29.06.2015 20:08
Altmark 4
En Dau skipstjóri ætlaði ekki inn til Þrándsheims
Að hans mati var Altmark ekki herskip heldur þjónustuskip ríkisins sem samkvæmt
þjóðréttarlegum reglum mætti sigla um landhelgi hlutlausra ríkja í friði.En
jafnskjótt og það fer inn í hlutlausa höfn kæmu önnur ákvæði til
framkvæmda og það sérstaklega í þessu tilfelli þar sem
skipið hafði fanga um borð.Það gæti ef til vill leitt til kyrrsetningar. Dau
skipstjóri ákveður því að halda áfram án hafnsögumanns. Í Kristianssund
væri samt rétt að taka hann. Altmark hélt nú áfram ferð sinni og stýrði
með hjálp sjókorta þessa örðugu leið um skerjagarð Noregs og gætti þess vel að vera innan við landhelgina til
þess að öruggt væri að árás yrði ekki gerð á það. Það yrði brot á
alþjóðarétti og mikilvægt hlutleysis brot ef óvinirnir réðust á Altmark
fyrir innan landhelgislínuna. Enn þá sást enginn
Halten viti
Mynd af Netinu © óþekktur
Alla leiðina til Kristianssund sést ekki neitt skip. Þetta sannaði þó ekki það að Englendingar vissu ekkert um.athafnir birgðaskipsins. Ef til vill biðu þeir á einhverjum stað fyrir utan landhelgina, þar sem þeir gætu búist við skipinu, og myndu þar ráðast á það. En fyrir utan Kristianssund var ekki neinn lóðsbát að sjá. Í stað þess kom hinn norski tundurskeytabátur, Trygg, og nálgast Altmark með merkjum. Fékk hann Altmark til að nema staðar og setur út bát sem rær út í birgða skipið. Foringi tundurskeytabátsins, norskur sjóðliðsforingi, kemur sjálfur um borð. Hann spurði kurteislega um stærð skipsins, um áhöfn þess, einnig síðustu burtferðarhöfn og ákvörðunarhöfn og bað um að mega fá að sjá skipið og var honum leyft það.
Kristjanssund
Ánægður yfir því að finna ekkert það, sem orsakað gæti að hann yrði að taka í taumana, fór hann svo aftur frá borði. "Hvernig gengur það með lóðsinn sem ég bað um?" spyr Dau skipstjóri."í Kristianssund er ekki hægt að fá neina lóðsa eins og er" segir norðmaðurinn." Þá fáið þér þegar þér komið til Aalesund. En ég get látið yður fá einn,"bætti hann við vingjarnlega Dau skipstjóri tók þessu boði fegins hendi, því hann vill halda áfram ferðinni hindrunarlaust. Lóðsinn kom svo um borð og skrúfurnar á Altmark fóru aftur á stað. Þessum formsatriðum er nú lokið, hugsaði Dau skipstjóri En hann vissi ekki um skipun yfirmanns annarrar flotadeildar Landhelgisgæslu Norðmanna, C. Tank Nielsen admiráls,(1877-1957) í Bergen. Þessi skipun hljóðaði þannig að beðið skyldi eftir hinu þýska birgðaskipi þegar það kæmi með fangana upp að ströndum Noregs, og skyldi koma skipsins þegar tilkynnt. Þetta halði verið gert fyrir fimm vikum meðan Altmark enn klauf öldur S-Atlantsliafsins í byrjun ferðarinnar.
Norski tundurskeytabáturinn, TRYGG
© photoship
Tundurbáturinn SNÖGG
Þar kom tundurskeytabáturinn Snögg á móti þeim. Norskur sjóliðsforingi, yfirmaður bátsins kom um borð, og sagist, samkvæmt skipunum verða að rannsaka skipi. Dau skipstjóri læt í ljósi mikla vanþóknun á þessu. Það voru hér um bil sömu orðin sem fóru á milli þeirra og í fyrra skiptið þegar Trygg kom. En þessi sjóliðsforingi yfirgefur einnig Þjóðverjana eftir nokkurn tíma, án þess að hafa valdið örðugleikum. En Tank-Nielsen aðmíráll lét sér ekki þetta nægja. Hann vissi af föngunum um borð í Altmark og hafði ásett sér að hindra það af öllum mætti að þeir kæmust til Þýskalands, enda þótt hann hefði engan lagalegan rétt til þess, þar sem Altmark hefur ekki framið neitt brot á alþjóðlegum reglum. Hann fer nú í "eigin persónu" um borð í tundurspillinn Garm til að elta Altmark og náði skipinu í mynni Sognfjarðarins þegar það er í þann veginn að stefna á haf út. Enn einu sinni verður Dau skipstjóri að láta stöðva vélarnar. Hann er nú orðinn gramur. Áður en norski tundurspillirinn hefur náð þeim hafði hann sent skeyti til þýska sendiráðsins í Osló og bað það að láta norsku stjórnina vita um hvað hér væri að ske. Fram hjá Bergen var einungis hægt að sigla að degi til og næstu nótt yrði hann að fara yfir Skagerak, eftir að tungl væri af lofti. Ef hann yrði stöðvaður ennþá einu sinni, þýddi það 24 klukkutíma töf sem gæti orðið örlagarík. Í þriðja skipti kom svo norskur sjóliðsforingi um borð í Altmark. Hann var strangari en hinir og krefst þess að fá að sjá hvað skipið hefur að geyma."Mér þykir það mjög miður!" svaraði Dau skipstjóri. Altmark siglir, eins og þér vitið, undir ríkisfána Þýskalands og ég get þess vegna ekki af góðum og gildum ástæðum leyft yður að rannsaka skipið. Ég býst einnig við að það sé mest áríðandi fyrir yður að fá að vita, hvort skipið sé vopnað eða ekki. Ég skal leyfa yður að fullvissa yður um að skipið er ekki vopnað" Léttu vélbyssurnar höfðu báðar verið teknar niður áður en komið var að Noregsströndum og látnar niður í lest. Fæturnir sem þær höfðu staðið á voru aðeins eftir. En liðsforinginn vill ekki skilja þetta. Hann heldur fast við það að fá að leita í skipinu og bendir Dau skipstjóra á, að hann hafi í leyfisleysi sent frá sér loftskeyti.
Tank-Nielsen aðmíráll (1877-1957)
"Þér eruð hér í norskri landhelgi, og þar eru allar loftskeyta sendingar bannaðar," sagði hann. f þetta skipti er það Dau skipstjóri, sem verður að biðjast afsökunar. Hann vissi ekki að hin norska iandhelgi næði svo langt Auðvitað skyldi þetta ekki koma fyrir aftur. En ég get ekki leyft yður að leita í skipinu." Hinn norski sjóliðsforingi átti ekki annars úrkosta en að fara frá borði án þess að hafa lokið erindi sínu eftir að hafa áður sýnt Dau skipstjóra, eftir beiðni hans sjálfs, hvar landhelgis taikmörk Noregs væru, nákvæmlega, á kortinu "Fyrir myrkur verðið þér að vera kominn út úr norskri landhelgi. Við viljum vera liprir við yður og þér megið fara Feja-OIsen leiðina." Dau skípstjóri þakkar.En lóðsarnir voru ekkert glaðir yfir því að vera út í "Altmark" þessa leið. Þeir eru hræddir við að þegar komið sé út fyrir norska landhelgi geti Altmark hæglega orðið fórnardýr breskra herskipa eða kafbáta Ótti lóðsanna er ekki ástæðulaus.Altmark verður að liggja þarna kyrrt, því fyrir utan Bergen ætluðu Englendingar að sitja fyrir þeim og sigling um norsku landhelgina fyrir utan kastalavirkin um nótt er bönnuð. Það er ekkert annað hægt að gera.
GARM flagg skip Nielsens aðmíráls
© photoship
Breskar flugvélar af Blenheim-gerð fundu skipið
Það var eins og Norðmenn hafi viljað með þessu bæta fyrir það sem þeir fram að þessu höfðu tafið Altmark, svo að það gæti komist næstu nótt gegnum Skagerak. En það var ekki lengur mögulegt vegna tímans og varð að fresta því til næturinnar þar á eftir. En þá var orðin hætta á því að Engiendingar næðu skipinu, því þá var kominn nægilegur tími fyrir þá að safna saman nægilega mörgum skipum til árása. Altmark hélt þannig áfram ferð sinni suður á bóginn með hálfum hraða, alltal fyrir innan hinar norsku landhelgi. Lóðsarnir voru um borð og átti að skipta um þá í Kopervik fyrir norðan Stavanger.Um hádegi þann.16 febrúar var skipið statt beint út af Juerens fyrir norðan Egersund. Ströndin hér er fremur slétt og ekki mikið um sker. Menn voru öruggir um borð og í góðu skapi. Altmark sigldi nú í hér um bil einnar sjómílu fjarlægð frá ströndinni í samfylgd norska tundurbátsins Skarv, sem er á eftir.
Skarvurinn fylgdi á eftir
© photoship
Skipin eru því
langt inn í norskri landhelgi. Allir trúðu því að nú að myndu þeir
ekki lenda í neinum vandræðum framar, því alltaf styttist Ieiðin.
enginn af óvinunum hefur látið sjá sig enn. Það virðist svo sem þeir
viti ekki um fyrirætlanir Altmarks eða hvar skipið var statt. En enginn
skal vera of bjartsýnn. Um kl. 14 komu 3 flugvélar í ljós, sem koma
fljúgandi utan af hafi í lítilli hæð og stefna á Altmark. Þetta
voru breskar flugvélar af Blenheim-gerð. Þær hirtu ekki um hina norsku
landhelgi og fljúga hvað eftir annað í kringum skipið og yfir það eins
og væri verið að ljósmynda það. Á leiðinni hafði verið málað yfir nafnið
Altmark utan á skipinu. Áður en komið var inn í noska
landhelgi hafði Dau skipstjóri aftur látið mála það á. Ennfremur hafði
skipið þýska ríkisþjónustu flaggið uppi. Það hefði því ekki átt að vera
erfitt lyrir Englendingana að þekkja útileguskipið aftur. Eftir
skamma stund hurfu svo flugvélarnar aftur í vesturátt, án þess að hinn
norski tundurbátur gerði neitt til að koma í veg fyrir þetta augljósa
hlutleysi brot. Það er hægt að gruna að Englendingar hefðu
fengið að vita gegn um hinar stöðugu skeytasendingar Norðmanna hvar
skipið væri statt í það og það skiptið. Þetta var upphafið á fjölda
atburða sem allur heimurinn fylgist af athygli með.