10.06.2014 17:10
Júni 1964
Morgunblaðið þ 11-06-1964
Og Vísir sama dag Það er fært til bókar að sjónvarp fyrir áhöfn væri um borð í Hofsjökli
Hér heitir skipið SUÐRI
© söhistoriska museum se
Þetta litla skip átti víst litríka sögu. Það var
smíðaður hjá Karlstads Varv í Karlstads Svíþjóð 1954 Sem BARKEN fyrir
.þarlenda aðila Hann mældist 499.0 ts 665.0 dwt Loa: 47.46,m brd: 8.20.
m. 1961 fær hann nafnið NORDANFORS, 1962 PALERMO 1964 kaupir Jarlinn h/f
í Reykjavík skipið og skírir JARL. Jón Franklín kaupir svo skipið 1967
og skírir það SUÐRA. 1974 selur Jón skipið til Kýpur og fær það nafnið
MACORI.Það er svo rifið í landinu þar sem það var byggt eða í Ystad
Svíþjóð 1976
Hér sem BARKEN Skipið hefur verið búið krana í miðjunni í byrjun © söhistoriska museum se
Svo kom "Hoffinn" daginn eftir. Þarna sérst Einar stundum kallaður "ríki" með dóttir sinni. Tengdadóttir Einars, Guðbjörg Matthíasdóttir var að taka við nýju skipi í Tyrklandi um þessar mundir.Sem fékk nafnið Sigurður eftir eiginmanni hennar Sigurði Einarssyni sem lést langt um aldur fram 4 okt 2000 En Guðbjörg er aðaleigandi að Ísfélaginu eiganda þess
Hér heitir skipið HOFSJÖKULL

© T.Diedrich
Skipið var smíðað hjá Grangemouth DY í Grangemouth Skotlandi 1964 sem HOFSJÖKULL Fáninn var:íslenskur Það mældist: 2361.0 ts, 2860.0 dwt Loa: 89.50 m, brd 13.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1977 STUDLAFOSS - 1986 MALU - 1989 MISS XENIA - 1993 MAYA REEFER Nafn sem það bar síðast undir fána En skipið var rifið í Tyrklandi 2003
Hér heitir það STUÐLAFOSS

© T.Diedrich
08.06.2014 18:11
CSCL MARS
CSCL MARS
© Hannes van Rijn
CSCL MARS
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
08.06.2014 17:19
POLAR NANOQ
08.06.2014 17:01
Skipin hans Valda
Núverandi skip Valda HELGAFELL V
Og þeirra hjá Samskip Og ég vona að ég sé ekki að bulla þess meira þegar ég held því fram að fyrsta skip sem minn góði félagi Valdimar Olgeirsson stjórnaði sem fastur skipstjóri hafi verið SKAFTAFELL II. Og sennilega var það líka fyrsta skipið sem "Samskip" kaupir Það var ætlað til almennra frystiflutninga í löndum kringum Ísland og frá Íslandi. Það sinnti einnig ýmsum leiguverkefnum erlendis.Skipið sigldi undir NIS fána
SKAFTAFELL II
Úr safni Samskip © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Örskovs í Frederikshavn 1979 sem:ICE STAR Fáninn var:danskur Það mældist: 1021.0 ts, 1778.0 dwt. Loa: 80.20. m, brd 13.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 POLAR NANOQ - 1991 SKAFTAFELL - 1993 QUN YING - 1997 ORIGO REEFER - 1998 FRAMNES Nafn sem það ber í dag undir NIS fána
FRAMNES
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
Valdi var með HVASSAFELL III 1993-1995
© Capt.Jan Melchers
Hér má lesa meir um þetta skip
Hann var með HELGAFELL IV 1999-2005 Hér heitir skipið Rio Bogota
© Cees Bustraan
Og hérna má lesa meira um skipið
Svo með Helgafell V frá 2005 Hér að koma til Eyja á góðum degi
© óli ragg
Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 2005 sem: HELGAFELL Fáninn var: færeyiskur ?? Það mældist: 8830.0 ts, 11138.0 dwt. Loa: 137.50. m, brd 21.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn sami
© óli ragg
© óli ragg
Og ekki má gleyma Magnúsi Helgasyni yfirvélstjóra sem hér er ásamt Valda á góðri stund
© óli ragg
þeir sem fylgast með síðunni vita við hvað ég á við með þessari færslu
En hér má sjá um hvað málið snýst
06.06.2014 18:59
D dagurinn
Mynd af Netinu © óþekktur
En þjóðverjar og bandamenn þeirra höfðu megnið af Evrópu á valdi sínu Svo rann D-dagurinn upp 6 júni 1944 Innrásin í Normandí sem snért taflinu við í Evrópu Munu um 6,939 skip af öllum stærðum og gerðum hafa tekið þátt í innrásinni. Af kaupskipum, sérstaklega skip af svokallaðri "Liberty" gerð
Eitt af fyrstu Liberty skipunum PATRICK HENRY
Líkan af dæmigerðu Liberty skipi

Mynd af Netinu © óþekktur
Frá D-deginum
Blóðtaka Íslendinga var mikil í stríðinu Einhverstaðar las ég að um 230 íslendingar allt í allt hefðu farist af ófriðarvöldum í WW 2. Þegar þarna var komið sögu þ.e.a.s 6 júní 1944 höfðu þýskir kafbátar skotið 6 íslensk skip niður Þar af eitt kaupskip Heklu. 65 menn höfðu farist með þessum 6 skipum.Þjóverjar höfðu þarna ekki grandað Goðafossi og Dettifossi Skipin 6 sem ég skrifa hér um voru Reykjaborg, Pétursey,Hólmsteinn,Hekla,Jarlinn Jón Ólafsson
Frá D-deginum
Videoklipp
05.06.2014 17:14
Kínverjar stórtækir
Svona segir "Söfartens Ledere" nr 2/2014 frá málinu
Hér fjallar "gCaptain" um málið og hérna Mail Online
03.06.2014 18:32
SHANGHAI EXPRESS
SHANGHAI EXPRESS
© Hans Esveldt
SHANGHAI EXPRESS
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
02.06.2014 17:02
Holmfoss
HOLMFOSS
© Willem Oldenburg
Smíður hjá Khersonskiy SZ Khersonskiy Úkraníu 2008 (skrokkurinn ) en síðan fullsmíðaður hjá Myklebust, Gursken í Noregi 2008 fyrir Pol Line (dótturfyrirtæki Eimskip ??) Það mældist 3538.0 ts 2500.0 dwt Loa: 81.00 m brd: 16.0 m Fáninn að sjálfsögðu: Antigua and Barbuda
HOLMFOSS
© Willem Oldenburg
© Willem Oldenburg
© Willem Oldenburg
© Willem Oldenburg
31.05.2014 14:54
Sjómannadagur

Öll þjóðin stendur í þakklætis skuld við þessa stétt og hún á vissulega ekki telja eftir sér að minnast hennar á þessum hátíðisdegi. Saga bernsku íslensku þjóðarinnar er jafnframt saga mikilla sæfara. Manna sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna.Manna sem ekki létu hættur eða erfiðleika hindra för. Störfum íslensku sjómannanna má í höfuðatriðum skipta í tvennt.væri allt í lagi Og þótt margt sé þeim mótlægt nú um stundir Sumir þeirra vinna að því, að flytja að landinu þann varning, sem þjóðin kaupir frá öðrum löndum, og flytja framleiðsluvörur landsmanna á erlenda markaði. Aðrir, og þeir miklu fleiri, eru fiskimenn. Fyr á tlmum, þegar svo að segja öll þjóðin bjó I sveitum, var ekki til hér á landi sérstök fiskimannastétt. Þá stunduðu menn jöfnum höndum landbúnað og fiskveiðar.
Þegar ölduhæð er mikil á úthöfunum getur farið svona
© Chris Howell
© Dierk Bauer
Sérstaklega þeim sem á kaupskipum
starfa.Stærsti hluti skipa sem eru í siglingum til landsins eru með
erlendum áhöfnum Öllum þingheim nákvæmlega sama Einn af ráðherrunum átti
þátt í því í vetur ásamt
skoðanabræðrum sínum á Alþingi að svifta sjómenn sjálfsagðasta rétti
sínum, réttinum til að semja sjálfir um kaup sitt og kjör eins og
frjálsir menn. Sjómenn ættu hreinlega að banna alþingismönnum og
ráðherrum að koma í ræðustóla þennan eina dag sem þeir virðast muna
eftir þeim. Og þá vantar ekki vaðalinn. "Hetjur hafsins" og bla bla Íslenski sjómaðurinn á skilið viðurkenningu frá þjóð sinni og ráðherrum hennar ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði


© Dierk Bauer
Meinsemd núdagsins liggur ekki í of góðum kjörum þeirra sem vinna erfiðustu verkin. Hún liggur ekki í kjörum sjómanna. Hvar hún liggur vita þeir sem vilja vita það. Það mætti segja mér að þeir fáu farmenn sem eftir eru séu með lægri laun en starfsbræður þeirra sem sigla undir "réttum" fánum á Norðurlöndunum

Flesti gamlingar muna orð Winston Churchill þegar hann sagði:" Never in the field of human conflict was so much owed by so many to so few" Þetta má heimfæra uppá íslenska sjómenn þess tíma.Við erum sem betur fer laus við stríð allavega hér á N- slóðum nú um stundir.Hafið sjálft ströndin og eldurinn eru höfuð óvinir nútíma sjómanns.Þrátt fyrir alla nýmóðins tæki ske slysin með þessi þrjú atriði sem aðalhöfunda

Ekki má halda Sjómannadaginn hátíðlegan án þess að minnast Sjómannskonnunnar. Sem ástundum beíð milli vonar og ótta eftir að heyra af afdrifum manna sinna Og gerir stundum enn: "Hún situr hljóð og horfir út /með hjartað þreytt af kvíða./ Það er svo langt - það er svo strangt / að elska, sakna og bíða/ Ekki veit ég hver orti, en þetta orti Lilja Björnsdóttir : "Að elska og sakna, að vaka og vona,/ og vinna í trausti á kærleikans mátt,/ alltaf mun sjómannsins ástríka kona/ í einrúmi leika hinn sorgbljúga þátt."

Svo er bara að taka lífinu létt þennan dag og láta ekki hundleiðinlega stjórnmálamenn spilla deginum og syngja með mhttp://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23136/ Íslenskir sjómenn ég óska ykkur til hamingu með daginn Standið þéttir að baki ykkar félagslegu forustumenn og munið að:"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" á alltaf við meðan nokkurt stéttarfélag starfar
30.05.2014 15:55
Jafnaldrar
Súðin aldursforseti kaupskipaflotans 1944 smíðuð 1895

úr mínum fórum © ókunnur
Árið sem við urðum sex ára eða á Sjómannadaginn 1944 sagði þ.v ríkisstjóri Sveinn Björnsson m.a í ræðu "Viti er öryggismerki, sem mönnum þykir vænt um.En við eigum einnig annað merki, sem er hvorttveggja í senn, öryggismerki og einingarmerki þjóðarinnar. Það er fáninn. Þótt okkur eigi öllum að þykja vænt um þetta tákn einnar og sameinaðrar þjóðar, þá eiga sjómennirnir hér nokkra sérstöðu. Það fellur í þeirra hlut að "sýna fánann" á höfunum og í erlendum höfnum.
Næst elsta skipið í kaupskipaflotanum 1944 var SÆELL smíðað 1896
Þess vegna er okkur svo mikils virði að vita það að við eigum sjómannastétt, sem er þess megnug að "sýna fánann" á þann hátt að jafnan megi segja um skip sem sigla undir fánanum okkar: "Þetta skip og áhöfn þess er íslenskt.Þess vegna má treysta hvorutveggja". Ég hygg, að því ljósari, sem menn gera sér þessa staðreynd, því vænna muni sjómönnunum þykja um fánann, vegna þeirrar ábyrgðar, sem þeim er falin, að halda upp heiðri þessa þjóðartákns okkar, hvar sem íslenzkt far er á ferðinni. Þess vegna á sérstaklega vel við að minnast fánans og sýna honum virðingu okkar við þetta tækifæri".
Síðan var það svo HERMÓÐUR I smíðaður 1897
Brynjólfur Jónssons sagði í Fánaræða í kvöldhófi sjómannadagsins 1944 m.a:
"Hver einasta sjálfstæð menningarþjóð virðir fána sinn framar öllum öðrum þjóðlegum verðmætum. Engin þjóðarbarátta er háð, án þess að fáninn sé þar í fremstu víglínu. Enginn þjóðarsigur er unninn, án þess að fánar séu dregnir að hún. Engra sögulegra viðburða er minnst, án þess að flaggstengur séu fánum skreyttar. Enginn staður eða mannvirki er vígt, án þess að fánar blakti þar yfir. Ekkert skip siglir svo um höfin, að það beri ekki merki þjóðar sinnar. Engin þjóðarsorg skeður,svo að ekki séu fánar dregnir í hálfa stöng. Fáninn er merki gleði og hryggðar, tákn sjálfstæðis, menningar og frelsis. Um síðustu aldamót (1899-1900) fóru að heyrast raddir meðal íslensku þjóðarinnar, sem eigi voru áður kunnar, þótt þær að vísu væru skildgetið afkvæmi þeirrar frelsisbaráttu, er hafin var af Jóni Sigurðssyni og fjölnismönnum.
Yngsta skipið 1944 var svo Esja II
© Tryggvi Sig
Skáldin kveða kraft og líf í þjóðina með ástþrungnum ættjarðarljóðum. Hinn víðsýni hugsjónamaður, Einar Benediktsson skáld, kemur fram með fánahugmyndina. Með hinu fagra kvæði sínu: "Rís þú, unga íslandsmerki!" hvetur hann íslendinga til baráttu fyrir þjóðarfána, og hreif hann æskumennina, ungmennafélögin og unga menntamenn, svo að þeir gerðust framherjar í þeirri þjóðræknisbaráttu, sem hér var hafin. Því miður verður ekki sagt, að fánamálið hafi átt óskiptan hug þjóðarinnar, þótt svo færi að lokum,að gifta hennar og gott málefni bæri sigur úr bítum, er meirihluti þjóðarinnar sameinaðist um blá-hvíta fánann, tákn himins og hrímþaktra jökla. Þessi fáni fékkst þó ekki viðurkenndur utan íslenzkrar landhelgi. Hlutur sjómannsins var ókominn.
Næst yngsta skipið 1944 var Dettifoss I smíðaður 1930
Hann varð ennþá um stund að sigla undir "dönsku flaggi Þótt nokkur hluti þjóðarinnar yrði afskiptur þeirri ánægju, sem frjáls og fagur fáni hlýtur að veita þeim, er með hann fara, þá verður þó aldrei fullþakkaður sá mikli skerfur, sem brautryðjendur fánamálsins lögðu til frelsisbaráttu Islendinga, þar sem hér var fenginn gunnfáni fyrir þeirri baráttu, fáni, sem minnti þjóðina á það markmið, er sett skyldi, og dreginn var að hún daglega, þar til fullur sigur vannst, er þríliti fáninn var lögfestur sem þjóðarfáni árið 1918. Það ár markar tímamót í sögu landsins. Með breyttu stjórnskipulagi og viðurkenningu þjóðfánans skapast nýtt athafnalíf í atvinnu og samgöngumálum.Kaupskipunum fjölgaðí og siglingar frá og til landsins jukust að miklum mun.
Svo var BRÚARFOSS smíðaður 1927

Hin dugmikla sjómannastétt sótti ótrauð og ötul fram undir hinu unga íslandsmerki og hóf það til vegs og virðingar meðal erlendra þjóða" Svo mörg voru orð Brynjólfs á Sjómannadaginn 1944 Nú virðist öllum nákvæmlega sama hvaða drusla er á flaggstöngum í skut skipa í íslenskri eigu. Því miður
27.05.2014 19:29
Hansa
HANSA skipið sem um ræðir
Hér má lesa meira um skipið
25.05.2014 15:25
MARIBO MAERSK
Mynd af heimasíðu Mærsk samsteypunnar © ekki getið
Þetta er ekkert flókið?.Eða hvað? Séð aftureftir á einum
Þetta er eitt af nýjustu skipum samsteypunnar MARIBO MAERSK Það mun vera sjöunda skipið í þessari seríu Það áttunda er komið í notkun og það aníunda er að komast í hana. Sjá nánar í áliti Önnu Kristjánss
© Hans Esveldt
MARIBO MAERSK
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
© Hans Esveldt
24.05.2014 12:54
Geysir
Hér sem RAINBOW HOPE

© Markús Karl Valsson
Skipið var byggt hjá Equitable Eqpt Shipyard, Inc í Madisonville USA 1980 sem AMAZONIA Fáninn var USA Það mældist: 983.0 ts, 2000.0 dwt. Loa: 90.10. m, brd: 13.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1984 RAINBOW HOPE - 1999 JUNO - 2000 GEYSIR Nafn sem það ber í dag undir sama fána
Hér sem Geysir

© Arne Luetkenhorst
© Manuel Hernández Lafuente
© Manuel Hernández Lafuente
d af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Hér má sjá sjá videóklipp frá einni ferð skipsins Og hérna má lesa meir um skipið
23.05.2014 17:33
Hver er þetta???
ELIZA HEEREN
© Frits Olinga-Defzijl
Skipið var smíðað hjá Brand í Oldenburg Þýskalandi 1981 sem:ELIZA HEEREN Fáninn var:þýskur Það mældist: 999.0 ts, 2347.0 dwt. Loa: 79.70. m, brd 14.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1986 AKAK SUCCESS - 1986 ELIZA HEEREN - 1995 BALTIC BRIDGE - 1997 BOXTER - 2004 VERONIKA GOKOTI - 2005 VERONIKA - 2005 OLGA - 2010 RANYUS A. - 2010 RANYUS I - 2013 YAZ Nafn sem það ber í dag undir fána Sierra leone
ELIZA HEEREN
© Frits Olinga-Defzijl
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Hér sem RANYUS I
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
23.05.2014 17:08
POONA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk