Færslur: 2010 Apríl
06.04.2010 23:27
Bisp 2
Þann 13 1939 var skipið statt í Vestmannaeyjum og losaði kol. Þá réðust 3 íslendingar á það. Þeirra elstur var Þórarinn Sigurður Thorlacius Magnússon frá Hvammi Vestmannaeyjum f 27-11-1906.Giftur og 2ja barna faðir. Kona (12-09-1931) Anna Halldórsdóttir .Börn:Guðrún Ársæl f 15-01-1931 búsett í Noregi.Og Bergsteinn Theódór f 01-11-1933 d 12-08-1991. Þórarinn var harðduglegur sjómaður og mun aðalástæðan fyrir því að hann réðist á skipið að tekjur á svona skipum heilluðu. Ætlaði hann sér að safna sér peningum til að setja í kaup á bát. Þórarinn SIgurður Thorlacius Magnússon
Þórarinn átti systir í Vestmannaeyjum Önnu Sigrid Magnúsdóttir. Móðir Þórarins Sigurðar Sigurðsson rafvirkjameistara og athafnamanns í Vestmannaeyjum Þegar Anna gekk með Þórarinn vitjaði Þórarinn bróðir hennar systur sinnar í draumi og vildi komast inn til hennar. En hann komst aldrei nema hálfur inn. Anna réði drauminn þannig að bróðir hennar hafi verið að vitja nafns en þegar hún lét skíra son sinn sleppti hún síðasta nafninu. Og drengurinn var skírður Þórarinn Sigurður, Næst elstur af þremenningunum var Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri Steinsmýri í Meðallandi f 23-12-1918 Ókvæntur og barnlaus. Haraldur var bróðir hin kunna fjölmiðlamanns Magnúsar Bjarnfreðssona og þeirra fjölmörgu systkina Haraldur Bjarnfreðsson
Yngstur var svo Guðmundur Eiríksson frá Dvergasteini í Vestmannaeyjum f 30-05-1919. Ókvæntur og barnlaus. Guðmundur var bróðir Þórarins Eiríkssonar sem gekk undir nafninu Lalli og ávallt kenndur við bát sinn Sæfaxa.Þessir 3 menn voru ekki einu Vestmannaeyingarnir sem höfðu siglt á Bisp. Guðmundur Eiríksson
Þegar þetta skeði höfðu 2 aðrir menn þaðan verið á því að minnsta kosti í 3 ár þar á undan, En höfðu hætt á skipinu þarna um haustið Þetta voru þeir Skarphéðinn Vilmundarson f 25 janúar 1912 og Hannes Tómasson frá Höfn f 17 jún 1913.Skarphéðinn var sjómaður framan af en hætti sjómennsku og fór að vinna við Vestmannaeyjaflugvöll. Hann lærði flugumferðarstjórn og starfaði sem slíkur til 1968 að hann hætti störfum vegna veikinda 1968. Hann var giftur Margréti Þorgeirsdóttir f 18-01-1921 d 19-06-1990 Börn þeirra; Yngvi Geir skipstjóri í Vestmannaeyjum og fósturdóttir: Guðfinna Guðfinnsdóttir (bróðurdóttir Margrétar) Skarphéðinn lést 28 júlí 1971.
Skarphéðinn Vilmundarson
Hannes Tómasson hætti á Bisp til að fara í Stýrimannanám. En hann og skipstjórinn höfðu samið um að hann kæmi þangað aftur ,að námi loknu. Af því varð ekki af skiljanlegum ástæðum. Hannes lauk prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík vorið 1942 og byrjaði eftir það á að leysa af sem stýrimaður á ES Kötlu. Hannes Tómasson sem fiskimaður
Síðar varð hann stm og skipst. hjá Skipadeild SÍS Hann hætti til sjós 1962 og fór að vinna hjá Skeljungi Þar hætti hann svo sökum aldurs 1990 , 77 ára. Hannes var giftur: (1944) Kristínu Sigríði Jónsdóttir 04-04-1919 d 14-06-2002 og áttu þau 2 syni Sverri og Tómas. Hannes dó 14-10-2003.(sjá má viðtal við Hannes í HEB 5 tbl mai 2000) Hannes sem farmaður
Fyrrgreindir 3 menn þ.e.a.s Þórarinn, Haraldur og Guðmundur voru fyrstu íslendingarnir búsettir hér á landi til að týna lífi í hinum ægilega hildarleik sem seinni Heimstyrjöldin var.Að vísu hafði 1 íslenskur ríkisborgari Robert Bender farist af dönsku skipi En Robert hafði verið búsettur í Danmörk í mörg ár.Rúmlega 400 íslenskir sjómenn týndu lífi í hildarleiknum.Þess ber að geta að þegar Bisp var sökkt var Noregur yfirlýst "hlutlaust" ríki.
Fisklöndun Í Vestmannaeyjum tyrri tíma.En Bisp flutti oft saltfisk frá Vestmannaeyjum
En þjóverjar höfðu sett hafnbann á England og Bisp hafði verið verið í skipalest "Convoy HN " frá Noregi til Englands í des 1939 En þrátt fyrir að þjóðverja hefðu haft vitnesku um það þá er bara talað um steamer eða gufuskip í tilfellum Bisp og Varildí í fyrstu skýrslum þjóðverja um endalok þessara skipa.Endalok kafbáta foringanna og bátanna urðu þessi: Otto Kretschmer foringi á U 23 fæddist 01-05-1912 dó 05-08-1998. Ernst Mengersen foringi á U 18 fæddist 30-06-1912 dó 06-11-1995 Hvað bátana snertir þá skemmdist U 18 mikið í Constanta í Rúmeníu 20-08 1944 þegar Rússar gerðu árás á höfnina.Skipverjarir sökktu bátnum upp úr því. Rússar náðu honum upp og notuðu til 27-05-1947 að þeir sökktu honum út af Sevastopol Endalok U23 urðu þau að áhöfnin gafst upp fyrir Rússum eftir að hafa sökkt bátnum á 41°11´N 30°00´A
06.04.2010 17:05
Mál að linni
@synchroduv Vesseltracker.com
Skipið var á leið frá Irak til USA með 2 milljónir tunna af hráolíu að verðmæti yfir 23 milljarða íslenskra kr Áhöfnin er 5 S-Kóreiskir yfirmenn og 19 Philipína sagt er að herskip frá S-Kóreu eltir skipið og ætlar víst að reyna að ná því aftur, En það er nú aldeilis á hætta meö 2 milljon tunnur olíu um borð Enn og aftur og enn hefur Davíð slegið Golíat við.
Farkostir sjóræningana:
Og et tryggingarfélögin fara ekki að láta til sín taka, þá er eitthvað að. Og ef ekki verður farið að athuga að launum sjómannana þá er líka eitthvað að. Ég er fullviss um að þar er hundurinn grafinn. Sérstaklega eru það þessar stórútgerðir hafa menn á lúsarlaunum þótt þær borgi hluthöfum sínum milljónir í arð. Og SÞ virðist algerlega máttlaust í þessu sem og öllu öðru. Það er svipað og með alþingi íslendinga það mætti loka þessum fínna manna klúbbum
Svona ætti að koma í veg fyrir þetta
Húsakynni sjóræningana
06.04.2010 02:41
Pourquoi Pas?-
http://solir.blog.is/blog/solir/entry/319818/#comments
05.04.2010 21:45
Heilsubót
Sumir sem eru ornir heilsutæpir geta nú kannske meir en áður fengið bót já og andlitsupplyftingu Bæði skip og menn. Hér er dæmi um skip sem þannig var farið um
Fyrir
@yvon
Eftir@yvon
05.04.2010 20:54
Döpur endalok
Sumir sjómenn allavega hér áður fyr héldu því fram að skipin hefðu sál. Ekki hef ég vit til að dæma um það en ef svo er hlýtur það að vera sárt vera einn og yfirgefin og og grotna niður einhverstaðar "in no where" Mig grunar að svona sé komið fyrir sumu gömlu fólki sem kannske á engan að og er að "grotna" niður inni á stofnunum eða jafnvel eitt síns liðs í heimahúsum Hér eru nokkur dæmi 1 skip sem margir okkar "gamlingarnir" þekktum frá fyrri tíð sem Vatnajökul Ég hef gert grein fyrir skipinu fyrr hér á síðunni
@yvon
Síðan koma nokkrir ónefndir
@yvon
@yvon @yvon
@yvon
@yvon
@yvon
@yvon@yvon
Enginn má taka þetta þannig að ég eitthvað einn og yfirgefinn.Ef allir hefðu það eins og ég umvafinn kærum ættingum, vinum og nágrönnum væri gaman að lifa. En ég er kannske að ýa að unga fólkinu að taka meira tillit íl gamla fólksins Og láta það ekki fara í taugarnar á sér Því að alveg eins og þessi skip sem einu sinni voru ný og glæsileg verða flest allir gamlir og lúnir. Og þá kannske eins og þessi skip einir og yfirgefnir
05.04.2010 20:26
Margur er knár þó hann sé smár
Þetta litla skip var smíða 1965 fyrir danska aðila hjá Frederikshavn Værft & Tørdok, Frederikshavn, Danmörk og hét 1st CEREAL Það mældist 299.0ts ????dwt. Loa:54.26 m brd: 9. m Seinna bar það þessi nöfn:71 - FENRIS 83 - ODIN ACE 86 - SEAPINE 89 - EDRA
Hérna ný:
Hérna í brælu í Biscay.Hún er á ferð frá Aberdeen, Scotland, til Alsír, Alsír,með kartöflur.Í des 1979. Á dekki voru 2 stórar vélar( heavy machinery,) Annari hafði skolað fyrir borð og hafði stýrimanni skipsins einnig tekið útbyrðis. Í svona tilfellum þarf mikinn þurfa menn að sína af sér mikla sjómennsku Skipið leitaði hafnar í Brest eftir áfallið
Og hérna í drydock í Brest 29-12-1979. En þarna er hún til viðgerðar eftir áfallið við Ushant@yvon
04.04.2010 20:42
Tilraunir
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/22300/
04.04.2010 19:35
Kvenskipstjórar
Þessi fallega kona Carin Star Yanson sænsk að þjóðerni var 2007 var 1sta kona til að stjórna stóru farþegaskipi eða svokölluðum cruise ship. Name: Monarch of the Seas Registry: Norway Builder: Chantiers de I'Atlantique Country Built In: France Ship Completed Date: 11/17/1991 Christened By: Lauren Bacall Call Letters: LAMU4 Refurbished Date: 6/1/2003 Capacity: 2744 Number of Crew, Nationality: 858, International Gross Tonnage: 73941 Stabilized: Yes Average Speed: 22 knots Maximum Speed: 22 knots Length:268 meters Beam: 32 meters Space Ratio: 32.3:1 Number of Passenger Decks: 11 Number of Inside Rooms: 445 Number of Outside Rooms: 732 Number of Restaurants: 3 Number of Pools: 2 Number of Elevators: 3 Voltage: 110/220 Non-Smoking Dining: Yes
Skipið Monarch of the Seas er ekkert smásmíði Hér er lýsingin á skipinu:
Og hér er dallurinn:
Þessi kona Josie Kurtz er 1sta kona til að taka skipherra stöðu hjá Canadíska sjóhernun
Josie Kurtz
Hér er dallurinn:
Hér er lýsing á græjunum sem þessi kona stjórnar
Displacement: 4,770 t (4,770.0 t)
Length: 134.1 m (439.96 ft)
Width: 16.4 m (53.81 ft)
Draught: 4.9 m (16.08 ft)
Speed: 29 kn (53.71 km / h)
Range: 9,500 nmi (17,594.00 km)
Crew: 225
Armament: 8 x MK 141 Harpoon SSM - Missiles
16 x Evolved Sea Sparrow Missile SAM / SSM - Missiles
1 x Bofors 57 mm Mk 2 gun - gun
1 x Phalanx CIWS (Block 1) - guns
8 x M2 Browning machine guns - guns
4 x MK 32 torpedo launchers - weapons
Helicopter: 1 x CH-124 Sea King
04.04.2010 16:57
Hvalkjöt m.m
@Hannes van Rijn.
@Hannes van Rijn.
Og hérna er svona meðal"coastari" við hliðina á honum
@Hannes van Rijn.
04.04.2010 14:37
Gamlir og nýir tímar
Þó þetta sé nú aðalleg myndsíða er hún líka hugsuð fyrir spjall. Nú líður að Sjómannadegi þessum eiginlega eina degi sem stærsti hluti þjóðarinnar hugsar til þeirra manna sem sækja sjó, Þetta andsk..... lið (þíð fyrirgefið orðbragðið á sjálfan Páskadaginn) sem ekki vill kannast við uppruna sinn annað en við séum komnir af bölvuðum rumpulýð sem nefndir eru víkingar. Þeir eru hafni til skýjanna þótt þetta hafi ekki verið annað en villimenn sem fóru rænandi,ruplandi,nauðgandi um jarðir brenndu konur og börn inni og"huggu mann og annan" eins og svo oft er sagt í hrósandi tón.
Enda furðuleg tilviljun að líkja þessum andsk..... lýð sem kom landinu á hausinn við þá fyrrnefndu. Þetta 1rst nefnda lið verður bara þó þungt sé að viðurkenna að það er komið af fólki sem angaði af slori og kúaskít. það var fólk sem þannig angaði sem kom þeim fótum undir þessa þjóð áður en fólk sem angaði af Boss og Chanel 5 fór með allt til andsk..... En aftur og enn munu það verða sjómenn sem koma fótunum undir þjóðina.
Ég hef heyrt unga sjómenn tala fáglega um dýrkun okkar eldri á gömlum skipum. Og tala jafnvel um "árabátakalla" En sjómenn í dag mega ekki gleyma að allt þetta byrjaði á að einhverju asna datt í hug að hola innan trjábol og setja á vatn Þannig fæddist 1sti sjómaðurinn. Þeir mega ekki gleyma því að þessu fallegu stóru skip sem þeir sigla á í dag eru tilkomin út af vinnu margra manna við þrældóm og vosbúð. En ég get skilið þessa ungu menn. Ég var ungur nú fyrir hart löngu Ég er það gamall að ég náði að vera í skipsrúmi með mönnum sem upplifðu skútuöldina að ég tali nú ekki um gömlu gufutogarana.
Ég gerði grín að þessu andsk..... "árabátakjaf.... í þeim sem mér fannst. Þegar þeir með glampa í augunum töluðu um gamla"dalla" með kannske 20 manna lúkörum 3 kojuhæðir og lágu jafnvel andfætis. En við í þessum lúxus að vera mest 16 (á Ingólfi Arnar og þeim fyrsu af Nýsköpunartogurunum, en svo var þetta hólfað niður seinna) Að vera með glampa í að tala um skip með vistarverur fyrir 20 kalla í einu haug. Andfúla fretandi og með svæsna táfýlu Reykjandi bæði kolaofn og menn í litlu rými. Hverslags helv.... asnar voru þessir menn. Engin eða léleg loftræsting. Við vorum sem fyrr sagði mest16 En svo eldist maður og maður safnar reynslu í sarpinn og fer að líta málið öðrum augum.
Menn verða gamli og þá hlýtur hugurinn að leita til .þeirra ára sem maðurinn var ungur og frískur og elskaði vinnu sína og lífið. Hvort maðurinn hafði verið í lúkar með 19 öðrum íllaþefandi slánu eða hann var í 1 manns herbergi með ADLS og öllum þessum nútíma græjum Þessvega bið ég ykkur þessa ungu sjómenn í dag gerið ekki grín að okkur gamlingunum þó við séum með glampa í augunum þegar við tölum um gömlu dagana. Því þið verðið vonandi flestir sjálfir gamlir og komið til með að gera það sama.En svo að sjómannadeginum.
Ég veit það ekki en einhvernveginn finnst mér að það mætti færa hann aftar í almanakinu. Í byrjun júni er vorið oft ekki almennilega komið. Og oft hefur veðurlag skemmt þennan mikla hátíðis dag. Það er ekkert skemmtilegt að vera með litla hnátu eða lítinn hnokka í hálfgerum kaldaskít að hlusta á menn sem þau skilja ekki um hvað eru að tala. En munið það sjómenn í dag að þið eru ykkar eigin lífverðir. Fylgist með að öll öryggistæki virki og setjið vel á ykkur hvað Hilmar Snorrason og menn hans eru að kenna ykkur
03.04.2010 23:40
Árekstur í Kiel Kanal
Í fyrradag 02-04-2010 lentu 2 skip í árekstri í Kílarskurðinum Skipin Tankskipið Palchem 1 og bulkskipið Medousa.Þetta skeði eftir að bæði skip höfðu yfirgefið Holtenau Lock. Bæði skipin héldu sömu stefnu og ætlaði Palcem 1 að yfirhala Medousa sem endaði með að skipin rákust saman. Bæði skipin skemmdust og urðu að leita hafnar í N-höfn Kielar Bæði skip eru undir Möltuflaggi og báðar með austantjalds áhafnir
Palchem 1 var byggt 2009 ekki kunnugt um byggingarstað(sennilega Tyrkland) Það mældist 8995,0 ts 14368,0 dwt Loa: 143.0 m brd; 21.0 m 1sta nafn Olympos En strax 2009 nafni breytt í Palchem 1 Skipið er í Tyrkneskri eigu og undir Malta flaggi
Hitt skipið Medousa var byggt hjá Renuidas Caneco Shipsyard Rio de Janeiro Brasilíu 1981 sem Myrthis fyrir þarlenda aðila. það mældist 11119,0 ts 15665,0 dwt Loa: 146.0 m brd: 21,20 m. 1990 fær það nafnið Capo Noli 1993 Al Hasa. 2000 Medusa nafn sem það ber í dag undur Möltuflaggi en er í Grískri eigu
@Tim Schwabedissen vesseltracker.com
03.04.2010 17:01
Bisp 1
Fyrir nokkrum mánuðum frétti ég af að vinur minn og skólabróðir Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal hér í Eyjum væri að taka eitthvað saman um norska flutnngaskipið Bisp sem hafði farist á stríðsárunum. Ég mundi eftir að hafa lesið um skipið enda hafði bróðir 2ja gamalla vina þeirra Ólafs og Vilmundar Bjarnfreðssona Haraldur farist með skipinu, En þeir Óli og Vilmundur sem lést því miður langt um aldur fram fyrir mörgum árum auk Haraldar voru úr hinum stóra systkinahóp frá Efri Steinsmýri í Meðallandi. Ég hafði samband við Ragnar og sagði hann mér að hann hefði ætlað að fá greinina birta í síðasta Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja en ekki fengist þegar til átti að taka vegna plássleysis.
Þegar ég svo ynnti hann eftir þessu frekar virtist greinin hafa gufað upp en hún var komin úr höndum Ragnars, Ég fór því að glugga eitthvað í málið og fann strax út að í janúar í ár voru 70 ár síðan þetta hafði skeð og einnig að þeir 3 íslendingar sem með skipinu fórust voru fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust út af styrjaldarátökunum i WW2. Það endaði með því að ég tók saman svolítið um málið sem svo var birt i 1sta tbl Heima er bezt í ár. Og nú þegar Sjómannadagurinn fer að nálgast finnst mér að þessum mönnum verði sá sómi sýndur sem mér finnst þeir eiga skilið. Og ég vona að ræðumenn dagsins minnist þeirra sem og annara sem fórust í þessum hildarleik. Þeirra fórna sem íslenskir sjómenn færðu og sem byrjuðu á þessum mönnum.
Og þótt ég vilji ekki blanda mér mikið í mál hér í Eyjum hef ég furðað mig á að af hverju nöfn þessara manna séu ekki á minnismerki um drukknaða og hrapaðra hér í Eyjum . Og vænt þætti mér að viðkomandi stjórnendur tækju þetta til athugunnar. Því 2 af umræddum mönnum voru innfæddir Eyjamenn og sá þriðji ofan af landi en skráðist á skipið hér í Eyjum Og skipið hafði verið lengi í siglindum til og frá landinu .Flutt út saltfisk og saltsíld. Kol tímbur og aðrar nauðsynjar til lansins. Þó það væri í flutningum til Noregs er það fórst. Menn sem lásu greinina hafa hvatt mig til að birta hana hér Svo hér er hún aðeins lengri, En verið róleg ég hef kafllaskift þessu svo hér er fyrri(eða eftir eftir efnun og ástæðum) hlutinn sem fjallar aðallega um aðdragandan.Gerið svo vel:
Skipið
@jói listó
Fyrir um það bil 70 árum eða 20 janúar1940 lagði norskt flutningaskip af stað frá Sunderland áleiðis til Åndalsnes í Noregi. Farmurinn var kol. Skipið hét Bisp með heimahöfn í Haugasundi Noregi. Eigandi skipsins var O. Kvilhaug Åndalsnes við Haugasund. Skipið hafð verið mikið í Íslandssiglingum.Með saltfisk salt og kol. Og útgerðarmaðurinn hafði haft fleiri skip í Íslandssiglingum og í strandferðum. Skip hans Ulv hafði farist með manni og mús á Húnaflóa.Þ.á.m íslenskum farþega:, kaupmanni frá Siglufirði. Skipstjóri á Ulv var sonur O Kvilhaug og hafði kona hans verið með honum þessa
Bisp var byggt hjá Sunderland SB Co South Dock Englandi1889 sem Thuro City.Fyrir enska aðila, C.Furness Skipið mældist 998.0 ts 1025,0 dwt Loa:64.0 m brd:9,20.m.1890 er skipið selt til Noregs (Jens Meinic & C ) Og fær nafnið Normandie 1912 fær skipið nafnið Norli (Lie &Roer) Skipið mældist 998.0 ts 1025,0 dwt Loa:64.0 m brd:9,20.m.1890 er skipið selt til Noregs (Jens Meinic & C ) Og fær nafnið Normandie 1912 fær skipið nafnið Norli (Lie & Roer) Skipið kemst í eigu O. Kvilhaug 1913 og fær nafnið Bisp. Og sem fyrr sagði var skipið mikið í Íslandsferðum. Skipstjóri á skipinu hét Rolf Kvilhaug og var sonur útgerðarmannsins. II stýrimaður var einnig sonur útgerðarmansins og hét Sverre. Kvilhaug.
Óvinurinn
Skipinu er svo sökkt sennilega 24 janúar 1940 Í fyrstu var talið að U 23 undir stjórn Otto Kretschmer hefði sökkt skipinu 23 jan en annað hefur komið í ljós Kl 2020 þ 23 jan kemur Kretschmer á U23 auga á gufuskip í sjónpípu sinni á 59°59´0 N og 000°10´0 W og gerir árás Fyrsta árásin misstókst .Tundurskeytið sat fast í tundurskeytarörinu. Kl 2213 gerir kafbáturinn aðra árás sem líka misstókst Kretschmer fylgir skipinu eftir og bíður færis . Otto Kretschmer
Otto Kretschmer
Otto Kretschmer
Daginn eftir kl 1815 gerir báturinn 3ju árásina á 59°29´0 N og nú tekst hún og sekkur skipið kl 1908. En þarna mun hafa verið um að ræða norska gufuskipið Varild. Skipið var á leiðinni frá Horten í Noregi til Shetlandseyja
Kafbátar sömu gerðar og U 23
Nú víkur sögunni að U-18 sem var undir stjórn Ernst Mengerse. þann 24 jan kl 0050 sér Mengersen í sjónpípu sinni gufuskip á 58°29´0 N 000 °10´W skip þetta stefnir í ca NA. Skipið sigldi án siglingaljósa og sigldi í krákustígum (zigzgging) eftir skýrslu sem skráð eftir Mengersen Hann eltir skipið á bát sínum. En alltof bjart var til árásar.
Ernst Mengersen
Ernst Mengersen
Kl 0649 skýtur hann svo tundurskeyti að skipinu en hittir ekki. Kl 0701 skýtur hann einu tundurskeyti til og nú hittir hann skipið. Þarna mun hafa verið um Bisp að ræða.S jómennirnir á Bisp munu því hafa hlutið hina votu gröf kl 7 að morgni hinn 24 janúar 1940
Ég sem hef verið sjómaður alla mína hunds og kattar tíð hef oft hugsað hvílik grimd það er að sitja í leyni í undirdjúpunum fyrir annarar þjóða kollegu sem einskis ills eiga von Hvaða brjálæði er í gangi í hugum þessara manna. Ég las einhverstaðar að stríðsaðilar hefðu mokað eiturlyfjum í sína hermenn hvers tegundar af her þeir þjónuðu. Bandamenn með amfetamin en hinir bensodiapiner. Um sanleiksgildið þess veit ég ekkert um Ernst Mengersen
Ég er að birta myndir af þessum mönnum vegan þessara hugleiðinga minna. Þetta gæti þessvena verið íslenskir sjómenn en þetta eru þeir 2 sem komu að þesari sögu,eins og menn geta getið sér til um. Otto Kretschmer
Hér á efri árum hann gæti þessvegna hafa búið hér í Eyjahrauninu. þið skiljið vonandi hvað ég meina,
Otto Kretschmer foringi á U 23 fæddist 01-05-1912 dó 05-08-1998. Ernst Mengersen foringi á U 18 fæddist 30-06-1912 dó 06-11-1995 Hér lýkur 1sta kafla Myndirnar sem ekki eru merktar eru fengnar af Uboat.net sem og megnið af efninu sem er þessum kafla
03.04.2010 12:12
Kea
Þetta sænska skip (eigandi Holy House Shipping Stockholm) sökk 160 sml VNV af Cape Vilan (NV horn Spánar eða á 43 ° 46.7 N, 12 ° 13.8 W 2ja áhafnarmeðlima er saknað Skipið var smíðað hjá Alianza Shipsyard Avellaneda í Argentínu 1982 sem Claciar Viedma fyrir Empresa Líneas Marítimas Argentina það mældist : 2012.0 ts 10452.0 dwt. Loa:146,50,m brd:21.0 m 1991 fær skipið nafnið Kos Og 1994 Kea. Svíar eru búnir að reka skipið síðan 1998.
@Daniel Ferro
@Daniel Ferro
Skipið var á leið frá St Petersborg til Santa Marta (Colombia) Áöfn var 24(2 Króatar 1 Letti 1 Ukraníumaður 1 Ghani og 19 Filipinar Farmurinn var ammonium nitrate
.Hann kastaðist til og orsakaði slysið.Og sendi distress call Þá var kl 2030 á mánudaginn 29.Úthafsdráttarbáturinn Don India sem var 195 sml frá hélt strax áleiðis að hinu naustadda skipi Nærstu skip Al Mayeda og Sapphire komu á slysstaðinn 10 tímum eftir neyðarkallið,Þegar þau komu á staðinn var ölduhæðin 7-8 metra og skyggni lélegt 5 skipverjar af KEA höfðu lent í sjónum Spænsk þyrla bjargaði 1 og 2 var bjargað um borð í Shapphire En 2 hurfu mönnum sjónum. Um 1300 hafði Don India komið á vettfang. Hann gat bjargað 14 mönnum Síðan var 5 mönnum bjargað af þyrlunni en þessir 2 eru enn týndir Um 1330 á þriðjudag sökk svo Kea
Hér er staðurinn að vísu á rússnesku:
Hér er Sapphire sem bjargaði 2 mönnum en skipið var smíðað 1997 hjá Morini Shipsyard Ancona Ítalíu fyrir breska aðila. Það mældist 9914,0 ts 14015.0 dwt. Loa: 142,50 m brd 22,0 m Svo er það Al Mayeda Byggt 2009 hjá Samsung ShipsyardI Koje Kóreu fyrir breska aðila Það mældist 163922,0 ts 125600.0 dwt. Loa: 345.0 m brd: 53,80 m. Skipið er svokallað LNG skip.Það flaggar fána Marshall eyja
Síðast er :Don India Byggt 2006 hjá Zamakona Shipsyard í Santurtzi á Spáni Fyrir þarlenda aðila.Það mælist 2984,0 ts 3050,0 dwt. Loa: 80,0 m, brd 18,0 m Flaggið spánskt
@romain Shipsnostalgia
03.04.2010 00:17
Laghenti málarar og smygl
Hérna er ekki verið að leggja í mikinn kosnað við nafnabreytinguna. @yvon Perchoc
En þetta skip sem þarna hefur verið skýrt Cleopatra Sky var byggt hjá Smit EJ í Westerbroek Hollandi 1958 sem Magas fyrir þar enda aðila. Það mældist 499 Meira finn ég ekki hvað stærð varðar. En 1973 fær það nafnið Maga 1983 Soraya og 1986 nafnið Cleopatra Sky 08-11-1988 Var skipið tekið út af Ushant fullt af eiturlyfjum og fært til hafnar í Brest þar sem það dagaði uppi ,en var svo notað sem skotmark fyrir breska flotann og því sökkt.
Hér er skipið á sínum betri tímum @ photoship
og hérna í varðhaldi í Brest
@yvon Perchoc