Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


22.10.2014 16:20

Sextíu ár

Ég er svollítið upptekin nú um stundir við að grúska í fortíðinni fyrir aðra en mig sjálfan því er og verður alveg á næstunni "fátt um fína drætti" hvað síðuna varðar en ég er ekki hættur. Í þessu grúski mínu rakst ég á þessa grein í "Fylkir" (blaði útgefnu hér í Eyjum) þ 22 okt 1954. Í gær voru því sextíu ár  frá þessum atburði

Fréttin í Fylki 22-10-1954
TRÖLLAFOSS er eitt af þeim skipum sem ekki mega gleymast í siglingasögu Íslands. Skipið  vakti víða athygli fyrir snyrtimennsku. Flaggskip flotans þess tíma hvað stærð varðaði.Um skipið og áhöfn þess mætti skrifa heila bók. Og merkilegt að engin ritfær maður skyldi ekki skrifa sögu Bjarna Jónssonar skipstjóra. Sem var fyrsti íslenski skipstjórinn á skipinu sem var keypt notað 1948. En Bjarni sigldi í báðum heimstyrjöldunum. Hann var m.a. á Ceres þegar hún var skotin í kaf 1917. Í seinna stríðinu var hann með Dettifoss og Lagarfoss eftir að Gullfoss var kyrrsettur í Kaupmannahöfn 1940. Bjarni var alla tíð vellátinn sem skipstjóri.

Hér er Bjarni að kveðja "strákana sína" 1952
Hann gat verið napur á Vesturleiðinni

   

Tröllafoss þótti mikið skipHann var að vísu tæpum 4 metrun styttri en Gullfoss
En hann tók mestallan Miðbakkann
Hér er Hlöðver Kristjánsson að athuga landrafmagnið???

Þeir þóttu slyngir í knattskyrnu TröllafossmennOg höfðu gaman af JazzFlestar mydirnar sem fylga eru úr safni Hlöðvers heitins Kristjánssonar Ravélavirkja og birta með leyfi ekkju hans Kristjönu Ester Jónsdóttir.
Flettingar í dag: 595
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 813
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 3493113
Samtals gestir: 485246
Tölur uppfærðar: 20.1.2019 10:53:18


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere