20.03.2016 16:08

Es Selfoss I

Að morgni þess 30 jan 1956 sigldi eitt al farsælasta kaupskip íslenska kaupskipaflotans sáluga fyrr og síðar, Es SELFOSS I út úr Reykjavíkurhöfn á vit örlaga sinna í Ghent (Hollandi) Í Mogganum þ 1 febr 1956 er þetta skrifað m.a á bls 9 Það hefði verið skemmtilegt ef að velritfær maður hefði fyrir nokkrum árum skrifað sögu þessa einstaka skips. En flestir þeirra dugandi manna sem skipuðu áhöfn þess hverju sinni eru nú gengnir á vit sinna örlaga.Mér hefur dottið í hug að stofna velunnarsíðu um skipið á fésbókinni. En menn virtast yfirhöfuð hafa lítinn áhuga á "gömlum íslenskum farskipum" Það er sennilega meira "fiskimannablóð" í æðum íslenskra sjómanna. En snúum okkur að "Happaskipinu" Es SELFOSS

Hér heitir skipið VILLEMOES


                                                                                                                                                    Úr mínum fórum © ókunnur


Skipið var smíðað í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem VILLEMOES Fáninn var danskur; Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m.Íslenska landstjórnin kaupir skipið 1917 En Eimskipafélag Íslands sá um útgerð skipsins 1928 kaupir félagið svo skipið og og gefur því nafnið SELFOSS, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956

Hér WILLEMOES

                                                                            Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur


Hann var eitur í beinum skipuleggenda skipalesta í WW 2. Oft var það svo að á kveldi dags hafði hann dregist það afturúr þeim að hann sást varla. Þegar svo birti var hann mættur fremstur í flokki, Lestirnar hægðu alltaf á sér um nætur en Selurinn var á sínu "Full spead ahead" allan sólarhringinn 


Þó hraðinn hafi ekki verið meir en 7-8 mílur hefur þessi staða verið oftast á "telegraffinu" Full spead ahead
Einnig kvartaði sjálfur Churchill yfir gangleysi skipsins,  Það tefði skipalestirnar og ef því héldi áfram myndi styrjöldin dragast alltof mikið á langinn. Og gangleysi skipsins vakti líka grunsemdir hernámsyfirvalda hér um að skipstjórinn (Þá Egill Þorgilson) væri í sambandi við óvinnn. Þetta gekk svo langt að til stóð að senda mann með skipinu til að njósna um hann. En sá sem valdist til starfsins neitaði og sagði að ekki kæmi til mála að njósna um sína landsmenn

Hér WILLEMOES


                                                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseets dk

Siglingar íslenskra sjómanna í seinni heimstyrjöldinni og sú fórnfýsi sem þeir sýndu mega ekki gleymast Og þar finnst mér eiginlega  fremstur meðal jafninga þetta litla skip Es Selfoss, Skipið sigldi báðar heimstyrjaldirnar án mikilla áfalla, "Selurinn" þótti nú engin gangstroka. Lullaði svona 7- 9  kannske 10 mílur í góðu rensli. Selfoss "skutlaðist"  tvær ferðir til USA og tvær til Canada 1941.Hann sullaðist þetta í rólegheitum, Sama hvort Churchill væri eitthvað að rifa sig

Hér Selfoss


                                                                                         Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktu

Hafnbann þjóðverja 1941


                                                                                                             Mynd fengin að láni úr bókinni "í skotlínu" með leyfi


Selfoss I var virkilega merkilegt skip. Þeir sem ég þekkti sem kannske ekki voru svo margir og höfðu verið á honum hældu honum. Þetta skip komst allra sinna ferða með fólk og farm sama á hverju gekk. Öldur N Atlandshafsins, heimstyrjaldir, (hann tók þátt í 2) ekkert raskaði ró hans. Hann sullaðist þetta bara um á sínum 7--8 mílum

SELFOSS


                                                                                                                                        Mynd úr mínum fórum © Ókunn

Eins og fyrr sagði kenndi Churchill honum jafnvel um  hve orustan um Atlandshafið drægist mikið á langinn Hann er sennilega eina íslenska kaupskipið sem hefur raskað ró ráðamanna annara landa.Hann bar ýmis gælunöfn t.d. "Selló" "Selurinn " og jafnvel "blessaður svanurinn" 


SELFOSS


                                                                                                       Mynd úr mínum fórum © Ókunnur 


Sigling SELFOSS í "skipalestinni" SC-122 í mars 1943 var lengi í minnum höfð Þátttaka hans í þessari lest átti sér  töluverðan aðdraganda Á þessum tímum þegar rými kaupskipa var dýrmætt var venja að hlaða skipin vel en eftirlit með hleðslumerkjum lítið sem ekkert. SELFOSS var hlaðinn timbri.Og var hátt staflað á dekkið. "Selurinn" var því mjög þungur á sér þegar hann lagði af stað frá Halifax heimleiðis í annari skipalest hálfum mánuði áður Ekki hafði lestin farið langt þegar brast á vitlaust veður.Og allt lagðist á eitt. Kolin sem skipið hafði fengið voru léleg og reyndust nú algert rusl sem illa logaði í

SELFOSS

                                                                                                                                       Úr mínum fórum © Ókunnur


Og ekki hraðaði það ferð skipsins Önnur skip týndust í burtu og var Selurinn orðinn einn. Ísing hafði hlaðist á dekklestina svo skipið lagðist á stb síðuna.Strax og veður fór að ganga niður fóru allir skipverjar út að berja ís af skipinu.Augljóst var að um áframhaldandi ferðalag var ekki um að ræða Svo skipinu var snúið við til Halifax. Næstu daga unnu skipverjar við að berja ís af skipinu.Timbrið á dekkinu hafði blotnað og þyngst það mikið að ekki var unnt að koma skipinu á réttan kjöl Helmingurinn af dekklestinni var því losaður Að því loknu var þungi farmsins sá sami og í upphafi.Þetta tafði SELFOSS um hálfan mánuð en nú var ekkert að vanbúnaði fyrir skipið að taka þátt í næstu lest sem var SC-122. Hann seig því af stað á ný með sinni þekktu varkárni.Á ýmsu gekk í siglingu þessarar lestar sem of langt er að rekja hér. SELFOSS hafði seiglast svona nokkurn veginn með skipalestinni til að byrja með.

Hérna sést sigling SC-122 og svo sólósigling SELFOSS til Íslands í mars 1943


                                                                                                                          Kortið er fengið úr bókinni "Í skotlínu" með leyfi


Oft var hrópað húrra fyrir skipinu á morgnana ,því á kvöldin var hann langsíðastur í lestinni.En þegar birti á morgnana var hann orðin alfremstur Hann sullaðist alltaf sínar 7-8 sjml en lestin hægðist á sér á nóttina. 17 mars var komið vitlaust veður aftur og fór dekklestin þá að aflagast aftur Þá var skipinu beitt "uppí" og andæfði það svo upp í veðrið. Þegar veðrinu slotaði var skipalestin horfin sjónum þeirra SELFOSS, manna.Tveim dögum seinna hittu þeir breska korvettu sem ráðlagði þeim þeim að hætta að leita að lestinni og sigla burt af þessu svæði. Og var nú stefnan tekin á Reykjanes einskipa. Sex dögum seinna komst svo skipið klakklaust til Reykjavík Eftir 1000 sml siglingu í gegn um eitt mesta kafbátasvæði á N-Atlantshafi í WW2

Þessi mynd er úr grein Gissurar


Hér má lesa um eina ferð skipsins í WW2 skrifuð af vel ritfærum manni.Gissuri ó Erlingsyni sem var loftskeytamaður þessa ferð Einnig gerir Jón Steingrímsson fv skipstj skipinu góð skil í bók sinni "Kolakláfar og Kafbátar" Við samningu á þessari færslu er stuðs við bók Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttir "Í skotlínu" (1992)  Bók sem allir íslenskir sjómenn ættu að ná sér í og lesa Og  einhvern tíma heyrði ég að Gullfoss hafi mætt "blessuðum svaninum" tvisvar á útleið Þ.e.a.s Gullfoss þá á leið til Kaupmannahöfn mætti honum í Skagerak. Sigldi hann svo uppi á heimleið og mætti honum aftur á N-Atlantshafinu.Eitt af síðustu frægðarverkum hans var svo þegar hann dró svo "bróðir"sinn Lagarfoss I til hafnar í Frederikshavn í mars 1949 þegar Lagarfoss var að syngja sinn svanasöng með brotinn skrúfuöxul


Árni Riis (1882-1960) Sigldi skipinu heim í byrjun


Júlíus Júníusson (1877-1973) var með skipið 1918-1921

Ingvar Þorsteinsson skipstjóri (1875-1949) Var með skipið 1921-1922

Pétur Björnsson (1887-1978) var með skipið 1922-1928


1926-1928 að Eimskipafélag Íslands kaupir skipið og gefur því nafnið SELFOSS stjórnar Ásgeir Jónasson skipinu

Þessir menn sigldu skipinu í WW 2 ásamt sínum dugmiklu áhöfnum. Þessum mönnum og öllum þeim sem tóku þátt í þess tíma siglingum farmönnum sem og fiskimönnum megum við íslendingum aldrei gleyma. Og minnast þeirra ávallt með mikilli virðingu


Ásgeir Jónasson (1884-1946) var fyrsti skipstjórinn á skipinu hjá Eimskipafélagi Íslands og var með það 1928-1941

Næsti skipstjóri á Selfossi var Sigmundur Sigmundsson (1890-1979) sem var með skipið 1941-1948

Egill Þorgilsson (1895-1980) var yfirstm á skipinu á árunum 1930-1948 og gengdi oft skipstjórn á því á þeim árum Og var skipstjóri á því fræga ferð 1943

Eftir Stríð voru það þessir menn

Eymundur Magnússon (1893-1977) svo 1948-1952

Sigurður Jónsson (1899-1963) frá 1952-1965SELFOSS á Dalvík

 

                                                                                                                                                © Þráinn Hjartarson.

Hér má lesa skemmtilega grein eftir Harald Ólafsson fv skipstjóra sem var yfirstm á skipinu um tíma
Hér má lesa um fyrstu árin í íslenskri eiguFlettingar í dag: 261
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 503
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 3544794
Samtals gestir: 491876
Tölur uppfærðar: 25.3.2019 04:59:07
clockhere