Færslur: 2010 Júlí
09.07.2010 23:49
Komin blíða
Það er komin bíða í Valparísó eins og sjá má
@ Lettrio Tomasello Shippotting
09.07.2010 18:15
Helgafell I
@Predrag Pavic
07.07.2010 17:39
Goðafoss III
Ég gæti trúað að ungir farmenn nútímans geri sér ekki grein fyrir hve mikil skip svokallaðir "´þrílembingar" voru í raun og veru. Ef ég er ekki að bulla þess meira voru þau að megninu til teiknuð fyrir stríð .Allavega var 1936 teiknað í Kaupmannahöfn farþegaskip sem gekk undir nafninu "Fantasífoss" meðal "gárungana" hér á landi.
Kjölurinn á Goðafossi
@ókunnur
Strax þarna 1936 og 38 voru samþykktar smíðar nýrra skipa. Sem svo ekkert varð af vegna stríðsins. 1945 var svo samið um smíði á 1sta skipinu. Sem fékk 2 nafn útgerðarinnar Goðafoss.Menn hafa sagt mér eftir skipstjórum fg skipa að þau hafi verið afburðadugleg. Saga Goðafoss III hefur verið rakin hér
Skipið á siglingu
Þessa mynd og þær hérna fyrir neðan sendi Bjarni Halldórs skipstjóri mér en þær eru fengnar úr gömlu BP blaði
06.07.2010 22:30
Rok í Valpariso
Það getur verið hvasst víðar en á Stórhöfða Gærdagurinn var ekki góður fyrir þetta gamla skip .Sem endaði daga sína í urðinni við höfnina í Valpariso. Skipið var smíðað hjá Santierul Naval Ottenita S.A í Oltenita Rúmeníu 1975 sem Valya Kurakina fyrir rússneska aðila. Það mældist 2079.0 ts 2180.0 dwt. Loa:88.80 m brd: 12,80 m. 1992 fær það nafnið Turaida 1995 Tripolemos. 1995 Sunmar. 1996 Kenata 1997 Prams Kunti 2002 Orlando II og nýlega nafnið sem það ber í dag.Cerro Alegre . Ég þakka Óskari Franz fyrir ábendinguna. En látum myndir og video tala
@ Lettrio Tomasello Shippotting
@ Lettrio Tomasello Shippotting
@ Lettrio Tomasello Shippotting
@ Lettrio Tomasello Shippotting
http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/23484/
05.07.2010 17:06
1 gullmoli
Torfi Haraldsson á margan gullmolann hvað ljósmyndir varða. Þegar hann er að skanna myndir og finnur eina og eina mynd af "fragtara" þá sendir hann mér þær. Ég hef kannske séð of mikið af"káboi" myndum en í mínum huga í sambandi við þetta er hann eins og gullgrafari sem er að sikta sandinn úr ánni og ein og ein gullmolinn kemur í ljós og ég fæ hann. En þetta er nú bara það sem snýr að mér. Því allar myndir hann eru einstakar og virkilegir gullmolar. Og hér er sá síðasti mér til handa. Og nú verður Hafliði Óskars og þeir spekingar að vinna úr hvaða"þrílembingur" er þetta. Hér gildir ekki "lensportreglan" eins og sjá má.Eða hvað??