fyrst til eftir WW 2 að koma með"alvöru" (með mikilli virðingu fyrir "Breiðunum") farþegaskip

HEKLA                                                                                   Úr safni Tryggva Sigg

Og skipstjóri hennar Ásgeir SigurðssonSkipið var smíðað hjá Aalborg Værft í Aalborg Danmörk 1948  sem HEKLA Fáninn var: íslenskur  Það mældist:1456.0 ts, 557.0 dwt Loa: 72.70. m, brd 11.00. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1966 KALYMNOS - 1968 ARCADIA - 198 KALYMNOS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í Grikklandi 1983
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 1067
Gestir í dag: 192
Flettingar í gær: 622
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 3977128
Samtals gestir: 544137
Tölur uppfærðar: 24.9.2020 22:55:30
clockhere