Færslur: 2011 Febrúar

27.02.2011 20:02

Gamlir kunningar

Hvaða sjómaður man ekki eftir þessum  gömlu kunningum ?

Helgafell I


© Gunnar H Jónsson

Askja I


© Gunnar H Jónsson

Drangajökull II


© Gunnar H Jónsson

Hvítanes ex Saga II


© Gunnar H Jónsson

Atlandic Frost ex Goðafoss IV


© Gunnar H Jónsson

Hvassafell II


© Gunnar H Jónsson

Lokað fyrir álit

26.02.2011 18:01

Vestmannaeyjahöfn undanfarið

Mikið fjör hefur verið hér við höfnina undanfarið. Fragtskip komið og farið. Þau voru m.a fastagestir eins og  Selfoss og Arnarfell, Síðan voru það Wilson Goole og Wilson Leer að lesta mjöl Axel að lesta frosið og Besiktas Halland að lesta lýsi.


© oliragg


© oliragg


© oliragg





© oliragg



© oliragg



© oliragg


© oliragg


Svo eru það stórskemmtilegar myndir sem Stebbi Geir tók af Heimakletti á myndavél Torfa Haralds


© Stebbi Geir / Torfi Haralds



© Stebbi Geir / Torfi Haralds


© Stebbi Geir / Torfi Haralds



© Stebbi Geir / Torfi Haralds


© Stebbi Geir / Torfi Haralds

Lokað fyrir álit

23.02.2011 13:03

Mærsk stækkar

© maritimedanmark.dk



Þetta verða engir smádallar sem Mærsk Line er að láta byggja hjá Daewoo í Kóreu. 400.0.m langir 59.0.m breiðir og 18.000 TEU Fyrstu 10 skipin í seríunni verða tilbúnir 2013-1015.Eftir það er svo samningur  um 2x 10 skip á árunum þar á eftir




http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/25545/

Lokað fyrir álit

21.02.2011 17:34

Brúarfoss I

Brúarfoss I var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupamannahöfn 1927.Fyrir Eimskipafélag Íslands.1927. Það mældist 1577.0 ts  1540,0 dwt. Loa:  84.70 m brd: 11.10.m  Skipið sem var þriðja nýsmíði Eimskipafélags Íslands var fyrsta "kæliskipið" sem var byggt fyrir Íslendinga. Og það er skemmtilegt að lesa frá komu skipsins Þar sem segir m.a: "Skip mitt er komið að landi" þannig hugsar margur bóndinn nú þegar Brúarfoss fyrsta kæliskipið í íslenska flotanum er komið. Til að flytja landbúnaðar vörur okkar kældar og frystar til útlanda" Þannig að það var bændastéttin sem fagnaði komu skipsins mest. Eimskipafélagið seldi skipið 1957 til Freezer Sg Line (skráð í Líberíu) og fékk það nafnið Freezer Queen




1960 er skipið selt J.A. Naveira (líka Líberíuskráning) og það skírt Reina Del Frio. Það virðist hafa verið af skrá 1986. Ég hef alltaf haldið því fram að happ Eimskipafélags Íslands hafi verið að hafa ráðið einn  af okkar bestu dönsku "uppeldissonum" Emil Nielsen sem sinn fyrsta forstjóra. Og ég man að ég las það einhverntíma að upp hefði komið ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um ráðningu Júlíusar Júliníusonar sem skipstjóra á hið nýja skip í byrjun. En Emil síðan látið undan og Júlíus var ráðinn. Þetta er ekki sagt til hnjóðs Júlíusi.


© photoship

Þvi að þeir menn sem ég þekkti og sem þekktu hann sögðu hann mikinn sómamann.  Þetta er kannske frekar sagt að benda á hæfileika Emils til að sjá hlutina bæði á "réttunni og röngunni" og beygja sig fyrir réttlátum rökum Júlíus stýrði svo Brúarfossi farsællega í 13 ! ár (happatala fyrir suma)




Coll. R.Cox Sea the ships

Lokað fyrir álit

19.02.2011 16:11

Súr hvalur og síðan

Ég fækk slæmt kast af þvagsýrugikt sennilega út af áti á súruum hval.. Og aukaverkanir af lyfjunum sem ég tek eru þannig að "delete" takkinn ætti að vera læstur. En ég held á þegar ég hressist.Verið allir kært kvaddir
Lokað fyrir álit

12.02.2011 21:59

Brúarfoss I

Einhver skemmtilegasta bernsku minning sem ég á var þegar ég fékk að fara með föður mínum suður til Reykjavlikur sennilega á flutningabíl frá Verslunarfélagi Borgarfjarðar með einhverja skrokka af kjöti sem áttu að fara í E s Brúarfoss. (sennilega einhver prufa á erlendan markað). En bátsmaðurinn á Brúarfossi var föðurbróðir minn Björn Ásmundsson (stundum kallaður Bjössi bátur) Ég man að hann sýndi okkru pabba skipið og ég man hve ég var stoltur af frænda mínum og hve ég öfundaði hann af að vera á svona "flottu" skipi. Svo hittum við borðalagðan mann sem bauð okkur inn til sín. Pabbi og Bjössi hafa sennuilega fengið bjór en ég fékk danskt limonaði, Ég held nú samt að sá borðalagi hafi ekki verið skipstjórinn en það getur þó verið.. Síðan þá hefur þetta skip haft sérstakan sess í minni miningu. Og maður sér að þeir sem teiknuðu "þríburana" voru undir áhrifum frá þessu skipi

Það var múgur og margmenni þegar skipið kom fyrsta sinn til Reykjavíkur



Hann var grámálaður á stríðsárunum Þarna ligggur hann við Thamesánna í Stríðinu



Síðan ýmsar myndir af honum
















© photoship





Coll. R.Cox Sea the Ships,
Lokað fyrir álit

10.02.2011 18:03

Álafoss og Eyrarfoss

Álafoss í hefur gengið undir ýmsum  nöfnum eftir að hann var seldur úr landi,  1989 NORTH COAST - 1989 CALA TERAM - 1990 CALA SALADA - 20000 LORENA B. - 2006 KANO II Síðasta nafnaskiftin urðu nú í desember er hann fékk nafnið Express K og flaggið er Moldovía


© Bob Scott




©Henk Guddee



© Arne Luetkenhorst





© Arne Luetkenhorst


© Gerolf Drebes


© Henk Guddee

Sama sagan er um Eyrarfoss  Síðan hann flutti af landi brott 1989 hefur hann gengið undir ýmsum nöfnum. M,a 1989 SOUTH COAST - 1990 CALA FUSTAN - 1999 LUCIA B. - 0207 JIGAWA II Og hann breitti einnig um nafn á síðasta ári og heitir nú Samsun Express og flaggar fána Moldóvíu



©Frits Olinga


©Frits Olinga


©Frits Olinga


©Frits Olinga


© Jose Miralle


©Hannes van Rijn



© Hannes van Rijn


©Henk Kouwenhoven


Lokað fyrir álit

09.02.2011 22:09

Arnarfell II og III

Bæðí þessi skip hétu Arnarfell og sigldu undir merkjum Skipadeild SÍS Ég er ekki viss um hvort seinna skipið var undir íslensku flaggi Arnarfell II var byggt hjá Frederikshavns Værft i Frederikshavn Danmörk 1974 sem MERCANDIAN EXPORTER fyrir Mercandia (Per Henriksen) 1974 Það mældist 1599.0 ts 2999.o dwt. Loa1974 sem: 78.50. m brd: 13.10 m Skipadeild  SÍS kaupir skipið 1979 og skírir Arnarfell. Skipið er selt úr landi 1988 og fær nafnið Vestvik 1990 nafnið Alcoy 1992 Apache. 2001 Captain Yousef 2007 Crystal Wave nafn sem það ber í dag undir fána N- Koreu

Hér sem Captain Yousef 
                             

© Ilhan Kermen




© Ilhan Kermen

Hér sem Crystal Wave          


©Gerolf Drebes



© Henk Kouwenhoven

Arnarfell III var smíðað hjá Brand SY í Oldenburg í V-Þýskalandi 1983 sem Sandra., fyrir þarlenda aðila. Það mældist 1491.0 ts 3229.0 dwt. Loa:90.00 m brd:14.00.m Skipið gekk svo undir eftirfarandi nöfnum í fyrstu 1985 Band Aid III 1985 aftur Sandra 1987 Sandra M. 1989 tekur Skipadeild SÍs skipið  á þurleigu og skírir Arnarfell Því er skilað úr leigunni  1994 og fær þá nafið Andra 2004 Cap Anamur 2005 Baltic Betina nafn sem það ber í dag undir Malta flaggi

Hér sem Arnarfell


© Gunnar H Jónsson


© Gunnar H Jónsson

Hér sem Baltic Betina


©folke östermen



© folke östermen


© Jukka Koskimies




© Jukka Koskimies



© Jukka Koskimies




© Jukka Koskimies

Lokað fyrir álit

07.02.2011 20:19

Mánafoss IV

1988 tók Eimskipafélagið þýskt flutningaskip Esperanza á þurrleigu, Skipið var notað til siglinga á "ströndina" Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi fyrir þarlenda aðila og undir fg nafni 1985 Skipið mældist 3120.0 ts 3635,0 dwt,. Loa: 88.60 m brd: 15.70.m Eins og fyrrsagð tók Eimskip skipið á þurrlegu 1988 og skírði Mánafoss 1992 er skipinu skilað og  fær það aftur sitt gamla nafn Esperanza Síðan gengur það undir ýmsum nöfnum sennilega vagna þurrleigusamninga. 1997 Fronteier Colombia 1997 Manzur 1998 Melfi Panama 2000 Esperanza  2001 Anl Purpose 2002  Esperanza  2003 Kaupir Otto Danielsen skipið?? og skírir Karen Danielssen Skipið selt aftur 2005 og fær nafnið Renis 2005 Sider Red 2006 Mirabelle og 2010 Lady Maria nafn sem það ber í dag undir fána Togo. Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið happa skip Óvenjulegur og hörmulegur atburður varð 03-03 2005 þegar skipið sigldi á fullri ferð undir Stórabeltisbrúna sem hreinlega tók af brú skipsins með þeim sorglegu afleiðingu að annar stm sem var á vagt fórst Svo strandaði skipið í Rosendal, Hardangerfirði 16- 01- 2009 en náðist út og gert var við það

Hér strax eftir slysið


© Dixon Shipspotting


© Dixon Shipspotting




© Dixon Shipspotting



© Dixon Shipspotting

Hér sem Mirabelle



Og hér sem Lady Maria


Lokað fyrir álit

02.02.2011 17:30

Árekstur

Síðustu nótt var árekstur milli tveggja skipa 10 sml NV af Skagen.  Það furðulega er að skipin höfðu sömu stefnu.  Það var oft með endemum hvernig stærri skip sem voru, allavega að yfirhala þessa "punga" sem ég sigldi á höguðu sér, Ég stóðst stundum ekki mátið og bauð þeim yfir í kaffi.  Mér fannst þá  meira kveða að þessu í Miðjarðarhafinu.en annars staða. Maður hreinlega grunar að sumir stm hafi ekki þorða út af trakkinu sem "Kallin"  var búinn að setja. Og þessi leiðindasöngur "Ship on my stb side " og í framhaldinu beðið um að vikið væri fyrir þeim. Einhvernveginn fannst mér þetta aukast þegar GPS tækin urðu algengari. En að þessum skipum sem  lentu saman út af Skagen Stærra skipið MSC Eyra var byggt hjá Warnowwerft í Warnemunde í fyrrum A- Þýskalandi 1982 sem Kapitan  Kozlovskiy fyrir rússlenska aðila, Skipið mældist 17720.0 ts 15950.0 dwt, Loa: 173.90. m brd: 25.90 m 1989 var skipið lengt og mældist 21586.0 ts 21370 dwt Loa: 203.0 m Það hefur gengið undir ýmisum nöfnum m.a  1995 CGM LE CAP - 1995 MIDEN AGAN - 1997 MAERSK TORONTO - 2000 MIDEN AGAN - 2004 PELINEO - 20 04 MSC EYRA Skipið siglir undir Panamafána.

MSC Eyra


©Henk Guddee




©Henk Guddee


Minna skipið Baltiyskiy-109 var byggt hjá Laivateollisuus í Turku Finnlandi 1980 fyrir rússa, sem BALTIYSKIY-109  Það mældist : 1987.0 ts 2554.0 dwt. Loa:95.00.m brd  13.20 m. Skipið siglir undir rússneskum fána

BALTIYSKIY-109 

©Gerolf Drebes


© Vladimir Nikonov



MSC Eyra fékk að halda áfram ferð sinni en Baltiyskiy-109 verður að leita hafnar í Danmörk

Lokað fyrir álit

01.02.2011 17:28

Laxá I

Þetta litla skip sem byggt var þegar íslendingar höfðu efni á að láta byggja fyrir sig skip. Það hefur fengið sína sögu hér. Það var byggt í Þýskalandi 1959 sem Laxá. Fyrsta skip hjá Hafskip með því nafni og þeirra fyrsta skip. Skipið er enn að og heitir í dag Ahsen og er undir fána Tyrklands





Bjarni Halldórs skipstjóri var svo vænn að senda mér mynd af skipinu sem tekin er hér í Eyjum Ég læt það sem hann skrifaði með myndinni fylgja hér:" Eftir 4 mánuði eru 50 ár !! síðan ég fór fyrstu ferðina þarna.Byrjaði svo alveg í marz ´62.
Þessi mynd er líklega tekin 1970 .Við erum með dráttarbát sem notaður var við byggingu Straumsvíkurhafnar fórum með hann til Hamborgar."


Lokað fyrir álit

01.02.2011 00:28

Grímsey / Iris Borg


Hérna er skip sem ég kannast nú kannske betur við en margur annar. Það hefur fengið sína sögu á síðunni Hér á landi hét það fyrst Grímsey en seinna Iris Borg 

Hér undir fyrsta nafninu Dorrit Höyer 

   
         


Öðru nafninu Sverre Hund


© Phil English

Fyrra nafnið hér á landi var Grímsey


© Paul Allen



Síðara nafnið hérlendis var Iris Borg

     © oliragg



    © oliragg



     © oliragg


   © oliragg


Síðasta nafnið sem það ber enn í dag EVRIPOS og fáninn er grískur


    © ROBERTO TONINI





© Jukka Koskimies


© Jukka Koskimies

Lokað fyrir álit
  • 1
Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 252769
Samtals gestir: 10802
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 06:02:55
clockhere