05.11.2017 20:50

Thorefélagið

Ein og fyrr sagði fæddist Þórarinn Erlendur  Tulinius á Eskifirði þann 28. júlí 1860, sonur Carls Daniels Tuliniusar kaupmanns og konsúls þar og konu hans Guðrúnar Þórarinsdóttur. Ungur að árum var Þórarinn Erlendur sendur til Danmerkur í Hróaskelduskóla, eftir fjögura ára nám þar hóf hann að stuna verslunarfræði í Faaborg á Fjóni. Eftir fjögura ára nám þar hélt hann til föður síns á Eskifirði og starfaði við fyrirtæki hans á hverju sumri fram til 1886.

Þórarinn Erlendur  Tulinius  
Á vetrum var hann erlendis, við framhaldsnám í verslunarskóla og til frekari þjálfunar í verslunarfræðum.  Árið 1887 settist Þórarinn Erlendur að í Kaupmannahöfn og átti þar síðan heima til æviloka. Í Danmörku tók hann upp þann hátt að skrifa sig Thor E. Tulinius, og það nafn notaði hann jafnan eftir það. Árið 1889 stofnaði Þórarinn eigið fyrirtæki, umboðs- og heildverslun, og gerðist einkum umboðsmaður íslenskra kaupmanna. Fyrirtækið var smátt í sniðum í byrjun, en viðskiptin uxu brátt. Leið ekki á löngu uns Þórarinn hóf jafnframt umboðssölunni verslunarrekstur á Íslandi.

Mjölnir

                                                                                   © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Árið 1899 kaupir hann verslun bróður síns Carl Andreas Tulinius á Fáskrúðsfirði, keypti síðan verslun á Hornafirði og aðra á Akureyri. Eftir lát föður síns  árið 1905, festi hann kaup á verslun hans á Eskifirði. Þessar fjórar verslanir rak hann lengi, jafnhliða öðrum umsvifum. Einnig rak hann eigin skipakost til vöruflutninga. Árið 1903 var að hans forgöngu stofnað í Kaupmannahöfn nýtt hlutafélag sem fyrst og fremst skyldi einbeita sér að gufuskipaferðum milli Íslands og annarra landa. Nefndist félag þetta "A/S Dampskibsselskabet THORE".

KONG HELGE


                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sjálfur var Þórarinn langstærsti hluthafinn og frá upphafi aðalforstjóri og lífið og sálin í fyrirtækinu. Um áramótin 1912-1913 lét hann af forstjórastarfi þar,  enda höfðu Danskir menn þá náð fullum yfirráðum í félaginu. Hlutafélagið tók við skipum hans Perwie og Mjölnir, og keypti til viðbótar Kong Inge og Skotland, og strandaði það síðarnefnda fyrsta árið við Færeyja. í stað þess keypti félagið Kong Tryggve , og síðar bættust  Kong Helge við.

KONG TRYGGVE


                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Auk þessara skipa hefir félagið haft til jafnaðar 3 til 4 leiguskip í förum hingað til lands. í vetri var varð félagið fyrir þvi óhappi að missa Kong lnge og Kong Tryggve  í vetrarferðum fyrir norðan land. En í stað þeirra voru svo keypt  eimskipin SterIing og lngólf  en þau þóttu þess tíma hraðskreið og góð skip, og er einkum  þótti Sterling gott farþegaskip Það má geta þess í framhjáhlaupi að allir fyrstu skipstjóranir hjá Eimskipafélagi Íslands höfðu fengið sína þjálfum í Íslandssiglingum hjá Thorefélaginu .                                                                                            SCOTLAND               

                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Fr. Holme hét danskur stórkaupmaður sem snemma hafði gerst helsti lánardrottinn Gránufélagsins. Vegna mikilla skulda félagsins fékk hann brátt veð í öllum eignum þess og varð loks aðaleigandinn og hlaut að annast reksturinn. Þeir Holme og Thor E. Tulinius ákváðu nú að hefja samstarf um verslun og útgerð á Íslandi, stofna í því skyni nýtt hlutafélag og láta allar hina íslensku verslanir sínar renna inn í það.

STERLING                                      

                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hinn 18. sept. 1912 var stofnað hlutafélagið "De forenede Islandsforretninger" Hinar sameinuðu íslensku verslanir. Skyldi fyrirtækið reka verslun og fiskveiðar á Oddeyri við Eyjarfjörð, á Siglufirði, í Haganesvík, á Grafarósi, á Sauðárkróki og á Austfjörðum á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og Borgarfirði. Hlutaféð var upphaflega 500 þús. kr. En brátt aukið í 700 þú. kr. Í stjórn félagsins voru þrír stórkaupmenn, Fr. Holme, Thor E. Tulinius og Hans H. Styhr. Framkvæmdarstjórar voru þrír, einn í Danmörku og tveir á Íslandi. Íslensku framkvæmdastjórarnir voru Otto Tulinius á Akureyri, bróðir Þórarins, og Jón C.F. Arnesen á Eskifirði sem stjórnað hafði verslun Tuliniusar þar.

Hér er STERLING á ytrihöfn Reykjavíkur Við komu Friðrilks VIII 1907


                                                                               © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Rekstur þessa stóra fyrirtækis gekk vel fyrstu árin. Árið 1918 var ákveðið að auka hlutafé þess úr 700 þús. kr. Í 1,5 millj. kr. Á því ári keypti Sameinaða eina stærstu og grónustu verslun á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði, ásamt útibúum hennar. Auk áður talinna verslunarstaða á Norðurlandi og Austfjörðum rekur félagið um þessar mundir verslun, skipaútgerð og iðnað á Ísafirði, Flateyri, Bolungarvík, Hesteyri, Arngerðiseyri og Látrum í Aðalvík. Skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri bættust í hópinn hjá Sameinaða verslanir sem átt hafði Louis Zöllner kaupsýslumaður í Englandi. Var Sameinaða tvímælalaust langstærsta verslunarfyrirtæki sem nokkru sinni hafði starfað hér á landi eftir einokrun, með verslunarrekstur á um 20 stöðum í þremur landsfjórðungum og mikla útgerð að auki. En kreppa sú, sem tók að gera vart við sig fljótlega eftir lok styrjaldarinnar og fór smá saman harðnandi, lék mörg verslunar- og útgerðarfyrirtæki grátt. Þar á meðal voru "Hinar sameinuðu íslensku verslanir". Árið 1925 reyndist fyrirtækinu afar þungt í skauti. Þá var dræm sala á íslenskum afurðum og tölvert verðfall. Næsta ár fór kreppa þessi vaxandi, íslensk vara seldist seint og á mjög lágu verði. Þetta ár komst Sameinaða í þrot og var gert upp með miklu tapi á árunum 1926-1930. Missti Þórarinn E. Tulinius þar allar eignir sínar.Síðustu ár ævi sinnar átti Tulinius við þröngan kost að búa, en hélt að sögn kunnugra manna virðingu sinni og reisn allt til hinstu stundar. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 10. nóvember 1932, 72 ára að aldri. Hann var kvæntur danskri konu, Helgu dóttur Frich vélaverksmiðjueiganda í Árósum. Heimili þeirra hjóna var hið mesta höfðingsheimili og voru þeir Íslendingar ófáir sem nutu þar gestrisni og alúðar. Það er margt óskrifað enn um þennan merka mann. Ég mun "tutla" meiru innn hér um hann. Og vil taka það fram að góður vinur minn Guðmundur Sveinsson  fv umboðsmaður Ríkisskip á Norðfirðið hefur heldur betur verið mér haukur í horni við þessi skrif. Matað mig á ýmsum fróðleik um þann mæta mann Þórarinn E Og kann ég Guðmundi miklar þakkir fyrir
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 337
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 412
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 3878898
Samtals gestir: 532497
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 19:18:47
clockhere