Færslur: 2009 Október
18.10.2009 14:09
Hvassafell I
Hvassafell I
1sta skip SÍS
Byggt á árunum 1943-46 hjá Ansaldo Cerusa, Voltri Ítalíu.SÍS keypti skipið nærri fullsmíðað.Það var 1690 ts,2300 DWT.Loa 83.6 m .Brd 12.3 m. SÍS seldi skipið 1964 til Panama (Marcresta Cia Naviera ,Sa Panama)Og hlaut það nafnið Ana Paula. Það var rifið í Split í maí 1969
11.10.2009 16:11
Quest
Quest ex Disko II ex Saqqit Ittuk Snaggaralegur Grænlenskur farþegabátur
Myndin frá Þóroddi Sævari Guðlaugssyni
11.10.2009 16:01
Comandör Stuart
Comandör Stuart ex Galo ex Herjólfur II.Þessa mynd af gamla Herjólfi sendi Sigmar Þór mér.Þarna er búið að breyta skipinu í einhversskonar rannsóknarskip
11.10.2009 13:37
Flaggskipið
Þetta skip ætti að vera óþarfi að kynna,Danskur meglari sagði eitt sinn við mig að danir hefðu öfundað okkur af skipinu. Þeir áttu sem sé engan "Gullfoss"Sennilega ein besta landkynning sem Ísland átti á "gullaldarárum" þess,Myndina tók Torfi Haraldsson
11.10.2009 13:17
Rinto
Rinto hét hann þessi byggður í Noregi 1958 Og var að mig minnir í leigu hér við land, Væri fengur í að,ef menn myndu eftir skipinu að segja nánar frá því.Myndina tók Torfi Haraldsson kring um 1960
10.10.2009 19:06
Þessa skemmtilegu mynd af Herjólfi II sendi Sigmar Þór Sveinbjörnsson mér,
10.10.2009 18:45
Mar ex Edda ex Glaciar Blanco ???
Þessi mynd sem Þóroddur Sævar Guðlaugsson sendi mér er held ég af Mar ex Edda ex Claciar Blanca