Færslur: 2010 Apríl
28.04.2010 12:59
Gamlir en hverjir??
Þessir flögguðu íslenskt Hverir eru þetta ??? 1stan skal telja Lagarfoss sem var byggður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands. Skipið mældist 2923,0 ts 2700,0 dwt. Loa: 94.70 m brd: 14.10 m Skipið var selt til Singapoore 1977 og hlaut þá nafnið East Cape. 1980 nafnið Hoe Aik Skipið var rifið 2002
Hér sem Hoe Aik:
@Blue Funnel Bert Shipsnostalgia
Næst er skip sem byggt var fyrir Eimskipafélag Íslands 1965 hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk sem Reykjafoss. Skipið mældist 2435.0 ts 3830.0 dwt. Loa: 95.60 m brd: 13.70 m. Skipið var selt úr landi 1980 og fékk nafnið Gavilan 1988 San Ciro. 1990 Neo Fos 1991 Mercs Komari Skipið var rifið í hinum fræga skipakirkjugarði í Alang Indlandi í mars 2004
Hér sem Gavilan;
@ric cox
Þetta skip var byggt hjá Meyer J.l í Papenburg Þýskalandi 1966 sem O.R. Schepers fyrir þarlenda aðila .Það mældist 500.0 ts 1235.0 dwt. Loa: 73.60.m brd: 11.52.m 1970 fær skipið nafnið Osteclipper 1944 kaupir Hafskip h/f í Reykjavík skipið og skírir Hvítá 1978 er skipið selt til Egyptalands og fær nafnið Halima Awal 1981 nafnið Alima Selt 1987 til Ítalíu og fær nafnið Monte Cervati 1992 Geto 1994 Jihad I 1997 Nour El Moustafa 2001 Younes 2006 Rahma nafn sem það ber í dag og veifra fána Sierra Leone
Næst er það skip sem byggt var hjá Sietas Shipsyard í Neuenfelde í Þýskalandi 1982 sem Asian Eagle fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3899.0 ts 7787.0 dwt.Loa: 106,50 m brd: 19,30 m 1982 fær skipið nafnið Helios 1983 Katherine Borchard 1982 Helios 1986 Cape Henry 1987 Helios 1988 kaupir Eimskip skipið og skírir Bakkafoss. Skipið selt úr landi 2003 og fær nafnið MSC Baleares. 2003 Pelamber 2005 Tyrrhenian Star og 2006 Africa B Nafn sem það ber í dag og veifar fána Panama @rolf guttesen
Að lokum skip sem byggt var hjá Sietas Shipsyard í Neuenfelde í Þýskalandi 1992 sem Oriolus fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3899.0 ts 7787.0 dwt.Loa: 106,50 m brd: 19,30 m 1983 fær skipið nafnið CCNI Antartico,1989 Oriolus 1993 Nedlloyd Dragon 1994 kaupir Eimskip skipið og skírir Goðafoss 2000 fær skipið nafnið Skóarfoss Það se selt úr landi 2007 og skírt Letoon Nafn sem það ber í dag veifandi fána Liberiu
Sem Letoon
@jonathan allen
27.04.2010 22:44
"rasshús"
@anna kristjáns
@tryggvi sig
25.04.2010 22:29
Hverjir eru þetta??
Öll þessi skip flögguðu íslenskum fána. Og til að gera þetta aðeins erfiðara þá eiga sum af þeim systurskip og ég vil helst vita rétta nafnið. Hér eru skipin með réttu útliti. 1stur er Selfoss. Ég hef gert grein fyrir skipinu hér á síðunni. En það var byggt í Ålaborg 1958 og rifið á Gadani ströndinni 1985
@anna kristjáns
Næsta skip var byggt sem Andromeda hjá Kramer & Booy Shipsyard í Kootstertille Hollandi 1966 fyrir þarlenda aðila. Skipið mældist 1450.0 ts 1968.0 dwt Loa: 80.30 m 11.80 m 1969 fær skipið nafnið Grecian Hafskip h/f Reykjavík kaupa skipið 1974 og skíra Selá Skipið er selt til Panama 1980 og skírt Ghada 1983 Jarash 1996 Mariam 1997 Safaga Island 2001 Lady O Skipið sökk N af Psara eyju í Eyjahafinu 17-01-2005 Hér sem Grecian
@ric cox
Næsta skip hét hér Skeiðfoss Ég hef gert grein fyrir skipinu fyrr hér á síðunni Það var byggt 1967 Skipið strandaði á hinu fræga Anegada de Adentro.coralrifi í S-verðum Mexico flóa 02-01-1990 og var rifið uppfrá því
Að síðustu "gamall og kær kunningi" Sem var smíðaður sem Vela hjá Fosen MV í Fevåg Noregi 1974 fyrir þarlenda aðila 1981 taka Ríkisskip skipið á leigu og 1983 var nafni breytt í Hekla 1984 kaupir svo Ríkisskip skipið. Eftir hringl með eiganda og nöfn (þá sögu kann ég ekki til hlítar)1992 Búrfell 1993 Katla 1993 er það selt úr landi og fær nafnið Nour Han 1995 Lena 2002 Baröy Nafn sem skipið ber í dag en það flaggar fána St Vincent and Grenadines
Hér sem Lena
25.04.2010 18:49
Forseti
Ég var að skoða erlenda skipasíðu þegar ég rakst á þetta skip sem hét einusinni því skemmtilega nafni "Forseti" Það var byggt hjá Ferus Smit Shipsyard í Westerbroken í Hollandi fyrir þarlenda aðila sem Balticborg 1991. Það mældist 1999.0 ts 3015.0 dwt Loa: 82.0 m brd: 12,60 m 2003 fær skipið nafnið Ivy 2005 nafnið Forseti þá var þetta sem vakti undrun mína;" 2005 "FORSETI" Owner: Noatun Shipping Ltd., Valletta, Malta. Flag:Malta/Valletta". Hljómar svolítið íslenskt bæði nafn skips og eiganda ekki satt ?. 2007 fær það svo nafnið Roseburg nafn sem það ber í dag og það veifar flaggi:Antigua and Barbuda
25.04.2010 15:09
Múlafoss
Mér þótt þetta skip og systur þess alltaf hin snotrustu skip. Skipið var smíðað hjá Kramer & Booy Shipsyard Kootstertille í Hollandi 1967 Sem Veritas fyrir þýska aðila Það mældist 1395.0 ts. 2624.0 dwt. Loa: 80.0 m brd 11,70 m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1972 og skírir Múlafoss. Skipið er selt úr landi 1984 og fékk þá nafnið Apollonia XI 1984 Maria T 1988 Tania P og 1989 Nefeli. Það strandaði 16 sml N af Preveza 06-01-1993 og var þar til. Ég sigldi oft þetta sund og mig minnir að ég hafi sér flak á þessum slóðum. Hefði ég vitað þetta fyrr hefði ég athugað málið betur
@Anna Kristjáns
@Anna Kristjáns
Þarna einhverstaðar bar hann beinin blessaður
23.04.2010 19:32
Ýmis óhöpp
Hvað er kallinn að velta sér uppúr slysum og óhöppum hugsar nú sennilega einhver. En nú er 1 mánuður og 13 dagar til Sjómannadagsins. Og á hverjum slíkum dagi er fallina minns og hugurinn hjá þeim sem slasast hafa um leið og sjómenn gera sér dagamun með fjölskyldunni. Og mig langar til að vekja núverandi kynslóð sjómanna til frekari umhugsunar um öryggismál sín. Hugsa um þau á öðrum nótum en mín kynslóð gerði að miklu leiti. Ekki þessum "ertu sjóhræddur vinur"nótum.Og þótt málshátturinn :"Hvað ungur nemur, gamall temur." standi alltaf fyrir sínu, á hann kannske alveg við í þessu einstaka tilfelli Þó skipin stækki og tækninni fleygi fram og öryggi sjómanna þúsundfaldist munu mannleg mistök ævinlega fylgja mannkyninu ja allavega einhverja áratugi í viðbót
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22597/
23.04.2010 12:18
Óskiljanlegt
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22592/
23.04.2010 09:22
Sofandi eða drukkinn !!!!
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22586/
22.04.2010 15:50
Dráttarbátur í vanda staddur
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22580/
22.04.2010 13:20
Gamlingar en hvaða?
Öll þessi skip flögguðu íslenskum fána að einum undanskildum hverjir eru þetta;
Tekið skal fram að ég fékk góðan vin minn til að "sýsla" aðeins með myndirnar til að gera þetta aðeins erfiðara.1stan meðal jafninga er skip sem byggt var hjá Keremer Sohn Shipsyard í Elmshorn 1962 sem Rangá fyrir Hafskip h/f í Reykjavík Það mældist 499.0 ts 1666.0 dwt.Loa:66.50 m brd: 10,20 m Hafskip selja skipið 1974 ril Danmörk og fékk það nafnið John. 1985 nafnið Eastland 1989 sitt gamla nafn Ranga að vísy vantaði kommuna yfir aið í restina 1990 nafnið High Wind 1990 Kostas P og 2005 Philippos K Það kviknaði í skipinu 21-07-2007 í Perama á eyjunni Corfu Upp úr því var skipið rifið á ninni ilræmdu Aliaga strönd á Indlandi sama ár.
@Ric Cox
@Ric Cox
@Ric Cox
Næst var svo skip sem byggt var hjá Frederikshavn Værft A/S í Frederikshavn Danmörk 1975 sem Mercandian Supplier fyrir Mercandia Rederiene (Per Henriksen).Það mældist 1599,0 ts 2999,0 dwt. Loa: 78.30 m brd: 13,10,m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1977 og skírir Háafoss. Skipið er selt til Svíþjóðar 1981 þar sem það fékk nafnið Nogi 1990 fær það nafnið Depa Quarta 1994 Averno og 1995 Emelie.Nafn sem það ber í dag og flaggar fána Tanzaniu
@Ric Cox
Næst er það skip sem ég hef lýst hér á síðunni og gekk undir nafninu Selfoss hér á landi En eins og fyrri mynd var átt svolítið við myndina til að gera skipið óþekkjanlegra Hér sem Selfoss:
@Ric Cox
Og hér sem Gardsun en skipið siglir í dag undir nafninu Gloría og veifar rússnesku flaggi
@Ric Cox
Að síðustu er það skip sem byggt var hjá Örskov Christensens Shipsyard í Frederikshavn í Danmörk 1991 sem Maersk Euro Tertio fyrir danska aðila Það mældist 7676.0 ts 8509.0 dwt. Loa: 126.60 m brd: 20.70 m 1994 fær skipið nafnið Hanne Sif 1995 Elisabeth Delmas 1996 Vento Di Ponente 1996 Hanne Sif 1999 kaupa ? Eimskip skipið og skíra Selfoss. Nafn sem það ber í dag em veifar flaggi Antigua and Barbuda
@Ric Cox
22.04.2010 13:13
Gleðilet sumar !!!
21.04.2010 17:15
Sumrinu fagnað með Ölmu
Það fór eitthvað úrskeiðis hér á síðunni. gær Tæknin að stríða mér. En í gær kom hún Alma með 1 dag í viðbót við vorið sem átti að koma í dag. En hér er nú allt hvítt og hreinlega einn af fáum dögum sem við höfum séð alhvíta jörð hér í vetur.En hún Alma kom mér til að hugsa aðeins málið. Útgerðarmönnum og fiskinnslustöðvum hér hefur verið legið á hálsi að flytja fiskinn út óunninn. En nú vegna erfiðra flugsamgangna heyrist væl eiginlega úr hverju landshorni hve fámuna miklu tjóni menn verði fyrir að setja fiskinn til frystingar. Eru það bara Vestmannaeyjingar sem eru vondu mennirnir í ferskfiskútflutningi. Nóg af því En vorboðinn Alma var byggð hjá Århus DY í Århus Danmark 1997 sem Galaktika.Skipið mældist 3817,0 ts 4000,0 dwt. Loa: 97.60 m brd 15.70 m 1999 fær skipið nafnið Frio Seattle og 2004 nafnið Alma nafn sem það ber enn í dag og veifar Bahamas fána
Hér í höfninni í gær:
@oliragg
@oliragg
@oliragg
@oliragg
Og hér í erlendri höfn.
@humbertug
20.04.2010 20:33
Hvaða skip???
20.04.2010 16:29
Frosnir Víkingar og þýskar borgir
Hér í Ejum hafa verið góðir gestir. Um helgin skip sem byggt var hér:
Eða hjá Slovenske Lodenice í Komarno. í Slóveníu 1997 sem Northern Lindnes fyrir norska aðila Skipið mældist 2446.0 ts 3860.0 dwt. Loa: 87.90 m brd: 12.90 m. 2004 fer skipið undir Wilson-grúppuna og fær nafnið Wilson Brake ( sennilega eftir borginni Brake í Þýskalandi ) Skipið kom hingað með saltfarm
@oliragg
@oliragg
@Sreve Woodward
Svo er það frosni víkingurinn. Viking Frio. Skipið var byggt hjá Ulstein Halto í Ulsteinvik Noregi fyrir þarlenda aðila 1979 sem Norcan Það mældist: 1183.,0 ts 2432,0 dwt. Loa: 81.80 m .,brd; 14,20 m 1994 fær skipið nafnið Green Frio og 2007 Viking Frio nafn sem skipið ber í dag og veifar norsku flaggi
Hér bíður "Lóðsinn" eftir "Víkingnum"
@oliragg
Og hér birtist hann
@oliragg
Og þeir halda inn.En hér í forgrunni er Dala-Rafn nýjasti bátur Þórða Rafns Sigurðssonar útgerðarmanns En Rabbi(eins og hann er kallaður í daglegu tali) þótti fjan.. glúrinn með stór skip en hann var um tíma hafnsögumaður hér í Eyjum
@oliragg
og áfram halda þeir
@oliragg
@oliragg
@oliragg
@oliragg
Hér tryggilega bundinn í höfn friðarins
@oliragg
Eyjafjallagosið hafði sett smá svip á forkantinn sem sést vel ef myndin hefur"skannast"vel
@oliragg
Hérna er "Víkingurinn" nýr af nálinni
@Jan van Oost
16.04.2010 12:33
Helgafell
Þetta er nú aðallega fyrir minn góða vin og fv skipsfélaga Magnús Helgason Hinum ötula vélstjóra sem sem er yfirvélstóri á skipinum. Hér er skipið alltaf aðrahvora viku að lesta úttflutning. Og þarna er snyrtimennskan í fyrirrúmi eins og á systirinni
Helgafell í Eyjum í morgun