23.03.2014 12:36
Skip Samvinnumanna
HELGAFELL I
Nú í sumar bættust þýzkir samvinnumenn í hóp þeirra, sem eiga hafskip. Um miðjan júlímánuð fór fyrsta skip þeirra, Heinrich Lorenz, reynsluför sína og síðan fyrstu ferðina til Finnlands. Skip þetta er nokkru stærra en Sambandsskipin og því í raun réttri stærsta kaupskip samvinnumanna í heiminum. En það heldur ekki þessum heiðri lengi. Þegar hið nýja Helgafell fer reynsluferð sína seinni hluta september, mun það taka þennan titil aftur af Þjóðverjum: Heinrich Lorenz er 3200 þungalestir, en Helgafell 3300!
Heinrich Lorenz sem WIEDAU
Sömuleiðis er Helgafell rúmum meter lengra en þýzka skipið! Það er gaman að svona góðlátlegri samkeppni (sem raunar var engin samkeppni, því hvorugur vissi um hinn), en hitt er ánægjulegast, að samvinnumenn fleiri landa skuli leggja fyrir sig siglingar og ýta úr vör myndarlegum skipum, sem eru eign fólksins sjálfs og sigla í þess þjónustu" Tilvitn.lýkur.
Hér er HEINRICH LORENZ undir nafninu WIEDAU
© Rick Cox
Skipið var smíðað hjá Jos.L.Meyer í Papenburg Þýskalandi 1954 sem HEINRICH LORENZ Fáninn var: þýskur Það mældist: 1866.0 ts, 2952.0 dwt Loa: 85.50. m, brd 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1959 fékk það nafnið WIEDAU Nafn sem það bar síðast undir sama fána.En 1975 lendir skipið í árekstri við pólst skip Miecsylaw Kalinowski. og endaloks skipsins urðu þessi
HELGAFELL I
@Predrag Pavic
Smíðað 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð Sem HELGAFELL Fáninn var Íslenskur Það mældist .2194.0 ts 3250.0 dwt.
Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið Susan.
Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið
Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982
brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988