Þann 29 janúar 1948 flugu 21 maður og þann 31 jan 8 menn til New York og svo þaðan til San Francisco til að sækja nýkeypt flutningaskip "Coastal Courser." Sem eftir afhendingu til Eimskipafélagsins fékk nafnið Tröllafoss
Skip sömu gerðar og Tröllafoss
Meðal annara voru í hópnum Bjarni Jónsson tivonandi skipstjóri Eymundur Magnússon fyrsti stm. Stefán Dagfinnsson annar stm Eiríkur Ólafsson.þriðji stm Jón Aðalsteinn Sveinsson fyrsti vélstjóri Ágúst Jónsson annar vélstj. Einar Sigurjónsson þriðji vélstj. Sigurður Hallgrímsson fjórði vélstj. og Einar Benediktson loftskeytamaður. Þessi fyrsta skipshöfn samanstóð af 29 mönnum aðallega starfsmönnum Eimskipafélagsins sem náðist í í fljótu bragði.
Mynd sem birtist í Alþýðublaðinu fyrsta apríl 1948 og sýnir Tröllafoss sigla inn í Höfnina í Havana á Kúbu

Sama mynd en þessi mun hanga eða hékk á vegg hafnarskrifstofunnar í Havana Kúbu
© Mynd úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
En þegar skipið var virkilerga komið í drift var áhöfnin 33-35 menn Skipið var afhent 2 febrúar 1948 í San Francisco. Það lestaði þar en sigldi svo þaðan með farminn til Guyaman í Mexico. Þar lestaði skipið hrísgrjónafarn sem það sigldi með gegn um Panamaskurð til Havana á Cúbu.
Þetta kort birtist í Alþýðublaðinu fyrsta apríl 1948 En þá lá skipið og losaði í Havana og sykurfarmurinn til Baltimore ekki komin til
Þar dvaldi skipið í hálfan mánuð við losun og svo lestun á sykri Þann farm fór skipið með til Baltimore.
Þessi mynd af áhöfn skipsins ásamt einhverjum gestum gæti verið tekin þegar E.Í hafði fengið full yfirráð yfir skipinu En einhvern tíma heyrði ég aðþað hefði þurft að sigla fyrir fyrri eigendur einhverjar ferðir áður en það skeði Þarna er talað um jómfrúarferð og myndin dagsett 23 apríl 1948
© Mynd úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
© Mynd úr safni Björgvins S Vilhjálmssonar
Eftir losun þar var haldið til New York þar sem lestuð var general cargo til Íslands. Til Reykjavíkur var svo komið 8 maí 1948. Eftir ellefu daga siglingu frá New York kom skipið til Reykjavíkur.Hafði þá siglt 8750 sml frá San Francisco verið 50 daga á sjó og 30 daga í höfnum

Og þann 8 maí 1948 renndi hið nýkeypt skip sér á ytrihöfnina í Reykjavík eftir 80 daga ferð frá upphaflegum brottfararstað San Franisco. Þetta var TRÖLLAFOSS hingað keyptur af Eimskipafélagi Íslands.Það hefði sennilega verið hægt að skrifa heila bók um það ferðalag.Ef ráð hefði verið í tíma tekið
Hann þótti mikið skip

Úr mínum fórum © ókunnurSkipið var byggt hjá Consolidated Steel Corp í Wilmington CA í USA 1945 sem: COASTAL COURSER Fáninn var: USA Það mældist: 3805.0 ts, 5032.0 dwt. Loa: 103.20. m, brd 15.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1948 TRÖLLAFOSS - 1964 SEOUL Nafn sem það bar síðast undir fána Líberíu En 29-08-1973 lá skipið við akkeri á ytri höfn Inchon í Kóreu. Skall á rok skipið fór að draga akkerið og rak úu úr því á land. Var það rifið á staðnum
Fyrsti íslenski skipstjóri á skipinu var Bjarni Jónsson 1948-1953
Bjarni Jónsson (1889-1974)
Með Jón Aðalstein Sveinsson sem yfirvélstjóra
Jón Aðalstein Sveinsson (1894-1958)
Eigum við aðeins að líta nánar á yfirmenn á Tröllafossi sem voru á skipinu í fyrstu ferð allavega Allir urðu þessir menn æðstu yfirmenn í brú og vél á skipum E.Í seinna Í brú var þar fremstur í flokki eftir Bjarna Eymundur Magnússon 1 stýrimaður
Eymundur Magnússon (1893 - 1977) Ferill hjá E.Í 1918-1959

Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna 1952 Eftir að hafa verið með Selfoss I sem var fyrsta skipið sem Eymundur stjórnaði sem fastur skipstjóri hjá E.I og Reykjafoss II Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg
SELFOSS I var fyrsta skip Eymundar sem fastur skipstj hjá E.Í.

Mynd úr mínum fórum © Ókunnur
Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu þá í hverju horni. Nokkrir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon. Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann:"Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann.
Annar stýrimaður á Tröllafossi við komuna var Stefán Dagfinnsson
Stefán Dagfinnsson (1895-1959) Ferill hjá E.I 1919-1959

Fyrsta skip Stefáns sem fastur skipstj.hjá E.Í var Brúarfoss I
BRÚARFOSS I

© Coll. R.Cox Sea the ships
III stm á Tröllafossi var Eiríkur Ólafsson
Eiríkur Ólafsson (1916-1975) Ferill hjá E.Í 1941-1964

Fyrsta skip Eiríks sem fastur skipstj. hjá E.Í var Mánafoss I
Mánafoss I

© Guðjón V
Svo eru það vélstjórarnir Annar vélstj var Ágúst Jónsson
Ágúst Jónsson ( 1901-1976) Ferill hjá E.Í 1926-1967

Ágúst varð seinna yfirvélstjóri á skipum E.Í
III Vélstjóri var Einar Sigurjónsson
Einar Sigurjónsson (1910-1961) ferill hjá E.Í 1941-1961

Einar varð seinna yfirvélstjóri á ýmsum skipum E.Í
IV vélstjóri var Sigurður Hallgrímsson
Sigurður Hallgrímsson (1921-2003) Ferill hjá E.Í. 1945-1950

Sigurðu átti ekki langan feril hjá E.Í
Loftskeytamaður var Einar Benediktsson
Einar Benediktsson (1900-1953) Ferill hjá E.Í 1928-1953

Einar var loftskeytamaður á ýmsum skipum E.Í Lengst af á Lagarfossi I og Tröllafossi
Mikill velunnari síðunnar Björgvin S Vilhjálmsson sendi mér þessar myndir á sínum tíma
Og kan ég honum mínar kærustu þakkir fyrir þær.
Þarna mun "Tröllið" vera í New York. Það má geta þess að í þeirri höfn var hann í nokkur skifti kosið snyrtilegasta skipið í höfninni
© Björgvin S Vilhjálmsso
Þarna er það í Hamborg
© Björgvin S Vilhjálmsson
Hann var að vísu tæpum 4 metrun styttri en Gullfoss

© photoship
En hann tók mestallan Miðbakkan

Hann gat verið napur á Vesturslóðum
Úr safni Hlöðvers Kristjánssona © ókunnur
TRÖLLAFOSS
Úr mínum fórum © ókunnur
Síðan tóku við áætlunarsiglingar til New York um árabil. Störf á Tröllafossi voru eftirsótt og þangað réðust úrvalsmenn á öllum sviðum. Skipshöfnin vann til ýmissa verðlauna varð t.d þriðja í alþjóðlegi róðarkeppni þar 1953 sem stórar siglingaþjóðir eins og t.d Bretar Ítalir Grikkir töldu sig ekki eiga möguleika á sigri og tóku því ekki þátt.
Róðrasveitin fræga ásamt þáverandi skipstjóra Agli Þorgilssyni
Norðmenn sigruðu, bandríkjamenn nr tvö. Í umsögn u þessa keppni segir m.a.:"Þetta er ekki í eina skiptið sem íslensku skipin og íslenskir sjómenn gera garðinn frægan í höfninni í New York . Tröllafoss vekur jafnan eftirtekt þeirra sem erindi eiga í höfninni þar sem hann liggur venjulega.
Tröllafoss menn í heimsókn hjá SÞ 1952
Sérstaklega er rómað hve skipinu er vel við haldið í alla staði. Það er almennt mál þeirra sem til þekkja að Tröllafoss sé með hreinni og best við höldnu skipum sem koma til New York að staðaldri""
Þeir unnu Reykjafoss í knattspyrnukeppni um Sjóklæðagerðar bikarinn 1952
Þeir þóttu slyngir í knattskyrnu Tröllafossmenn sem og í kappróðri
Og höfðu gaman af Jazz
Flestar mydirnar sem fylga eru úr safni Hlöðvers heitins Kristjánssonar Ravélavirkja og birta með leyfi ekkju hans Kristjönu Ester Jónsdóttir
Kappróður á Sjómannadaginn 1955 em TRÖLLAFOSS menn unnu.
Mynd úr safni Sjómannadagsráðs © óþekktur
Mynd úr safni Sjómannadagsráðs © óþekktur
Myndin hér að neðan er skönnuð úr Endurminningabók Jóns Steingrímssonar skipstj."Kolakláfar og Kafbátar" ef menn áttuðu sig kannske meira á ofangreindum mönnum
Mynd skönnuð úr "Kolakláfar og Kafbátar" © óþekktur
Gamli góði TRÖLLAFOSS

© Peter William Robinson
Fastráðnir skipstjórar á Tröllafossi eftir að öðlimgurinn Eymundur Magnússon var hrakinn úr því
starfi tel ég hafa verið þessir menn
Egill Þorgilsson 1953-1961
Egill Þorgilsson(1895-1980)
Óskar Sigurgeirsson1961-1962
Óskar Sigurgeirsson (1902-1978)
Guðráður Sigurðsson 1962-1964
Guðráður Sigursson (1911-1994)