20.10.2015 15:08

Siglingar og sjálfstæði

Eigum við aðeins að líta aftur til 19 aldarinnar. Og sjá hve siglingar til og frá landinu tengdust Sjálfstæðisbaráttunni Jón Sigurðsson (oftast kallaður forseti) notaði hvert tækifæri til að hvetja landa sína til dáða í atvinnumálum og lagði ríka áherslu á nauðsyn bættra verslunarhátta og  eflingu sjávarútvegs. Þar var helst von til framfara er gætu skilað þjóðinni í átt að efnahagslegu sjálfstæði. Hann var kosinn þingmaður Ísafjarðarsýslu árið 1844 og sigldi til Íslands sumarið 1845 til þess að sitja Alþingi. Í þeirri ferð heimsótti hann kjördæmi sitt og fundaði  með kjósendum, m.a. á Ísafirði.

Jón ForsetiVar sá fundur vel sóttur og komu þangað menn víðs vegar úr sýslunni. Ásgeir Ásgeirsson frá Arngerðareyri, fæddur 1817, var einn þeirra sem mætti á fundinn og var það upphaf kynna þeirra Jóns. Ásgeir hafði frá unga aldri stundað sjómennsku og var  nemma falin formennska. Skömmu eftir 1840 tók hann við stjórn á þilskipi og var þá ólærður að öllu öðru leyti en því, sem reynslan hafði kennt honum. Haustið 1846 sigldi Ásgeir til Danmerkur til náms í sjómannafræðum og varð fljótt tíður gestur í húsum Jóns. Tókst með þeim vinátta sem hélst meðan báðir lifðu. Er augljóst að Jón hefur haft mikil áhrif á Ásgeir og margar athafnir hans, eftir að hann kom heim aftur, voru í anda hugmynda Jóns og eflaust með hans hvatningu.

Ásgeir"skipherra"                                                                                                     © Ljósmyndasafn ÍsafjarðarÁsgeir átti stóran þátt í uppbyggingu þess þéttbýlis sem myndaðist á Skutulsfjarðareyri og það er því rétt að fylgja hér aðeins lífshlaupi hans, ekki síst til að draga fram hlut Jóns Sigurðssonar í þeirri uppbyggingu. Ásgeir lauk skipstjórnarnámi námi vorið 1847 og sigldi heim á þilskipi sem hann hafði fest kaup á í Danmörku. Þá um sumarið sigldi Jón einnig til að sitja þing. Aftur lagði hann leið sína vestur og hélt m.a. fund á Ísafirði þar sem hann kom inn á mjög mikilvægt mál sem var bætt meðferð fisks og verkun sjávarafla. Að hans dómi var brýn nauðsyn á umbótum í þessum efnum því ekki væri allt fengið með því að færa sem mestan afla að landi.
                                                                                                                                       © Ljósmyndasafn Ísafjarðar
Ekki skipti minna máli að varan væri eftirsóknarverð vegna gæða. Vísasti vegurinn til að fá hátt verð fyrir fiskinn væri að vanda á allan hátt meðferð hans og verkun. Hvatti Jón Vestfirðinga til að hafa forystu um bætta fiskverkun og var niðurstaðan sú að á fundinum var kosin fiskverkunarnefnd sem vann svo að málinu í samstarfi við kaupmenn á staðnum. Skilaði þetta sér í mun betri vöru og treysti aðstöðu Íslendinga á saltfiskmarkaðnum. Þótti vestfirskur saltfiskur bera af öðrum saltfiski og var eftirsóknarverð vara á útlendum mörkuðum. Byggðu aðrir landsmenn síðan á þessari reynslu og kunnáttu.  Eftir heimkomuna hélt Ásgeir þilskipi sínu til hákarlaveiða enda hagnaðarvonin þar mest. Ekki leið á löngu þar til hann tók að leita fyrir sér um möguleika á að stofna félagsskap um verslun og útgerð á Ísafirði. Ræddi hann einkum við bændur í Djúpinu og tóku margir líklega í málaleitan hans. Má telja sennilegt að  Jón og Ásgeir hafi unnið saman að undirbúningi þessa máls því tilraun Ásgeirs var í fullu samræmi við skoðanir og vilja Jóns, sem hvað eftir annað hafði rætt og ritað um verslunarsamtök. Þegar kom að því að ganga formlega frá stofnun verslunarfélagsins, tóku menn hins vegar smám saman að skerast úr leik enda höfðu kaupmenn á Ísafirði, sem allir voru danskir, brugðist við hættunni með því að fara um sveitir þar sem þeir hittu bændur og skorti þar víst hvorki að fögur orð og girnileg fríðindi væru í boði. Ásgeir brást við þessu mótlæti með því hlaða skip sitt með fiski sjálfs síns og þeirra fáu útvegsbænda sem forsjá hans vildu hlíta, og lét í haf. Gerði hann góða ferð, hafði vetursetu í Danmörku og kom næsta vor til Ísafjarðar með töluverðan varning fyrir sjálfan sig og aðra. Haustið 1851 sigldi hann aftur utan með fisk og lýsi og kom heim vorið 1852, hlaðinn varningi, og opnaði sölubúð í Miðkaupstað á Ísafirði. Fór hún smám saman vaxandi eftir því sem árin liðu en samhliða rak hann útgerð og verkaði jöfnum höndum hákarlalýsi og saltfisk.Ásgeir "skipherra" eins og hann var oftast nefndur lést árið 1877 En hann lét eftir sig son Ásgeir Guðmund 

Ásgeir G Ásgeirsson

                                                                                                  © Ljósmyndasafn Ísafjarðar


Ásgeir yngri ólst upp hjá foreldrum sínum, var í æsku við verslun föður síns á Ísafirði á sumrum, en á skrifstofu hans í Khöfn á vetrum. Ásgeir "skipherra" virðist  snemma hafa ákveðið að hann skyldi taka við at sér, og tit þess að gera hann að duglegum kaupmanni, hafði hann sina einkennilegu aðferð. Að eins 12 ára gamlan tók hann fyrst son sinn með sér til útlanda. og tét hann jafnan lylgja sér, lét hann horfa á stórsjóana og kendi honum að stýra skipmu, enda varð hann mjög laginn sjómaður, þótt kaupmaður væti. í Kaupmannahöfn keypti hann svo fyrir son sinn stóra kistu fulla at ýms. um vamingi, sem hann varð sjáltur að selja, þegar heim kom. Þetta er nú orðinn langur formáli að sögu fyrstu gufu knúnu kaupskipum í íslenskri eigu.Og nú erum við loksins komin að fyrsta íslenska kaupskipaútgerðarmanninum Ásgeir G Ásgeirssyni  frh 
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 377
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 3879121
Samtals gestir: 532555
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 22:14:50
clockhere