24.12.2017 06:14

Happaskipið mikla Brúarfoss I

Mig langar að biðja menn að athuga að eftirfarandi eru mínar prívat hugrenningar og eða skoðanir Sem allsekki þurfa að vera réttar,En að mínu mati er Brúarfoss I eitt af farsælustu skipum í íslenskri Siglingasögu Eftir að Goðafoss I kom hafði E.Í 3 skip í förum Brátt kom í ljós að skipakosturinn var enn orðin of lítill En fjárhagurinn leifði skipakaup ekki alveg strax Félagið hafði með milligöngu forstjórans fengið 250.000 gyllina lán  hjá Nederlandsce Sceeps Hypoteekbank í Rotterdam með 1 veðrétti í GOÐAFOSSI II  og 2 veðrétti í GULLFOSSI og LAGARFOSSI til að greiða upp í kaupverð Goðafoss II.En úr þessum rættist von bráðar og á virkilegan hagkvæman hátt fyrir félagið En þar sem einn aðalútflutningur á þessum tíma var dilkakjöt vantaði illilega skip með frystiútbúnað.Og samþykktu því stjórnvöld ( þ.e.a.s Fjárveitinganefnd þingsins ) að koma til móts við E.Í  um byggingu slíks skips

Hér er Grethe Nielsen (dóttir Emils Nielsen) að gefa Brúarfossi nafn 1 des 1926


                                                                                             Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Og eftir að loforð um lán höfðu fengist var undirritaður samningur milli E.Í og Københavns Flydedok og Skibsværft í Kaupmannahöfn þ 7 maí 1926.um byggingu á frystiskipi  Það kostaði fullgert 1,396000.kr Ríkissjóður greiddi 350000 en E.Í 1.046000. Svo varð það þ 1 des 1926 að skipiðinu var hleypst af stokkunum og gefið nafnið BRÚARFOSS Og voru þá allir landsfjórðungarnir komnir með sinn "Foss"

BRÚARFOSS I

                                                                                          Mynd skönnuð úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Brúarfoss I var smíðaður hjá København Flydedok & Skibsværft í Kaupamannahöfn 1927.Fyrir Eimskipafélag Íslands.1927. Það mældist 1577.0 ts  1540,0 dwt. Loa:  84.70 m brd: 11.10.m Aðalvél:B&W 1000.Hö Ganghraði 12 sml Skipið sem var fjórða nýsmíði Eimskipafélags Íslands var fyrsta "kæliskipið" sem var byggt fyrir Íslendinga. Og það er skemmtilegt að lesa frá komu skipsins Þar sem segir m.a: "Skip mitt er komið að landi" þannig hugsar margur bóndinn nú þegar Brúarfoss fyrsta kæliskipið í íslenska flotanum er komið. Til að flytja landbúnaðar vörur okkar kældar og frystar til útlanda" Þannig að það var bændastéttin sem fagnaði komu skipsins mest. Eimskipafélagið seldi skipið 1957 til Freezer Sg Line (skráð í Líberíu) og fékk það nafnið Freezer Queen 1960 er skipið selt J.A. Naveira (líka Líberíuskráning) og það skírt Reina Del Frio. Það virðist hafa verið af skrá 1986


Fyrstu 13 árin stjórnaði Júlíus Júniusson skipstjóri skipinu

Júlíus Júniusson (1877-1973)

Með Gunnar W Sørensen sem yfirvélstjóra

Gunnar W Sørensen (1885-1958)




                                                                                                                                         © photoship

Júlíus Júniusson var töluvert umdeildur skipstjóri Í endurminningum eins yfirmanna hjá E.Í er hann sagður "danskari en sjálfur danskurinn" í sumum siðum En mun hafa verið mikill sæmdar maðu Ekki vil ég blanda mér í þá umræðu Þvi að þeir menn sem ég þekkti og sem þekktu hann (t.d Bogi Einarsson skipstjóri) sögðu hann mikinn sómamann. Og vil benda á þessi skrif nú á þessum vettfangi og degi rúma ekki þau skoðanaskifti


Hér er að lokum árituð mynd sem Emil Nielsen hefur sent Júlíusi



Og Júlíus umvafinn blómum á áttræðisafmælinu


Undir stjórn Júlíusar (til 1940) og ( að öðrum seinni skipstjórum skipsins ólöstuðum,) Jóns Eiríkssonar (1940- 1948) reyndist BRÚARFOSS I eitt af almestu happaskipum E.Í  Er ég þá t.d að hugsa til WW2 Í stríðsbyrjun 1939 var strax farið að huga að afsegulmögnun skipa vegna tundurduflahættu Og fyrstu tvö íslensku skipin sem fengu þann útbúnað,voru flutningaskipin Brúarfoss og Hekla. Það má því segja, að engin skip hafi verið í meiri hættu við England en íslensku skipin, óafsegulmögnuð og vopnlaus með öllu 


                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur  

Úr Alþýðublaðinu þ 08-09-1939: "Stjórn Eimskipafélags íslands hefir undanfarið svo að segja dag og nótt unnið að og undirbúið stríðssiglingar skipanna. Leitaði hún til enska Lloydvátryggingarfélagsins um að stríðstryggja skipin. Brúarfoss liggur í Kaupmannahöfn, eins og kunnugt er, albúinn til að sigla. Framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins sagði við Alþýðublaðið í morgun, að Brúarfoss myndi geta lagt af stað frá Kaupmannahöfn síðdegis á morgun, ef tilkynning kemur í dag síðdegis eða í fyrramálið iim að búið sé að ganga frá tryggingunum, en það tekur alltaf dálítinn tíma að ná í hina mörgu farþega, en þeir eru búnir að bíða eftir því, að skipið geti lagt af stað síðan á þriðjudag, en þann dag átti skipið að leggja af stað frá Kaupmannahöfn.

Úr einu dagblaðanna 25-09-1940

Þær flugufregnir hafa að undanförnu gengið um hæinn, að Brúarfoss hefði legið íhöfn einni erlendis. Hefðu þar hitt hann sprengjur og skipið skemmst mikið.Sem hetur fer eru sögusagnir þessar gripnar algerlega úr lausu lofti og enginn fótur fyrir þeim. Sagði skipverjinn aftur á móti, að í höfn þeirrí, er hann lá, hefði hús eitt sprungið í loft upp 80-100 metra þar frá, er hann lá. Hefði eldsprengjunum einnig rignt yfir höfnina og borgina. Sagði hann þetta vera þá ægilegustu ferð, er hann hefði farið með skipinu Og hér má sennilega lesa um þær  umtöluðu hremmingar

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships

Áhöfnin á Brúarfossi undir stjórn Jóns Eiríkssonar auðnaðist tvívegis að bjarga mönnum af sökkvandi skipum í WW 2 Hér má lesa um þau atvik Brúarfoss var fyrsta skipið sem kom frá útlöndum eftir að WW2 skall á  Hann kom til Reykjavíkur þ 14 sept 1939 með fullfermi af vörum og um 100 farþega.Meðal farþega voru knattspyrnumenn sem höfðu farið til Þýskalands í keppnisferðalag Eins og fyrr sagði var skipið mikið happaskip Sigldi áfallalítið WW 2 Og áhöfn hans varð þeirri ánægju aðnjótandi að takast að bjarga yfir 70 manns af sökkvandi skipum

Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937


                                                                                             Úr safniFinn Bjørn Guttesen
Þegar stríðinu lýkur í Evrópu 8 mai 1945 eða rétt rúmum 30 árum eftir að fyrsta skip Eimskipafélags Íslands Gullfoss kemur í fyrstu höfn hérlendis hafði félagið frá stofnun þess látið smíða fyrir sig  5 skip Við fg tímamót 1945 hafði félagið misst 4 af þeim á frekar skelfilegan hátt. Brúarfoss sem var í þessum flokki koms heill og lítt skaddaður í gegn um sitt "lífsskeið"

Skipstjórar á Brúarfossi I Eftir Júlíus Júliníusson lét af skipstjórninni á honum

Sig Gíslason 1940
Sigurður Gíslason 1890-1978

Jón Eiríksson 1941-1948

Jón Eiríksson (1893-1982)


Jónas Böðvarsson 1948-49

Jónas Böðvarsson(1900-1988)                                                                                                                                  
Haraldur Ólafsson 1950-52
Haraldur Ólafsson(1895-1978)
                                                                                                                        
Bertel Andrésson 1952-53

Bertil Anrésson (1890-1987)

Stefán Dagfinnsson 1953-57

Stefán Dagfinsson(1895-1959)
Allir þessir menn áttu glæsi og farsælan feril í starfi síni hjá E.Í
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere