Færslur: 2010 Maí
29.05.2010 20:01
Sjómannadagur
Ég skrifaði þetta á Moggablogginu. En vinur minn hringdi og sagði að ég ætti að birta þetta hér líka
'Eftir 7 daga er Sjómannadagurinn Hann á að halda hátíðlegan eftir lögum. Mér er alveg sama þótt menn telji sig ekki geta gert neitt sumstaðar vegna féleysis. Það getur varla kostað mikið að að halda ræður og efna til einhverslags heimatilbúna atriða.
Einu sinni var keppt í kappróðri reiptogi beitningu og fleirum skemmtilegum greinum. Og ekki ætti velgreindum sjómönnum að skorta ræðuefnið. Farmannastéttin í andaslitrunum og þykk óveðurský á himni fiskimanna Það hefur að mínu mati verið með endemum og hálfgerð sorgarsaga hve ósamlynd þessi þjóð hefur verið.
Og þegnarnir oft ósanngjarnir hver í annars garð. Ég er komin af Sjómönum og Bændum. Ég hef verið sjómaður frá barnæsku og er því að af skiljanlegum ástæðum vinveittur þessum stéttum þjóðfélagsins og tel þær vera máttarstólpa þess. Við vitum að hin andlega hlið er einnig mikilvæg fyrir velferð þess.
Það er sárara en tárum taki að nú sé þannig komið fyrir þessari þrautseigu og duglegu þjóð að nokkrir smærri ófyrirleitnir spákaupmenn skulu hafa sogið sig fasta á velferð hennar atvinnumöguleika og aðrar undirstöður svo að það mun taka áratugi að bæta skaðan. Það gleymdist í útrásinni að bankarnir eru fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir bankana. Það eru óveðurský á lofti sjómannsins.
Nú ríður á að þeir standi saman og þjóðin styði þá í baráttunni við fyrirhugaðar skerðingar á kjörum. Hvað myndi ske ef sjómenn þreyttust á allri þessari öfund út í laun þeirra og kæmu í land. Það mætti kannske manna skipin með útlendingum en ætli stjórnvöld gæfust ekki fljótt upp á því. Að öðru. það er mikið talað um útflutning á ferskfiski.
Og hve þjóðin tapi á því,. Fullvinna aflan er sagt. En bíðum nú við. Í öllum löndum sem ég hef komið til er ferskur fiskur eftirsóttari og dýrari en frystur. Meinsemd núdagsins liggur ekki í of góðum kjörum þeirra sem vinna erfiðustu verkin. Meinsemdin liggur ekki í kjörum sjómanna. Þeir sem vilja vita það vita hvar hún liggur. Það mætti segja mér að þeir fáu farmenn sem eftir eru séu með lægri laun en starfsbræður þeirra sem sigla undir "réttum" fánum á Norðurlöndunum
Langt því frá. Þetta skrifelsi er kannske enginn stórisannleikur heldu hugleiðingar gamals "ístrubelgs" sem einu sinni var Sjómaður. En situr nú við tölvuna og bíður eftir einhverju að nöldra yfir. Myndirnar eru fengnar frá þýskum bréfavini Dirk Bayer. Með kærri sjómannakveðju þeir sem það eiga skilið"
29.05.2010 18:58
Í dag 29 05-´10
Það var ekki mikið um að vera við höfnina hér í dag. þó var "Friggin" hér að lesta lýsi,. 8 eða 9 skip hafa verið hér þessa viku að lesta útflutning. Og ekkert af því Ál
Og svo dosaði sá mikli í sólinni og hvíldi lúnar legur yfir helgina
28.05.2010 20:19
Hafnarrúnturinn í dag
1 er það Porsoy sem var byggt hjá Fosen MV í Fevåg Noregi 1977 fyrir þarlenda aðila Skipið mældist 497,0 ts 1259.0 dwt. Loa: 69.60 m. brd: 14.50 m. Skipið veifar fána St Vincent og Grenadines. Skipið lestaði hér frosið
Svo komu nafnarnir "Lóðsarnir" efir að hafa tekið Porsoy út
Svo var skipið hans Magga Helga vélstjóra stórvinar míns Helgafell hér eð lesta "sitt venjulega"
28.05.2010 19:55
50 ár og aðeins meir
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í á "bryggjurúntinum" í dag þegar ég sá hið glæsilega skip útgerðar "unga skipstjórans" hér í höfninn. "Ungi skipstjórinn"sem stofnaði útgerðina hét líka Guðmundur og var einnig Guðmundsson en hafði Ingi sem milli nafn. Hann hefði orðið 78 ára í haust hefði hann lifað.Em hann lést um aldur fram 14 júni 2006,"Glæsimenni, góður félagi og athafnamaður af Guðs náð" skrifaði Árni Johnsen í minningargrein um Guðmund eldri genginn.
Þessi orð þykja mér lýsa honum fulkomlega. Hann var hrifsaður burt langt um aldur fram og mér finnst það hreinlega óréttlátt þegar svona dugnaðar og atorkumaður fær ekki að njóta afrakstur ævistarfsins að fullnustu á ævilveldinu Synir Guðmundar Inga tóku við taumunum og hafa haldið uppi merki föður síns og stýrt útgerðinni með miklum sóma. Sen skipstjórar og útgerðarmenn
Frumkvöðulinn í dyrunum á Huginn VE 65
Huginn VE 65
Huginn II VE 55
Guðmundur Ingi ásamt skipshöfn 1973
Huginn (III) VE 55
Og svo sá nr IV
Þetta átti ekki að vera nein afmælisgrein um Gudmund yngri en ég óska honum til hamingu með afmælið. Og óska þeim bræðrum velgengni á komandi árum. Myndir sem merktar eru eigendum sínum eru birtar með góðfúsu leyfi þeirra, Sigurgeirs og Tryggva
27.05.2010 19:05
Í dag
Vestmannaeyingar fara ekki varhluta af heimsóknum guða úr goðafræðinni eða keisara úr mannkynssögunni nú um stundir. Týr var hér í fyrradag og Pétur mikli dvelur hér um stundarsakir. Mikið væri nú gaman að dugnaður hans við að dýpka gæti notast við á "grynna" á rykinu sem hrjáir Eyjamenn þessa dagana. En hann er duglegu við það fyrra og er að dýpka innsiglinguna.
Svo kom "Brúsinn" eftir að hafa lestað ferskfisk hér. Það er eftirtektarvert að munnsta kosti 1 Búkolla og eða 1 byggingarkrani eru í förmum þessara áætlunarskipa. Það er verið að flytja "góðærið" út
Svo er það nýja skipið sem mun heita "Ribbssafarí" Ekki veit ég meira um bátinn
25.05.2010 19:09
Í fyrradag, gær og í dag
Í fyrradag lá sá einhenti guð hernaðar himins og þings út af Eiðinu Týr. Ekki vissi ég hvert erindið var en laglegur þótti mér hann að sjá svona í mistrinu,
Laglegur í mistrinuSkipið var byggt hjá Århus DY í Århus Danmörk 1975 (Hann er því 35 ára í ár) fyrir Ríkissjóð Íslands Hann mældist 923,0 ts 513,0 dwt, Loa: 71,0 m brd:10,10 m Einnig var hér í fyrradag í höfninni skemmtiferðaskipið: National Geographic Explorer En skipið var byggt hjá Ulstein Hatio í Ulsteinvik Noregi sem Midnatsol fyrir Hurtigruten í Noregi 1982. Það mældist 4131,0 ts 1301.0 dwt Loa:108,60 m brd:16,50 m " 2003 fær skipið nafnið Midnatsol II 2005 Lyngen og 2008 nafnið sem það ber í dag National Geographic Explorer og það veifar fána Bahamas
National Geographic Explorer í fyrradagSvo var hún þessi hér einnig í fyrradag Perlan. Þei voru eitthvað að laga hjá sér strákarnir
Svo var hann komin í höfn í gær, einhenti guðinn Ekki virtust skipverjum vera handa vant við allslags viðhaldsstörf eftir veturinn. Ég skaust um borð og hítti "gamlan" góðan félaga Jón bryta Friðgeirsson.
Ég skaust um borð
Síðan var hafnarrúntinum haldið áfram
Þetta var í gær í dag var svo National Geographic Explorer komin aftur
Komin aftur
Perlan á öðrum stað
Og Green Tromsö komin að lesta frosið. Það vill svo skemmtilega til að skipið var byggt í sömu skipasmíðastöð og Týr eða Århus DY í Århus í Danmörk 1997 sem Venera fyrið þarlenda aðila.Það mældist 3817.0 ts. 4000,0 dwt Loa: 97.60 m brd: 15,70,m 1999 fær skipið nafnið Frio Hamburg 2005 Silver Fjord 2006 Green Tromsö nafn sem það ber í dag og veifar fána Bahamas
Svo er það nýjasta skipið í flota Vestmannaeyinga. Ekki veit ég um nafn eða neitt annað er báturinn mun ætlaður til útsýnisferða
23.05.2010 22:20
Þurfa að vera í lagi
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23043/
23.05.2010 22:17
"hvað þarna er að ske"
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23042/
23.05.2010 21:55
Athyglina í lagi
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23038/
23.05.2010 20:51
Enn er hann hvass
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23037/
23.05.2010 20:44
Barinn opinn???
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23036/
23.05.2010 12:06
Gamlir og sterkir
Mig langar til að minnast hér 2ja smáskipa að vísu danskra er eru mér kær í minningunni Það var vegna þess að afi minn var verkstjóri hjá Verslunarfélagi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Og sá um afgreiðsluna þega þau komu í Borgarnes
Þessi skip komu þangað oft með kol,sement og timbur. Ég man eftir mér smápolla halandi í gerta til að fá bómuna aftur yfir lestaropið eftir að hlassið var losað á bíl
Manni fannst maður orðinn fullorðin er maður komst í þá stöðu að maður tali nú ekki um fullorðinsgorgeirinn í manni er maður var settur í lestina að moka kolum eða að bisa við sementspoka. Nú skilur maður hve mikla sjómennsku og áræði hefur þurft til að sigla þessum smáskipum á N- Atlantshafinu um vetur því ég man að maður þurfti frí í skólanum til að standa í þessu haleríi.
En hvað um það. Snúum okkur að skipunum. Fyrra skipið var byggt hjá Gebr. van der Windt í Vlaardingen Hollandi 1919 sem Nereus. Það mældist 332,0 ts 400.0 dwt. Loa:40.40 m brd:7,10 m.
Nýr
Skipið fær nafnið Rijnveer, 1922. Schelde 1923 Nieuwendam 1932.Var svo selt Th. Joh. Kyvik og Hilmar Hauge, Haugesund Noregi 1938, og skírt Fjeldberg.
Hér eldri:
Hér á síld
Í WW2 lá skipið í Malmö(en það var það statt þegar þjóðverjar hertóku Noreg) og var notað sem stjórnstöð fyrir Nortraship, "The Norwegian Shipping and Trade Mission". En Nortraship stjórnaði hinum frjálsa kaupkipaflota Norðmanna Seldt 1947 Erik B. Kromann, Marstal, Danmörk, og skírt Erik Boye
1952 var það lengt upp í 49,2 Loa og nú mældist það 379,0 ts 500,0 dwt,Ný vél var sett í skipið 6 cyl. 2T Alpha 360 bhp, Skipið strandaði við Men-Az-Laz Rock, Iles Molenes( rétt hjá Brest) 02-09-1964 á leið frá Lorient (Frakklandi) til Par ( England) Hér er syrpa af skipinu
Það fer mkinna fyrir bróðir hans Sine Boye. Hann var byggður hjá Lodose Varf Lodose Svíþjóð fyrir þarlenda aðila 1925 sem Malva hann mældist 495.0 ts 750,0 dwt. Loa: 46,20 m brd: 8,60 m 1925 var skipið selt Erik B. Kromann, Marstal, Danmörk, og skírt Sine Boye. Skipið var rifið 1969 í Masnedø, Danmörk.
21.05.2010 02:01
Gengin skip 4
Það voru fleiri skip sem tilheyrðu kaupskipaflotanum í WW2 en skip Eimskipafélagsins
1st er það skip sem byggt hjá Helsingör Værft í Helsingör Danmörk 1890 sem Maja fyrir þarlenda aðila. Það mældist 377,0 ts 463,0 dwt. Loa: 47,70 m brd: 7,30 m. 1938 fær það nafnið Christian B, 1939 Sildberin 1942 kaupir Sæfell h/f í Vestmannaeyjum skipið og fær það nafnið Sæfell. Og 1948 nafnið Ófeigur. Það var rifið 1951
Næst er skip sem var byggt hjá Stavanger Stöberi & Dok í Stavanger Noregi 1901 sem Thyra fyrir þarlenda aðila það mældist 583,0 ts 749,0 dwt Loa: 59,40 m brd:9,20 m. 1924 fær skipið nafnið Konghaug 1935 kaupir Útgerðarfélag KEA á Akureyri skipið úr strandi við Siglufjörð. Skipið var skírt Snæfell. Skipið var statt í Kristiansand í Noregi þegar þjóðverjar hertóku landið í apríl 1940. Eftir að hafa legið þar í 3 mánuði leyfðu þjóðverjarnir að skipinu yrði siglt til Lysekil í Svíþjóð þar sem það lá svo til að það var selt til Finnlands 1941. Þar fékk það nafnið Rita H Og 1952 Willy Það var svo rifið í Hamborg 1955
Að síðustu var svo skip sem ekk slapp eins vel og hin 2 Það var byggt hjá Frederiksstad MV í Frederiksstad Noregi 1907 sem Clothilde Cuneo fyrir þarlenda aðila. Það mældist 1184,0 ts 1600,0 dwt, Loa: 68.77 m brd: 10,30. m. 1920 fær skipið nafnið Kong Onge 1932 kaupir Eimskipafélag Reykjavíkur skipið og skírir það Heklu. 1940 er skipið selt Kveldúlfi h/f en heldur nafni. Skipinu var sökt á 59°15´0 N og 034°05´0 V Á leiðinni frá Reykjavík til Halifax Með skipinu fórust 14 menn en 6 menn björguðust eftir 10 daga hrakningar á litlum fleka
21.05.2010 01:50
Gengin skip 3
Næst er það skip sem var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn Danmörk fyrir Eimskipafélag Íslands 1927 sem Brúarfoss Það mældist 1577,0 ts 1540.0 dwt. Loa: 84,70 m brd: 11,10 m. Farþegar 40. Skipið var 1sta frystiskip sem smíðað var fyrir Íslendinga. Það er selt úr landi 1957 og fær ekki lakara nafn en Freezer Queen 1960 fær skipið nafnið Reina Del Frio. Það var rifið í Argertínu 1986
Þá er það skip sem einnig var smíðað sem frystiskip Dettifoss Skipið var byggt hjá Frederikshavn Værft & Flydedok 1930 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 1564.0 ts 2000,0 dwt, Loa: 72.30 m brd: 11.0 m. Farþegar 30. Kafbáturinn U- 1064 sökkti skipinu á 55°03´0 N 005°29´0 V þ 21-02-1945 Með skipinu fórust 12 skipverjar og 3 farþegar
Þetta var upptalning á skipum Eimskipafélagsins í WW2
20.05.2010 23:15
Gengin skip 2
Hér er áframhald á síðustu færslu Næst er það skip sem var smíðaður í Porsgrunds MV í Porsgrund Noregi 1914 sem Villemoes fyrir danska aðila;Skipið mældist: 627.0 ts 775.0 dwt. Loa:61.60 m brd:9.80 m. 1928 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skírir Selfoss, Það var selt til niðurrifs og rifið í Ghent Belgíu 1956
Stundum kallaður "ljóti andarunginn" einnig:"blessaður svanurinn" eða bara "Selurinn" eða einfaldlega "Selló". Hugsið ykkur Churchill kenndi Selfossi um að sigur í heimstyrjöldinni drógst á langinn
Hann var í Ameríkusiglingum lungan úr stríðinu.Hann "lullaði"þetta á sínum 7 mílum. Og í björtu drógst hann alltaf aftur úr skipalestunum. En var svo oft komin fremstur á morgnana. Maður hlýtur að minnast þessa skips og manna þeirra sem sigldu honum með mikilli lotningu
Næsta skip var byggt (skrokkurinn) hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk skrokkurinn dreginn til Kaupmannahöfn og smíðinni lokið hjá Kjöbenhavn Flydedok & Skipsværft 1921 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 1542,0 ts 2058.0 dwt .Loa: 70.10 m brd:10,50 m Farþegar 67. Skipinu var sökkt rétt undan Garðskaga á leið til Reykjavíkur. þ. 10-11-1944. 43 menn fórust með skipinu 19 björguðust