24.07.2015 19:56
Jón Steingrímsson III
Jón um borð í einu af skipunum sem hann var á erlendis
Og atvik honum óhagstæð gera það að verkum að hann hættir störfum hjá Eimskipafélagi Íslands.En ekki lætur þessi dugmikli sjómaður árar í bát heldu leita út fyrir landsteinana..Fyrsta erlenda skipið sem hann skráist sem þriðji stm.á hét CHOLUTECA (systurskip Tröllafoss). En skipið var eitt af KNOT skipunum frægu hét fyrst BIGHT KNOT
Hér heitir CHOLUTECA, ESPERANZA
© photoship
Systurskip WILLIAM R TOLBERT
En skipið hafði tekið niðri við Trinidad og botninn stórskemmst Það átti að sigla skipinu til Japan á bráðabirðar hafæriskírteini þar sem rífa átti það. Og áður en það skeði átti áhöfnin að halda til í skipinu meðan ljúka var við nýtt skip ORE NEPTUNE sem Ludwigs var að láta smíða í Kure Japan.
ORE NEPTUNE
© Leo Johannesen
PETROLENE
Eimitt sama skipið og hann var að skoða í Víkingnum nokkrum árum áður. Á þessu skipi ver Jón í rúm tvö ár . Sumarið 1963 ræðst hann sem stm á ORE TITAN.
ORE TITAN.
© Rick Cox
SELÁ I
© T. Diedrich
En ræður sig svo í apríl sama ár á BISKOPSÖ Þar var Jón í rúmt ár. En þar sem svíar taka ekki íslensk skipstjórnarréttindi fullgild fyrr en eftir að teknin hafa verið einskona test ( eins og í mínu tilfelli) varð hann að víkja fyrir svía með full réttindi..
BISKOPSÖ
© söhistoriska museum se
Eftir dvölina þarna dreif Jón sig í að fá full sænsk réttindi sem honum reyndist létt að standast. Eftir það réði hann sig hjá Transatlantis skipafélaginu í Gautaborg Fyrsta skip hans þar var KANANGOORA . Þar var hann í eitt ár.
KANANGOORA .
© söhistoriska museum se
Hann var svo í fríi hér heima síðla sumars 1966 þegar olíuskipið Bera frá f.g skipafélagi lá hér við Lauganestanga og losaði olíu. Þarna vantaði annan stm og af því Jón var við hendina ef svo má að orði komast var hann beðin að taka starfið sem hann og gerði. Og var hann fimm mánuði þar um borð.
Hér hefur BERA fengið nafnið ATHENIAN VICTORY
Eftir það ræðs hann á ALBANY sem var að hálfu í eigu f.g félags og Saléns skipafélagsins. Fór hann þar um borð í í maí 1967. Þarna komst hann aðeins með tærnar inn hjá Salén félagsins sem átti eftir að hagnast honum seinna. Á þessu skipi sigldi hann í þrettán mánuði .
ALBANY
En nú var Transatlantic búið að selja 14 skip og komið í vandræði með fastráðna stýrimenn..Og Jóni var sagt að hann þyrfti að bíða um tíma eftir starfi. Hann setti sig þessvegna í samband við aðra útgerða menn.Þ.á.m íslenska konsúlinn í Helsingborg, útgerðarmanninn. Helge Winck. Jón fór svo á skip hans I.W.WINCK (hef ekki fundið mynd af skipinu) Þarna fór hann eina ferð En það var síðasta ferð skipsins undir sænskum fána.En það hafði verið verið selt til S Ameríku.
TÄRNSJÖ
Eftir það tók hann tímabundið starf á litlu sænsku olíuskipi TÄRNSJÖ sem sigldi á ströndinni þarlendis.Þar gerði hann stutt stans en réðist svo sem yfirstm í afleysningu á HASTING frekar lítið frystiskip.
HASTING
© Chris Howell
POLAR VIKING