22.05.2014 19:12
SALOOS
Pointe Noire í Congo Skipshöfnin yfirgaf skipið fljótlega. Þetta endaði svo með að skipinu hvoldi á aðfaranótt.Um borð voru 155 gámar með allslags varningi. Sumum hefur skolast á land og innfæddir látið greipar sópa um innihald. Stundum án þess að hafa hugmynd um ýmis efni sem í þeim voru Orsökin fyrir þessu öllu er enn ókunn
© Maritime Bulletin
Skipið var smíðað hjá Husumer í Husum,Þýskalandi 1983 sem:CALLISTO Fáninn var:þýskur Það mældist: 6950.0 ts, 4403.0 dwt. Loa: 107.20. m, brd 20.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1988 JUMBO CALLISTO - 1989 CALLISTO - 1990 TIGER CREEK - 1990 JUMBO CALLISTO - 1994 CALLISTO - 1994 OSTARA - 2004 INDUSTRIAL ACHIEVER - 2011 SALOOS Nafn sem það ber í dag undir Panama fána
Hér er skipið undir nafninu OSTARA
© Pilot Frans
© Capt Ted
© Capt Ted
21.05.2014 17:59
Mærsk á góðu flugi
Þetta er eitt nýjasta skip samsteypunnar Majestic Mærsk En það er eitt af skipunum úr Maersk Triple E class. þessir drekar taka 18270 TEU
Majestic Mærsk
Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni
Skipið var smíðað hjá Daewoo Shipbuilding & Marine Engineering í Okpo S-Kóreu 2013 sem: MAJESTIC MAERSK Fáninn var:danskur Það mældist: 194849.0 ts, 194431.0 dwt. Loa: 399.00. m, brd 59.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
Hér er einn hluti ú skrokk eins af skipunum úr Maersk Triple E class
Mærsk Mc-Kinney Møller
Mærsk Mc-Kinney Møller var fyrsta skipið af Maersk Triple E class gerðinni Og sömu stærðir eru á þessum tveim skipum
21.05.2014 16:15
BULK TRANS
Hér er skipið undir nafninu EIDE JUNIOR
Skipið var smíðað hjá Krogerwerft í Schacht-Audorf Þýskalandi 1978 sem:ULSNIS Fáninn var:þýskur Það mældist: 499.0 ts, 1626.0 dwt. Loa: 70.80. m, brd 12.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1989 URANIA - 2000 EIDE JUNIOR - 2010 FJORDTOR I 2014 BULK TRANS Nafn sem það ber í dag undir norskum fána
Hér er skipið undir nafninu FJORDTOR I
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
20.05.2014 18:14
EVER LIVING
EVER LIVING
© Claus Schaefe
Skipið var smíðað hjá CSBC Corp Taiwan í Kaohsiung Taivan 2013 sem:EVER LIVING Fáninn var:Singapore Það mældist: 100254.0 ts, 104409.0 dwt. Loa: 334.80. m, brd 45.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eima nafni og fáninn er sá sami
EVER LIVING
© Claus Schaefe
© Claus Schaefe
20.05.2014 11:55
Galapaface 1
GALAPAFACE 1 strandaður við Galapagoseyjar
© Maritime Bulletin
Skipið var smíðað hjá Ulstein Halto í Ulsteinvik Noregi fyrir þarlenda aðila 1979 sem Norcan Það mældist: 1183.,0 ts 2432,0 dwt. Loa: 81.80 m .,brd; 14,20 m 1994 fær skipið nafnið Green Frio og 2007 Viking Frio 2010 FENJA - 2012 GALAPAFACE 1 nafn sem skipið ber í dag undir fána Ecuador
Hér að koma til Eyja í maí 2010 sem VIKING FRIO Skipið hafði lent í öskufalli frá Eyjafjallagosinu
@oliragg
@oliragg
@oliragg
@oliragg
@oliragg
@oliragg
Eyjafjallagosið hafði sett smá svip á forkantinn sem sést vel ef myndin hefur "skannast"vel
@oliragg
Hérna er "Víkingurinn" nýr af nálinni
@Jan van Oost
20.05.2014 10:59
AZZAM
AZZAM
© Claus Schaefe
AZZAM
19.05.2014 16:43
Strand við Noreg
KARMSUND
© Frits Olinga-Defzijl
KARMSUND
© Frits Olinga-Defzijl
KARMSUND
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
© Frits Olinga-Defzijl
14.05.2014 16:48
Goðafoss III
Svona sagði Morgunblaðið frá komu skipsins 24 mars 1948
GOÐAFOSS III var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt ARIMATHIAN og 1970 fær það nafnið KRIOS. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Og það blés ekki byrlega fyrir þessu nýja skipi þ 26 mars 1950 lendir það í árekstri á Elbunni Þá á leið frá Hamborg til Gdynia Þoku var um kennt Svona segir Alþýðublaðið frá atburðinum þ 29 mars 1950
Og svona leit stefnið á skipinu út eftir áreksturinn
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Systurskip ALGOMQUIN VITORY skipsins sem GOÐAFOSS rakst á
Svo leið rúmt ár þá lendir skipið aftur í árekstri á Elbunni nú við dýpkunnar skipið,LADENSAND. Skeði það rétt undan Glückstadt.Slapp GOÐAFOSS lítið skemmdur frá þessu en LADENSAND mun hafa skemmst mikið GOÐAFOSS var á leið frá Hamborg til Antverpen Ástæða þessa áreksturs mun hafa verið að sjálfstýringunni mun hafa verið"kúplað" inn án þess að rétt stefna hafði verið stillt inn
GOÐAFOSS
Þ 15 febr 1957 er skipið statt á Húsavík þegar skellur á óveður Það slitnar frá bryggju og á leiðinni út úr höfninni tekur það niðri og stórskemmir botnin. Gert var við skipið til bráðabirða á Akureyri en til fullnustu í Kaupmannahöfn
Við lestun á frosnum fiski í Eyjum.
© tryggvi Sig
Þ 24 febrúar 1961 hlekkist svo skipinu á í Ólafsfirði. Þangað var það að koma til að lesta skreið og fiskimjöl. Var skipstjóra farið að leiðast eftir leiðsögumanninum, en þegar hann sá, að hann var kominn heldur nærri grynningunum vestan við höfnina, bakkaði hann út á fjörðinn aftur og ætlaði að taka stóra beygju frá og
fara lengra út á fjörðinn. Norðnorðaustan strckkingsgola var á, en kvikulaust er þetta gerðist. Er skipstjórinn var að ná beygjunni, hrakti golan skipið upp í sandinn og festist það þar strax í morgun rétt vestan við vestari hafnargarðinn Togarnir STLÉTTBAKUR og HARÐBAKUR drógu svo skipið út lítið eða ekkert skemmt
Hér í New York

Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér fastur í ís í Finnska Flóanum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
12.05.2014 21:24
Strandveiðar!!!!
© Yvon Perchoc
© Yvon Perchoc
12.05.2014 18:09
Mohammed H
HA DONG
Skipið var smíðað hjá Donghae SB Co.í Ulsan Kóreu 1986 sem: SIRIUS Fáninn var:Bahamas Það mældist: 5561.0 ts, 6700.0 dwt. Loa: 107.70. m, brd 17.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum:En 2003 fékk það nafnið HA DONG Nafn sem það ber í dag undir fána Moldóvíu
HA DONG í vandræðum. Það munaði litlu að ílla færi. En allt fór samt vel.
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
© Maritime Bulletin
08.05.2014 20:58
Brúarfoss II
BRÚARFOSS II
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það liggur við að ég þori að fullyrða að á fáum íslenskum farskipum hafi verið búið eins vel að skipshöfninni eins og á þeim tveim
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Ålborg Værft A/S í Ålborg Danmörk 1960 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist 2337 ts 3460.dwt.Loa:102.3 m.Brd: 15.8m.Eimskip selur skipið 1980 til Panama.Það heldur nafninu. 1984 er það selt til Nova Scotia og fær nafnið Horizon. 1986 nafni breitt í Willem Reefer. 1987 í Triton Trader.1989 í Global Trader. 1990 í Triton Trader.aftur Þ.15/12 1987 þegar skipið var statt 300 sml SA frá Halifax á leið frá New London til Ashdod kastast farmurinn til í skipinu og yfirgaf skipshöfnin það. Það var svo dregið inn til Shelburne NS með 30°halla. Komið var þangað á afangadagskvöld. Þ 26-04-1990 er svo lagt af stað með skipið í togi til Indlands, Það var svo rifið í Alang í ágúst 1990..
© Handels- og Søfartsmuseets.dk

Baksíða Moggans þ 11 -11 1972

Svo sjötta síða Tímans þ 24-11-1972

Að kvöldi þess 10 september 1980 lagði svo Brúarfoss II af stað vestur um haf til USA með farm af frystum fiski. Allt gekk vel í fyrstu en að morgni fimmtudags 18 september lendir skipið í harkalegum árekstri við þýska flutningaskipið John M. Ekki urðu slys á mönnum en skemmdir urðu töluverðar en þó meiri á Brúarfossi
Hér eftir að hafa fengið á "snúðinn"
Hér er John M á góðri stund í Sharpness Englandi
Skipið var smíðað hjá
Lindenau í Kiel Þýskalandi 1970 sem: JOHN M.REHDER Fáninn var:þýskur Það mældist: 3999.0 ts, 6233.0 dwt. Loa: 117.00. m, brd 16.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1979 JOHN M. - 1983 MILAS -1985 NEAPOLIS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipinu hlekktist á í Eyjahafinu 36°.29´0 N og 023°.00´0 A 17.01.1985 og var upp úr því rifið í Grikklandi
© Mac Mackay
Myndir í Mogganum þ 7 okt 1980
Mér hefur alltaf þótt systurskipin Selfoss og Brúarfoss sérstaklega sá síðarnefni með fallegustu skipum sem um höfin sigldu
BRÚARFOSS II
© Mac Mackay
©Tryggi Sig
© Tryggvi Sig
06.05.2014 11:13
LUNAMAR
Hér sem ARALDIEP
© J. Viana shipspotting
Hér sem ARALDIEP að koma til Figueira da Foz í Portugal
© J. Viana shipspotting
Hér er skipið að fara út frá Figueira da Foz
© J. Viana shipspotting
© J. Viana shipspotting
© J. Viana shipspotting
02.05.2014 20:12
Selfoss II
Baksíða Moggans 29 nóv 1958
SELFOSS II
Skipið var smíðað hjá Aalborg Vaerft í Aalborg Danmörk 1958 sem:SELFOSS Fáninn var:íslenskur Það mældist: 2339.0 ts, 3460.0 dwt. Loa: 102.30. m, brd 15.80. m Skipið gekk aðeins undir tveimir nöfnum. En það skemmtilega við það, var að skipið hélt fjórum af sjö stöfum úr fyrra nafni sínu en 1982 fékk það nafnið ELFO undir því nafni gekk skipið uns það var rifið í Pakistan 1985
Svo skeði þetta 4 okt 1973 Skipið strandaði á Vestdalseyri í Seyðisfirði og sat þar fastur um skeið
Skipið sat þarna fast um tíma og þurfti að lokum fjögur skip til að "Selurinn" haggaðist af strandstað REYKJAFOSS reyndi fyrst án árangurs Síðan bættist systurskip hans SKÓGAFOSS við en ekkert gerðist Svo bættust varðskipin ÞÓR og ÓÐIN í hópinn og þá lét "þrákálfurinn" eftir
Og svo 16 júní 1982
SELFOSS II
© Lars Brunkman
@ Anna Kristjáns
Og til að vera óheyrilega skáldlegur má benda á sömu samtöluna út úr ártölunum sem skipið var byggt og rifið eða 23 Þarna bara víxluðust bara 5 og 8
27.04.2014 22:34
ST.XAVIER MARIS STELLA III
ST.XAVIER MARIS STELLA III heitir skip sem í dag siglir á þessum slóðum eða við Frencisc Polynesia
ST.XAVIER MARIS STELLA III
© mattib
ST.XAVIER MARIS STELLA III
© mattib
© mattib
© mattib
© mattib
COASTER EMMY

©Haraldur Karlsson.

©Haraldur Karlsson.
Svo hét hún BREMER NORDEN
© Frode Adolfsen
26.04.2014 16:55
Dettifoss I
Grethe Nilsen gefur DETTIFOSSI nafn 24 júlí 1930
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
DETTIFOSS sjósettur 24 júlí 1930
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Skipinu stjórnaði í byrjun Einar Stefánsson skipstjóri
Heð Hallgrím Jónsson sem yfirvélstjóra
DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktna.
Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Endalok DETTIFOSS ætti að vera öllum fullornum íslendingum kunn en þýskur kafbátur skaut hann svo niður 1945 og þar fór skjöldurinn góði sem var minnismerki um fórnfýsi íslenskra einnig í hafið .Hér má sjá um endalok Dettifoss. Það má líka segja um kaldhæðni örlaganna að bæði GOÐAFOSS og DETTIFOSS sem voru kölluð "Hamborgarskip" Eimskipafélags Íslands voru skotin niður af þýskum kafbátum Og einnig má hafa í huga að DETTIFOSS var smíðaður með Þýskalandssiglingar í huga. En við nútímamenn verðum að skilja það að þessir þýsku kafbátamenn voru að þeirra áliti að þjóna sínu föðurlandi sem og íslensku sjómennirnir sem mistu lífið í WW 2 voru að gera
DETTIFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér læt ég þessari upprifjun á uppvaxtarárum og fyrstu skipum Eimskipafélags Íslands lokið. Á árunum 1915 -1930 Eignaðist félagið sjö skip Létu byggja fimm keyptu tvö notuð