Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


20.05.2017 20:08

Sjómannadagur

Nú eru 18 dagar til Sjómannadags, Dags  þar sem þeirra sjómanna er minnst  sem bíðu ósigur í lífsbaráttu sinni. Menn sem fórnuðu lífi sínu til að brauðfæða þessa þjóð.Þá er manni hugsað til þeirra sem siglu heimsálfa á milli á litlum skipum í WW2 Menn sem sáu um að mannlíf hér á landi hélst lifandi og færðu björgina heim Eftir að fiskimennirnir höfðu aflað galdeyrirnum til að kaupa hana. Að mínu mati er ekki hægt að gera upp á milli Farmanna og Fiskimanna hvað uppbyggingu þjóðlífs á landinu varðar En samnefnið er einfaldlega Sjómenn.
Það eru dimm ský á lofti í málefnum þeirra í dag og þessvegna þarf þjóðin að sýna þeim samstöðu á baráttu degi þeirra. Það vita allir að Farmannastéttini er að blæða út og er í andastlitrunum.Hver á sökina veit ég hreinlega ekki alveg. Þó mig gruni margt. En ég var í sjálfskipaðri útlegð í 15 ár og hef því ekki þá þekkingu á þessum málum að ég geti tjáð mig um það. En að aðalerindinu Frumkvöðlarnir hvað skip varðar. Þá er fyrst að telja þetta skip sjálft "Óskabarnið" (mig minnir að þetta nafn hafi byrjað þá þessu skipi en svo flutts yfir á fyrirtækið er frá leið) Gullfoss Það var byggt hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1414,0  ts 1200,0 dwt Loa: 70.10,m brd: 10.70 Farþegar 74.,Skipið var kyrrsett í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörk  9 apríl 1940,


Esja sem fór í hina frægu Petsamoferð,Áhöfnin kom svo heim um haustið með Esjunni í hinni frægu Petsamoferð, Skipið "fannst"svo í Kiel eftir stríð 1945 í slæmu ástandi. Eimskip hafði fengið tryggingafé skipsins greitt og hafði því ekki lengur umráð yfir því En félagið var að hugsa um að fá skipið til baka en það reyndist ekki borga sig enda var þá bygging á nýju skipi komin á koppinn., 2 íslendingar keyptu skipið og komu því til Gautaborgar og léta gera það upp. Þegar því var lokið seldu þeir Skipafélagi Föroyja í Færeyja skipið. Og fékk skipið þá nafnið Tjaldur. Það var selt til Þýskaland og rifið 1953 og þá undir nafninu Tjaldur gamli
Hér nýr:


Hér mætast þeir félagar Sá gamli og nýji Gullfoss
Næsta skip átti stutta og sorglega sögu Skipið var byggt hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 einnig  fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1374.0 ts 1575.0 dwt.Loa: 69,0 m brd: 10,70 m. Farþegar 56. Þess má geta að Goðafoss var 1sta íslenska skipið sem búið var loftskeytatækjum Endalokin voru sorgleg hvað skipið varðaði. Það strandaði við Straumnes 30-11-1916 og var þar til Síðast þegar ég vissi mátti sjá leifar af skipinu á strandstaðnum
Goðafoss nýr


Næst er skip sem byggt var hjá Nylands Verksted í Kístianíu Noregi1904 sem Profit fyrir þarlenda aðila Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1917 og skírir Lagarfoss. Það mældist: 1211 ts 1600 dwt.Loa:68.60 m brd: 10,30 Farþegar 32 Skipið var rifið í Kaupmannahöfn 1949Næst er það skip sem bygt var hjá Burmeister & Wain Kaupmannahöfn Danmörk 1911 sem Manchioneal fyrir noska aðila Það mældist: 1654,0 ts 2010,0 dwt Loa: 77.80 m brd: 10.90 m Eimskipafélag Reykjavíkur kaupa skipið 1934 og skíra Reykjafoss Skipið er selt til Tyrklands 1949 og skírt Nazar 1955 fær það nafnið Cerrahzade. Það var rifið í Tyrklandi 1967

Næst er skip sem var byggt hjá Haarlemsche Sceheepswerf Haarlem Hollandi 1919 sem Merwede fyrir þarlenda aðila. Áður en það var afhent frá skipasmíðastöðinni fékk það nýtt nafn Amstelstroom. Það mældist 1451.0 ts 2060.0 dwt. Loa: 82,30 m brd: 11,0 m Skipið var búið 2 gufuknúnum krönum og mun hafa verið 1sta íslenska skipið með þann útbúnað.1934 kaupir skipafélagið Ísafold skipið og skírir Eddu. Eimskipaféla Íslands kaupir öll hlutabréf í Ísafold 1941 og fylgir skipið með í kaupunum Það er þá skírt Fjallfoss  1951 er skipið selt til Ítalíu og fær nafnið Siderea 1957 selt til Saudi Arabíu og fær nafnið Ommalgora. 1968 setl þar innanlands og fær nafnið Star of Taif .Skipið þótti orðið úrelt 1983 og var sökkt út af JeddahFlettingar í dag: 163
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 515
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 3228559
Samtals gestir: 459114
Tölur uppfærðar: 24.5.2018 03:23:05


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere