Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


05.11.2017 21:05

Meira um Thorefélagið

Íslendingar hafa löngum kennt því um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að reka strandferðarskip en flestar reyndust þær mislukkaðar þar sem flutningarnir voru ekki ábatasamir.

INGOLF

                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Árið 1897 hóf svokallað Thorefélag Þórarins E. Tuliniusar í Kaupmannahöfn ferðir hingað en ekki mun sú útgerð hafa reynst ábatasöm. Árið 1909 samdi landstjórnin þó við Thorefélagið um að sjá um siglingar hingað og taka upp viðkomu í Hamborg eins og margir íslenskir kaupsýslumenn höfðu áhuga á. Það var þó leyst undan þessum samningi 1912.Þórarinn E Tulinius stofnaði Thore hlutafélagið árið 1903 og var sjálfur framkvæmdarstjóri og aðalhluthafi. Félagið tók við skipum hans og keypti til viðbótar skipin Kong Inge (688 rúmlestir) og Scotland, (1000 rúmlestir) með 50 manna farþegarými. Thore félagið gerði Alþingi og landstjórninni í Reykjavík tilboð um siglingar til landsins og lofaði 36 ferðum á ári en Sameinaða gufuskipafélagið bauð hins vegar Íslendingum 30 ferðir en með lægri kostnaði en það hafði gert áður og tóku Íslendingar því tilboði hins Sameinaða gufuskipafélags fram yfir tilboð Thore félagsins. Þessi tvö félög áttu eftir vera þaðan frá í mikilli samkeppni við hvert annað sem bæði bætti samgöngur á milli landa,með auknum ferðum og lækkun gjalda því Thore félagið lækkaði farmgjöld milli Íslands og útlanda um 30% og fargjöld um 25%.93 Árið 1909 gerðu Íslendingar samning við bæði félög. Við Thore gerði landstjórnin samning til 10 ára um strandferðir og 24 millilanda ferðir til Íslands á ári. Þá áttu a.m.k. fjórar þessara millilandaferða að vera til Hamborgar, Leith og Íslands.

AUSTRI

                        

                                                                                              © Sjöhistorie.no
Fyrir þetta fékk félagið 60 þúsund kr. í árlegan styrk. Á Alþingi 1909 var mikið rætt um  samgöngumálin og m.a. rætt um það að stofna íslenskt hlutafélag með þátttöku landssjóðs til skipakaupa. Málinu lyktaði þó á þann veg að Birni Jónssyni ráðherra var falið að semja við Thore-félagið til 10 ára um siglingar og strandferðir. Skyldi félagið halda uppi árlega að minnsta kosti 20 ferðum milli Kaupmannahafnar og íslands, fjórum frá Hamborg og Leith, og einnig standferðum.Greiddi landssjóður Thore-félaginu 60 þús. kr. árlegan styrk. í beinu framhaldi af þessum samningi jók Thore-félagið hlutafé sitt um 550 þús. kr. og samdi við dönsku skipasmíðastöðina Helsingör Værft um smíði tveggja lítilla strandferðaskipa. Skip þessi hlutu nöfnin Austri 443 rúmlestir að stærð og Vestri sem var jafnstór, enda systurskip.

VESTRI


                                                                                                                                                        © Sjöhistorie.no

Hvort skipið hafði rými fyrir 72 farþega á tveimur farrýmum. Þá eignaðist Thore-félagið þriðja skipið á þessu ári, 1910, e/s Ask, 937 rúmlestir að stærð, smíðaður í Kaupmannahöfn 1891. Seljandi var danska skipafélagið Aktiv og kom skipið fyrst til Islands í október 1910. Að því meðtöldu hafði félagið nú fimm eigin skip í millilandaferðum: Sterling, Kong Helge, Ingolf, Mjölni og Ask. Auk þeirra voru þrjú skip félagsins að staðaldri í strandferðum á tímabilinu apríl október: Austri, sem sigldi austur og norður fyrir land til Akureyrar, Vestri, sem sigldi vestur og norður fyrir land til Akureyrar, og Perwie, sem einkum var í ferðum við suðurströnd landsins Á fyrsta ári samningstímans, 1910, fóru skip félagsins 63 millilandaferðir, þar af 36 áætlunarferðir. Á þessu ári hófust reglubundnar siglingar til Hamborgar í fyrsta sinn og kom Kong Helge til Reykjavíkur úr fyrstu ferðinni þaðan2. apríl. En fljótlega kom í ljós mikill hallarekstur á strandferðaskipunum og svo fór að Thore-félagið var leyst undan samningnum frá 1909 að eigin ósk. Eftir nokkrar umræður á Alþingi, þar sem m.a. var rætt um að landssjóður keypti Austra og Vestra af Thore-félaginu, lyktaði málinu á þann veg að samið við Sameinaða gufuskipafélagið danska. Voru strandferðaskipin því strax seld að loknum ferðum hér í október 1912

ASK seinna HEKLA


                                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.
Fyrr á því ári hafði Þórarinn E. Tulinius látið af starfi framkvæmdastjóraThorefélagsins, en við starfi hans tók danskur maður Hendriksen að nafni, er áður hafði starfað hjá Sameinaða gufuskipafélaginu. Við þessi umskipti fækkaði mjög ferðum Thore-skipanna hingað til lands og árið 1914 lögðust þær alveg niður. Þá var skipastóll félagsins eftirtalin fjögur skip: E/s Sterling 1030 rúml. E/s Hekla (áður Ask) 937 rúml. E/s Kong Helge 883 rúml. og E/s Mjölnir 543 rúmlestir.Í ráðherratíð sinni var BjörnJónsson hlynntur því að landssjóður keypti skip Thorefélagsins til að brjóta af þjóðinni alveldi erlendra skipafélaga í siglingamálum. Ekki varð þó úr þeirri framkvæmd og þar kom að strandferðaskipin Austri og Vestri voru seld til Noregs, eins og áður er getið, þar sem þau voru lengi notuð og reyndust vel. íslendingum þótti illt að missa þessi skip úr þjónustu sinni,frumkvæði Thorefélagsins varð öðrum fyrirmynd og eggjaði menn til dáða í siglingamálum þjóðarinnar Þórarinn E. Tulinius og síðar Thorefélagið höfðu skip sín í förum frá Danmörku til íslands á öllum tímum árs. Strönduðu skip hans alloft og eitt fórst í hafís,eins og e.t.v. við mátti búast, norðanlands og austan, þar sem vitar voru fáir og veður oft válynd að vetrarlagi. Ekki lét Þórarinn það á sig fá og keypti ný skip í stað hinna sem fórust. Hélt Þórarinn E.Tulinius og Thorefélagið uppi reglubundnum ferðum milli Íslands og útlanda auk strandferða hér um nær tveggja áratuga skeið.Meðal þekktra manna sem voru skipstjórar á Skipum Thore-félagsins má nefna m.a

Júlíus Júníusson sem stýrði AUSTRAGuðmundur Kristjánsson sem stýrði VESTRAOg síðastur skal til sögunnar nefndur


Emil Nielsensem sem stýrði STERLING


Þórarinn E Tulinius tók með skipum sínum upp heilbrigða samkepni við aðra, er héldu hér uppi siglingum Jafnframt skapaði það trú manna á möguleika íslenskra siglinga. trú, sem síðar bar ávexti í stofnun Eimskipafélags Íslands. Mér finnst satt að segja margt benda til að Þórarinn E. Tulinius hafi verið "með puttana í " að stofna Eimskipafélag Íslands 1914. Það er víst að hann og Björn Jónsson ritstjóri seinna Ráðherra voru miklir vinir. Og sonur Björns Sveinn seinna Forseti þekktust vel. En eins og menn vita var Sveinn einn af aðalhvatamönnum stofnunnar E.Í,


Þórarinn E. Tulinius
Og ég er harla viss um að Sveinn hefur sótt í "viskubrunna" Þórarins um Íslandssiglingar í aðdraganda þeirrar félagsstofnunnar. Og skyldi það hafa verið tilviljun ein að einn af skipstjórum THORE-félagsins var ráðin framkvæmdastjóri hins nýja félags. Ég læt þessum færslum um þennan, nú gleymda mikla baráttum mann um íslenskra strand- og millilandasiglingar lokið

Björn Jónsson Seinna ráðherra, vinur Þórarins og samherji í fullveldisbaráttunni þar sem siglingar til og frá landinu voru á oddinum
Efnið hef ég sótt hingað og þangað.M.a frá Guðmundi Sveinssyni safnstjóra á Norðfirði Þesstíma blöðum þ.á.m "Norðurland" "Austurland" "Eimreiðin" o.fl Svo og grein eftir Guðmund Sæmundsson í Sjómannadagsblaðinu 1987. Ég mun seinna koma með nánari upplýsingar um skipin sem komu við sögu í þessum færslum
Flettingar í dag: 684
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 508
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 3492389
Samtals gestir: 485163
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 17:12:14


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere