25.10.2014 11:52

Jane Lolk

Þetta skip JANE LOK var í upphafi byggt sem tundurduflaslæðari. Það var systur skip Straumeyjar, Hildar og Einars Ólafssonars Í þetta skip sem sigldi undir dönskum fána voru settar kælivélar og var það notað við Grænland  Funkeraði þar sem frystihús. 31 okt 1949 hlekktist skipinu á hér við Eyjar. Svona segir vikublaðið "Víðir" frá atvikinu:"Jane Lolk, sem er danskt kæliskip, kom hér með bilaða vél 31 okt. s.l. á leið fró Grænlandi. Skipið var hér austarlega ó Víkinni
og strekkingsstormur af austri. Bað skipið um aðstoð, og fóru Kap, Erlingur I og Frigg þvi til aðstoðar og drógu það inn. Minnstu munaði, að skipið strandaði. Á skipinu voru 54 Danir, og af þeim voru 3 konur. Sjópróf hafa staðið yfir undanfarnadaga og lauk í gær."

JANE LOK

                                                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Clare í Meteghan River, Canada 1945 sem:MMS-1056 Fáninn var: breskur Það mældist: 360.0 ts, 430.0 dwt. Loa: 42.60. m, brd 7.90. m 1946 cv to reefer cargo ship, 325gt Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1946 JANE LOLK 1951 JUNE Það var rifið 1968

JANE LOLK 

                                                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                         

                                                                                                                           © Handels- og Søfartsmuseets.dk


                                                                                                                            © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Koma skipsins hafði með sér alvarlegan eftirmála Svona segir "Víðir" frá því 19 nóv.1949 : "Runólfur Jóhannsson skipaeftirlitsmaður, var um borð í Jane Lolk í gær, að skoða skipið áður en það léti úr höfn. Runólfur var að fara ofan í lest og var kominn ofan í aðra tröppuna, er stiginn rann til og féll Runólfur niður og meiddist mikið við fallið. Runólfur var fluttur á Sjúkrahúsið og leið eftir atvikum sæmilega er síðast fréttist, en læknisskoðuni var þó ekki tyllilega lokið.Skipið hætti við að fara í gærkveldi vegna veðurs"

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 475
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 3981200
Samtals gestir: 544876
Tölur uppfærðar: 30.9.2020 15:34:29
clockhere