05.11.2017 08:19

Gullfoss I

GULLFOSS I kom til Reykjavikur Þ 16 apríl 1915.Mig minnir að þetta "óskabarns" nafn hafi fyrst tilheyrt .þessu skipi en svo færst yfir á félagið. sjálft. En þetta getur nú verið misminni. Í tilefni komu skipsins voru mikil hátíðarhöld  En í frásögn Morgunblaðsins af komu þess segir m.a "Hvar er Danmark? Hvar er »Dannebrog« ? spurðu menn hvern annan og gláptu á Gullfoss. Hvar eru þjóðernismerkin, sem skip verða að hafa til þess að Þjóðverjar skjóti þau eigi í kaf?Jú  við nánari athugun sáust merki eftir rauðar og hvítar randir niður við sjómál á skipinu. Dönsku þjóðernistáknin höfðu verið afmáð í Vestmanneyjum, en sjórinn hafði þvegið hið neðsta af aðeins til þess að sýna, að þau hefðu verið þar einu sinni.Þá er að minnast á fánana á Gullfossi.Efst við sigluhúna blöktu einkennisfánar félagsins  blár kross (Þórshamar) á hvitum feldi og ýmsar skrautveifur teygðust niður að þilfari. í afturstafni var Dannebrog póstfáni. Málað var yfir dðnska þjóðernistáknin á hliðum skipsins, svo sem fyr er sagt, og skal þar ekki fleiri orðum að vikið. En í landi blöktu margir danskir fánar  og var það skiljanlegt og fyrirgefanlegt af þeim er danskir eru þótt þeir veifi sinnar eigin þjóðar fána. En íslendingum,bornum og barnfæddum hér  er það eigi afsakanlegt að vilja heldur sýna lit annara þjóða en sinnar eigi" Svo mörg voru þau orð Morgunblaðsins Þarna lá andi Ungmennafélagana í lofti. Í dag er maður jafnvel bendlaður við ofstækismenn í ónefndu landi ef maður lætur eitthvað upp í anda ungmannafélagana.þessara ára


Innanlands var bláhvíti fáninn notaður án þess að menn hefðu áhyggjur af löggildingu hans þar til árið 1913 að ofurnákvæmur danskur skipherra lagði hald á einn slíkan sem maður hafði haft uppi í árabát innan hafnar Reglufesta skipherrans olli uppnámi í Reykjavík og þusti fólk til og flaggaði bláhvítum fánum hvar sem þá var hægt að festa Í framhaldinu krafðist nú Alþingi löglegs fána til innanlandsnota og var það samþykkt árið 1915, reyndar með þeirri breytingu að rauðum krossi var bætt inn í þann hvíta

Svona leit forsíða Ísafoldar út 17 apríl 1915


Gullfoss I

                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn 1915 fyrir hið nýstofnaða Eimskipafélag Íslands. Það mældist 1414,0  ts 1200,0 dwt Loa: 70.10,m brd: 10.70 Farþegar 74.,Skipið var kyrrsett í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörk  9 apríl 1940, Áhöfnin kom svo heim um haustið með Esjunni í hinni frægu Petsamoferð, Skipið "fannst"svo í Kiel eftir stríð 1945 í slæmu ástandi.Eimskip hafði fengið tryggingafé skipsins greitt og hafði því eki lengur umráð yfir því En félagið var að hugsa um að fá skipið til baka en það reyndist ekki borga sig enda var þá bygging á nýju skipi komin á koppinn., Tveir íslendingar keyptu skipið og komu því til Gautaborgar og láta gera það upp. Þegar því var lokið seldu þeir Skipafélagi Föroyja í Færeyja skipið. Og fékk skipið þá nafnið Tjaldur. Það var selt til Þýskaland og rifið 1953 og þá undir nafninu Tjaldur gamli 
Eini fasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Sigurður Pétursson skipatjóri

Sigurður Pétursson (1880-1956)

Með Haraldi Sigurðssyni sem yfirvélstjóra. Sem var á skipinu allan tíman eins og Sigurður

Haraldur Sigurðsson (1883-1954)
Gullfoss I við Vestmannaeyjar

 

Gullfoss I                                                                                                                            © Sigurgeir B Halldórsson
Tvö fyrstu skip Eimskipafélags Íslands GULLFOSS OG GOÐAFOSS

                                                                        Úr safni Hlöðvers  Kristjánssonar
Sigurður Pétursson og danskur hafnsögumaður á stjórnpalli GULLFOSS I

                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Ef maður flettir Mogunblaðinu þ 13 ágúst 1944 blasir þessi frétt við manni

,
Ekki stóðu nú þjóðverjar við loforðin sem gefin voru samkvæmt fréttinni enda töpuðu þeir stríðinu

Skipið var ílla farið eftir stríðið þrátt fyrir loforð um annað


                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Þarna má sjá þá GULLFOSS II  og TJALDUR ex GULLFOSS I


                                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 289
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 412
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 3878850
Samtals gestir: 532493
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 16:56:15
clockhere