Færslur: 2010 Júlí
27.07.2010 12:03
Hollendingar
Velunnari síðunar hollenskur fv skipstjóri Huug Pieterse sendi mér þesar 2 myndir Efri myndin er tekin af skipi hans Stella Pollux á Akureyri
@Huug Pieterse
Og síðan í Vestmannaeyjum. Og utan á Stellu það er hið fræga skip Fina-5
@Huug Pieterse
Skipið sem er tankskip var byggt sem Stella Pollux hjá New N Nederlandse SY í Gröningen Hollandi 1981 fyrir þarlenda aðila.. Það mældist 1499.0 ts 2272.0 dwt. Loa:67.0 m brd 13,50 m. 1985 er skipið lengt og mældist þá: 2523.0 ts 4200,0 dwt. Loa:93.10 m. 2007 fær það nafnið Cyrus-1 Nasfn sem það ber enn í dag og veifar fána St.Kitts /Nevis
26.07.2010 20:44
Hærri en maður heldur
<I>Brúin sést hér fyrir ofan merkið
Og hér er ljósmynd af brúnni
Og svona leit skipið út á eftir
@Hans Esveldt
@Hans Eseldt
Skipið var byggt hjá SIETAS SCHIFFSWERFT, HAMBURG GERMANY 1989 Það mældist 3826.0 ts 4402 dwt Loa:105.0.m brd: 16.0 m. Eins og sjá má skemmdist skipið töluvert mikið. Orsökin mun hafa verið að tæknibúnaður brúarinnar bilað þegar verið var að hleypa skipinu í gegn . Engan mann sakaði
23.07.2010 21:58
1965
Mig langar að taka ykkur til baka um rúm 45 ár og segja að árið sé 1965.og mánuðurinn er apríl Þegar þangað er komið förum við saman í sjóferð.
@Thorsten Rasmussen
Farkosturinn er fv flaggskip íslenska kaupskipaflotans Gullfoss. Sem var í íslenskri eigu 1950 -1973,
@Thorsten Rasmussen
Ferðin byrjar við Asiatisk Plads í Kaupmannahöfn sem sagt þ 7 apríl 1965. (ég verð bara að vona vegna ímynunaraflsins að þetta séu ekki jólatré þarna á dekkhúsinu)
@Thorsten Rasmussen
Það er apríl og allra veðra von og það þarf að ganga vel frá öllu
@Thorsten Rasmussen
Og það er komin bræla
@Thorsten Rasmussen
@Thorsten Rasmussen
@Thorsten Rasmussen
og svo er .það rock 'n' roll
@Thorsten Rasmussen
@Thorsten Rasmussen
Svo nálgumst við Íslandsstrendur og komin blíða Þessi mynd hefur birts áður hér á síðunni. Og ef ég man rétt þá vorum við Ómar Karlsson sammála að það væri Skúli Backman í stiganum og Ómar sagði að það væri Gunnar Þórðarson vélstjóri sem stendur þarna á dekkkinu
@Thorsten Rasmussen
Og þetta er sennilega það sem fólkið sá
@Thorsten Rasmussen
Og ferðinni lýkur við Miðbakkan Mánudaginn 12 apríl 1965
@Thorsten Rasmussen
Maður gerir ráð fyrir að strákarnir af "Gullinu" hafi skellt sér í eitthvað af danshúsum bæjarins. En úrvalið var nokkuð. Alla vega daginn eftir komuna.(Mogginn kom aldrei út á Mánudögum í þá daga) Kannske var einn af þeim gestur kvöldsins í Glaumbæ ??
Ekkert af tekstanum er í sambandi við veruleikan nema nöfnin á mönnunum og það að Gulfoss fór virkilega frá Kaupmannahöfn þ 7 apríl 1965 áleiðis til Leith og Reykjavíkur og kom þangað 12 sama mánaðar