14.11.2016 20:48

Torrey Canyon I

Þ 18 mars næstkomandi eru 50 ár liðin frá hinum hryllilega atburði þegar "supertankarinn" Torrey Canyon strandaði við Scillieyjar og 119,000 tonn af hráolíu lak úr skipinu í sjóinn  Þ 19 febr 1967 lagði það at stað frá  Kuwait National Petroleum Company  í Al Ahmadi  Kuwait með fullfermi af hráolíu til Milford Haven í Wales  UK Skipið kom við á Canary eyjum á leiðinni þ 14 mars  Rugiati skipstjóri setti stefnuna 4 mílur V af Scillieyjum                                                                                                                     © photoship

Skipinu var með sjálfstýringu (autopilot). Að kvöldi 17 mars athugaði skipstjóri stað skipa-sins og fann að það var á réttri leið Þegar hann for í koju þá nótt um kl 0300 bað hann um að vera vakinn ekki síðar en 0600  Bjóst það við að hafa Scillieyjar á radarnum einhverstaðar framundan  á stb
En í staðinn upgötvar yfirstm þær framundan á bb í staðinn Sterkur straumur hafði þvingað skipið til norðurs Yfirstm breytti nú stefnu frá 18°til 12°Þegar skipstjóri er svo vakinn setur hann aftur á stefnu 18° Hann ætlar sér gegn um djúpt  sund milli  Scillieyja og Seven Stones reef
                                                                                                                    © photoship

Klukkustund síðar, slekkur Rugiati á sjálfstýringu, breitti stefnu skipis í kring í 0 ° og kveikt á sjálfstýringu aftur. Stm á vakt gat greinilega séð að Torrey Canyon var þegar komin alltof nærri Seven Stones. Hann benti á það Kl 0848 mars 18. Upplýstur um vandann, var Rugiati, sem enn var syfjaður eftir aðeins þiggja klst svefn,skipaði hart til bakborða.


                                                                                                                        © photoship

 
Torrey
Canyon bara beygði ekki. Rugiati hélt að öryggi væri farði  Það reyndist ekki vara Þá þóttist hann viss um að dælur við stýrisvél hefði bilað Þegar hann svo ætlaði að hringa niður í vél valdi hann rangt númer og fékk eldhúsið Þar sem einn af kokkunum svaraði "Ó skipstjóri morgunverður yðar er tilbúinn" En svo komst Rugiati að hinu sanna skiftistöngim fyrir on og off var laus Sjáf-lfstýringin hafði ranglega verið skilið eftir á on. Skipstjóri gerði nú örvæntingarfullar tilraunir til að forðast rifið Reef. Nú hafði hann skynjað yfirvofandi hörmung. Öll viðbrögð frá hans hendi voru bara of sein. Skipið rekst á Pollard's Rock á fullum hraða. Þar sem rifið rífur göt á sex af 18 farmtönkum þess. Þótt reynt sé að taka á með fullum krafti afrurá hafði það engin áhrif. Botninn var eiginlega  rifið úr Torrey Canyon.Skipið hafði ekki nýjustu kort eða töflur fyri svæðið við Scillieyjar Skipið notað Loran, en ekki nákvæmara tæki svo sem Decca Navigator. En snúum okkur nú aðeins að skipinu sjálfu

                                                                                                                 © photoship

Skipið var smíðað hjá Newport News SB í Newport News USA 1959 sem: TORREY CANYON  Fáninn var: Libería Það mældist: 38562.00 ts, 65920.00 dwt. Loa: 246.90. m, brd 31.70. m Skipið var endurbyggt 1965 og mældist þá 61263.00 ts 118285.00 dwt Loa: 296.90m  Gamli franparturinn var svo notaður sem prammi undir nöfnumum: 1965 TORREY CANYON - 1972 IFRIKIA - FPSO III  Skipið sjálft gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami en örlög þess er að finna hér á síðunni Þess má geta að þegar skipið var smíðað í USA var það stæðsta tankskip sem þar hafði verið smíðað Skipið var einnig það fyrsta af svokölluðum "supertankers" sem fórst

Það kemur meira

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 472
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 3879875
Samtals gestir: 532658
Tölur uppfærðar: 2.6.2020 07:04:44
clockhere