23.02.2015 13:15

Dettifoss -slysið

Á laugardaginn sl voru 70 ár líðinn síðan Eimskipið Dettifoss var skotinn niður

Svona var sagt frá þessum voðaatburði 21 febr 1945 í þess tíma fjölmiðlumMyndir af fólkinu sem fórstNöfn allra sem lentu í þessu mikla slysiJónas Böðvarsson var skipstjóri skipsins þessa örlagaríku ferð

Hér er saga DETTIFOSS I
Á aðalfundi E.Í 1929 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum tillaga stjórnar þess um að láta byggja eða kaupa eitt eða tvö skip til viðbótar. Þegar á því ári var það ljóst að að skip félagsins komust ekki yfir þá flutninga sem þau áttu kost á Varð félagið sí og æ að taka leiguskip til að þurfa ekki að skilja eftir vörur í erlendum höfnum 
Sérstaklega höfðu flutningar aukist milli Íslands Hull og Hamborgar vegna vaxandi viðskifta einum við Þýskaland.

Grethe Nilsen gefur DETTIFOSSI nafn 24 júlí 1930

                                                                                    Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Taldi félagsstjórnin því nauðsynlegt að félagið bætti við sig að minsta kosti einu skipi jafnskjótt og fjárhagurinn leyfði. .Á fundi svo þ 7 okt. 1929 ákvað stjórnin að láta smíða nýtt skip handa félaginu af líkri stærð og Goðafoss en með svipaðri yfirbyggingu og Brúarfoss. Eftir útboð og tilboð frá dönskum,enskum.og þýskum skipasmíðastöðvum var ákveðið að taka tilboði Frederikshans Værft og Flydedok A/S í 'i Frederikshavn Danmörk.Hljóðaði tilboðið upp á 955000 kr. Skipið hljóp af stokkunum 24 júlí 1930 Og gaf Grethe Nielsen skipinu nafnið Dettifoss

DETTIFOSS sjósettur 24 júlí 1930

                                                                                               Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

DETTIFOSS I var byggður í Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörg 1930 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist1564 ts dwt 2000.Loa 72.2.Brd 11.0 m.Örlög skipsins urðu þau að það var skotið niður af þýskim kafbát U-1064 á 53°03´N og 003°29´W,þegar það var á leiðinni frá Belfast til Reykjavíkur. Í þessu hörmulega sjóslysi fórust 12 skipverjar og 3 farþegar


Skipinu stjórnaði í byrjun Einar Stefánsson skipstjóri
Heð Hallgrím Jónsson sem yfirvélstjóra


                                                                                                                                    

DETTIFOSS I

                                                                                    Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur


                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktna.


Þessi skjöldur vakti ávallt athygli í forsal fyrsta farrýmis á DETTIFOSSI I En hann var gjöf frá Hindenburg forseta Þýskalands í þakklætisskyni fyrir björgun á áhöfn þýska togarans LÜBECK úr sjávarháska


                                                                         Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
                                                      
DETTIFOSS I


                                                                                              Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Endalok DETTIFOSS ætti að vera öllum fullornum íslendingum kunn en þýskur kafbátur skaut hann svo niður 1945 og þar fór skjöldurinn góði sem var minnismerki um fórnfýsi íslenskra einnig í hafið .Hér má sjá um endalok Dettifoss. Það má líka segja um kaldhæðni örlaganna að bæði  GOÐAFOSS og DETTIFOSS sem voru kölluð "Hamborgarskip" Eimskipafélags Íslands voru skotin niður af þýskum kafbátum Og einnig má hafa í huga að DETTIFOSS var smíðaður með Þýskalandssiglingar í huga. En við nútímamenn verðum að skilja það að þessir þýsku kafbátamenn voru að þeirra áliti að þjóna sínu föðurlandi sem og íslensku sjómennirnir sem mistu lífið í WW 2 voru að gera

DETTIFOSS I

                                                                                                             Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Ég hef hvergi séð um þessar mundir (það getur nú hafa verið gert þó ég hafi ekki sé það) minnst á þetta stórslys íslenskrar Siglingasögu. Varðar hreinlega engan um þessa sögu ??.Er öllum hreinlegs andsk..... sama um hvað íslenskir sjómenn lögðu mikið til að þessi þjóð kæmist úr moldarkofunum í þær hallir sem hún býr í í dag??. Það má ekki rífa "skítakamar" sem jafnvel átti sér enga sögu nema að einhver "heldri maður" gerði þarfir sínar þar.þar á sínum tíma Fyrirgefið orðbragðið.Það hefur engin stétt hérlendis leggið eins lengi óbætt hjá garði  og sjómannastéttin. Sérstaklega þeir sem lögðu sitt líf og lim
að veði í báðum heimstyrjöldunum.

Í WW 2, í viðbót við hinar venjulegu ógnir stóð þess tíma sjómönnum ógn af  kafbátum,tundurduflum og f
lugvélum Á þessum tímum var mörg hetjudáðin drýgð

                                                                                                                                                         © photoship

Það er alltaf verið að halda eingverjar minningarhátiðir fyrir allalags menningarvita. Menning og listir eru nauðsynleg en menn éta það bara ekki og oft þarf peninga til þeirra og þeir hafa oftar en ekki komið beint eða óbeint frá sjómönnum. Og ég er hræddur um að fáir menningarvitar hafi þrífst hérlendis á fg árum hefðu sjómennirnir ekki komið inn í myndina. Þetta þarf unga fólkið sem setur listamaður aftur fyrir nafn sitt að skilja og muna Og það er skylda stjórnvalda að veglega verði minnst þeirra manna sem tóku þátt í þessum hildarleik Og sjá til að þeirra verði minnst með virðingu á þessu ari

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635603
Samtals gestir: 504806
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 09:01:51
clockhere