Færslur: 2012 Febrúar

29.02.2012 16:50

Hlé

Vegna tölvumála tekur síðan smáfrí
Lokað fyrir álit

26.02.2012 19:57

Sá fyrsti og sá síðasti

Úr því að leið síðunnar lá um vegi LHGÍ Þá væri kannske ekki úr vegi að kynna fyrsta skipið sem virkilega var byggt til varðgæslu á Íslandsmiðum. En nafn þess var "Islands Falk" Það var byggt hjá Helsingör Værft 1905 sem Islands Falk fyrir Danska Sjóherinn Skráð sem Fisheries Patrol ship. Það mældist: 632.0 ts.Meiri upplýsingar upplýsingar hef ég ekki um skipið.En það sem virðist hafa farist 1943


                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Ekki var nú "vélakramið" í því skipi flókið B&W Tregangsmaskine


                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk 
 
 
Þór IV
 
                                                                  © oliragg
Georg Lárusson gerði vel í að láta Þór IV koma til Eyja sem fyrstu höfn hérlendis
 
                                                                  © oliragg
Lokað fyrir álit

26.02.2012 13:52

Þór III

Ég skrifaði blog og birti  á "Moggabloginu" um daginn (7 febr??) um nafnið Þór hjá LHGÍ. Ég ætlaði svo að bæta aðeins við þá og birta .það hér. En gleymdi því.Óskar vinur minn Ólafsson minni mig svo á þetta, reyndar óviljandi í gær Hér er það.svolítið breitt. Ég vona að ég tali fyrir hönd sem flestra þegar ég óska þessu nýja glæsilega skipi meiri velfarnaðar en fyrirrennara þess hjá LHGÍ nutu. Sá fyrsti sem bar nafnið Þór hjá henni, strandaði í Húnaflóa 1929 Mannbjörg.

Þór I

 

 

Skipið var byggt sem togari hjá Edwards Bros í  North Shields Englandi 1899 sem Thor fyrir Islands Handels & Fiskeri Kompagni á Patreksfirði. Danska ríkið kaupir skipið 1902 og breitir því í hafrannsóknarskip,. Björgunarfélag Vestmannaeyja kaupir skipið1919 og notar það sem björgunar og aðstoðarskip við fiskiflotann Ríkissjóður kaupir svo skipið 1926 eftir að hafa leigt það til varðgæslu þann tíma sem það var ekki við bátagæslu frá árinu 1923. Skipið strandaði svo á Sölvabakkafjöru við Húnaflóa  21 des 1929 Mannbjörg varð en skipið bar þarna beinin.

 

Þór II 

 

Skipið var einnig byggt sem togari hjá Wollheim SY í Stettin Þýskalendi 1922 sem Senator Schäfer Það mældist 221.0 ts Loa: 37.9 m brd: 7.40 m Ríkissjóður (Landhelgissjóður) kaupir skipið 1930 og skírir það Þór. Skipið tók að mestu við störfum fyrirrennara sína t.d bátagæsluna og fiskirannsóknir. Og ég held satt að segja að honum hafi hreinlega verið haldið úti við síldveiðar á sumrin til að auka tekjurna sem og til rannsókna á síldinni. Þór var seldur til Flateyrar 1946 Eina breiting á nafni var að það var skráð ÍS 46  Og svo þaðan til Vestmannaeyja 1947 (Binni í Gröf o.fl) Fær nafnið Sævar og einkennisstafi VE 162  Ríkissjóður eignast svo skipið aftur 1949 það heldur nafni en er skráð RE 213 Það sekkur svo við Skotland 1950 Mannbjörg


Þór III



Sá þriðji kom 1951. Hann var búinn tveim Grossley vélum. Ég las einhverstaðar að fjórar svona vélar hafi verið byggðar. Þrjár hafi farið til Noregs. En frændur vorir hafi skilað þeim fljótlega til baka sem ónothæfum. Ég man að margir gagrýndu LHGÍ fyrir að velja breska vél í skip sem ætti að gæta landhelginnar. En þessi vél átti eftir að kosta vélstjóra skipsins svita, tár og sennilega oft höfuðverk.

Hér óbreittur


 

 

Skipið var byggt hjá Aalborg Værft í Ålaborg 1951 sem Þór fyrir Landhelgisgæslu Íslands Skipið mældist: 694,0 ts Loa: 63.10. m brd:  9.50 m. 1082 er skipinu lagt vegna vélarbilunnar. 1985 kaupir Slysavarnarfélagið skipið skírir það Sæbjörg og notar það fyrir Slysavarnarskóla Sjómanna þar til 1998 að þeir fá nýtt skip

 

Hér í endanlegri útgáfu

Mig minnir að upp úr 1970(1973 ??)væri skift um vélar og ef minnið er ekki að svíkja þess meir voru þær vélar Þýskar af( Mannheim-gerð Og þrátt fyrir þessi ósköp minnast allir íslenskir (og margir erlendir) sjómenn skipsins með miklum hlýhug Og það tekur í hjartað að horfa upp á niðurlægingu þess. En mér finnst stórnvöld þessa lands skuldi  þessu  gamla skip að þau bindi enda á hana. Annaðhvort að koma því upp sem safni ( við verðum að muna að þetta var fyrsta skip Slysavarnarskólans) eða hreinlega að koma því í niðurrif. Ég vona að ég hafi þrætt veg sannleikans að mestu í þessari færslu. En ef svo er ekki má kenna lélegu minni um Og bið ég menn að leiðrétta þar einhver vitleysa er á ferðinni

Lokað fyrir álit

25.02.2012 13:21

Þeir fyrstu

Svona byrjaði saga íslenskra kaupskipa hvað nýsmíðar varðaði

Flóabáturinn Ingólfur







Og fyrsti stýrimaður var Sigurður Pétursson frá Hrólfsskála, sem seinna skrifaði nafn sitt með stóru letri í siglingasögu landsins sem skipstjóri á Gullfossi I Sem varð svo næsta skip sem byggt var fyrir íslendinga

Gullfoss


                                    Úr safni Torfa Haraldssonar

Goðafoss


                                    Úr safni Torfa Haraldssonar

Hér eru þeir bræður saman í Reykavík 13 okt 1916


Mynd úr safni Hlöðvers Kristjánssonar
Lokað fyrir álit

24.02.2012 22:50

Goðafoss IV

Þetta þótti sem og önnur skip teiknuð af Viggó Maack snoturt  Maður getur verið skáldlegur og sagt að saga þessa skips sé eins og saga íslenska kaupskipaflotans. Um tíma glæsilegur en endar svo upp á landi og var eytt þar

Hér nýr og glæsilegur


                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Hér er áliðið lífstímans og eitthvað farið að halla undan fæti



                                                                  © Tryggvi Sig



                                                                  © óliragg
Hér útflaggaður


                                                                  © Gunnar H Jónsson


                                                                  © Rick Cox

Og hér endaði svo sagan á ströndinni við Peterhead

                                                                  © Keith More


                                                  © Jim Pottinger

Glæsileg. Fer að halla undir fæti, Útflöggun. Ekki lengur til. Er ekki saga íslenska kaupskipaflotans einmitt svona
Lokað fyrir álit

24.02.2012 11:49

Ísl. Kaupskip II

Hér er farþegaskipa deild íslenska kaupskipaflotans  Fremstan skal talja Herjólf Skipið var smíðað hjá SIMEK í Flekkefjord 1992 Hann mældist : 3354.0 ts 300.0 dwt  Loa: 70.50. m brd: 16.00  m 

Herjólfur III



Baldur VII var smíðaður hjá Cassens í Emden Þýskaland sem OSTFRIESLAND 1970 fyrir þarlenda aðila Það mældist: 841.0 ts 249.0 dwt Loa: 63.00 m brd: 12.60 m 1982 fær skipið nafnið:  SCHELLINGERLAND - 1994 OOST VLIELAND -2006 BALDUR

Baldur VII




Sævar var byggður hjá Crist SY í Gdansk Póllandi (skrokkurinn) Stálsmiðjan lauk við smíðina 2001 Það mældist: 110. 0 ts  139.0 dwt. Loa: 22.70. m brd: 6.70 m

Sævar II
                       
                                                                    © Haukur Sigtryggur


Sæfari var byggður hjá McTay Marine í Bromborough Englandi 1992 Hann mældist : 416.0 ts
225.0 dwt.  Loa: 39.70 m  brd: 19.30 m  Skipið fékk íslenska nafnið 2008

Sæfari II


                                                                    © Haukur Sigtryggur

Ég sleppi hvalaskoðunnarbátum og öðrum skemmtiferðabátum En þessi sem hér kemur telst örugglega til íslenska kaupskipaflotans 

Þessi er skráður fiskiskip en er í flutningum

Grettir BA 39


                                                                    © Haukur Sigtryggur

Lokað fyrir álit

24.02.2012 00:13

Óðinn I

Bjarni halldórs sendi mér línu í gær og vakti athygli mína á vandræði sem urðu með "strandvarnarskipið Óðinn sem kom nýr 1926 


 Svo skulum við lesa "Moggann" 28 nóv 1926:

"Óðinn varðskipið nýja, hefir verið mjög til umræðu meðal almennings síðustu dagana,. Eins og kunnugt er, " Óðinn"byggður í " Flydedokken ", í Kbh  Hann kom hingað snemma sumars sl og annaðist strandgæslu. hér við land í sumar og haust. Við strandgæsluna reyndist skipið ekki gott  sjóskip, ef  nokkuð verulegt var að sjó. Var hann ágjöfull  og vildi skera sig niður að aftan, þegar undan var haldið í vondum sjó. Einnig hafði skipinu hlekkst á í haust, er það var að fara inn á Siglufjörð, hafði skipið farið á hliðina  og rétti sig ekki strax við. Kolin köstuðust út  í aðra hliðina og þurftu hásetar að moka þeim yfir um. Þá réttlist skipið við aftur.Yfirmenn varðskipsins gáfu skýrslu um þetta atvik og staðfestu þá skýrslu fyrir sjórétti nú áður en þeir fóru utan."Óðinn" er ekki fullkomlega afhentur íslensku stjórninni ennþá. í samningnum var reynslutíminn ákveðinn 6 mánuðir, en sá tími er útrunninn 15. des. n.k. Og þar sem álíta verður, að einhverjir gallar séu á skipinu, var ákveðið  að það skyldi sendast út áður en reynslutíminn væri útrunninn, og krefjast þess af skipasmíðastöðinni, að gallarnir  yrðu Iagfæðir. 

Óðinn I



Við samningsgerðina var af íslensku stjórnarinnar hálfu lögð rík á hersla á það, að skipið væri gott sjóskip. Hvað að skipinu er, verður ekkert fullyrt ennþá. Sennilega verður fram að fara nákvæm skoðun  á skipinu, til þess að hægt sé að sjá fyrir víst, hverjir  gallarnir eru. Menn þykjast sjá nokkra galla, eins og þann, að reykháfurinn sé of víður o. fl. galla ofan þilfars, en hvað orsök þess, að skipið er ekki gott sjóskip, verður ekkert  fullyrt um að svo stöddu. Ef til vill verður eitthvað að breyta byggingu skipsins til þess að fá þá lagfærða." Óðinn" hefir nú verið sendur til Hafnar, og er kominn þangað, og er erindið það, að fá lagfærða þá galla, sem reynast vera á skipinu. Þess verður krafist af hálfu ísl. stjórnarinnar að skipasmíðastöðin lagfæri þessa galla, og að sjálfsögðu ber þá skipasmíðastöðin allan kostnað er þetta hefir í för með sér. Fari svo, að skipasmíðastöðin vilji ekki lagfæra gallana, vegna þess að hún telji sig ekki eiga sök á þeim, þá er svo ákveðið í samningnum, að  gerðardómur  skeri úr ágreining Sá gerðardómur er skipaður  þrem mönnum og tilnefnir íslenska ríkisstjórnin einn, skipasmíðastöðin annan og velja þeir síðan oddamann. 






Verði ekki samkomulag um valið á oddamanninum er svo ákveðið, að aðalmaður Lloyds hins enska í Höfn skuli vera oddamaður. Þannig horfir þá mál þetta við Enn verður ekkert um það sagt hvað lagfæra þarf á skipinu, og því síður Það , hvernig skipasmíðastöðin lítur á málið. En að sjálfsögðu verður haldið fast á  þessu máli frá okkar hálfu, og alt sem unt er gert il þess  að fá okkar kröfum fullnægt, að öllu leiti. Trúnaðarmenn íslensku stjórnarinnar við samningsgerð og  byggingu skipsins voru þeir Ólafur T. Sveinsson vélfræðingur og  skipasmíðasérfræðingarnir  Brorson & Overgaards i Höfn."

Mér finnst gaman að lesa þess grein. Þeir virðast í fljótu bragði ætla að kenna skipasmíðastöðinni um slæma sjóhæfni skipsins. Hún hefur sennilega teiknað skipið líka. Og ég las líka einhvers staðar að varla hefði sést fram fyrir skipið út af hve brúin var lá  og því byggður "kofi" ofan á hana. Skipið var kolakynt og reykti víst heil ósköp þegar verið var á fullri ferð og það aftur á móti aðvaraði veiðiþjófana sem mikið var af á þessum tíma. 

 

Lokað fyrir álit

22.02.2012 23:37

Íslenski kaupskipaflotinn I

Hér er dýptkunnarskipadeild íslenska kaupsipaflotans. Er ekki vert að byrja á nýjasta skipinu i flotsnum. Þ.e.a.s síðasta viðbót við flotann. Viðbótinni ber að fagna þó öldruð sé og nokkuð lúin

Skandia

                                                                © óli ragg

Næst hvað komu undir íslenskan fána varðar er þetta skip

Sóley

                                                                © Arne Luetkenhorst


Sá næsti í röðinni hlýtur að flokkast undir flutningaskip

Pétur mikli



                                                                     © óliragg



Perlan



                                                                     © óliragg
Þetta er nú lunginn úr íslenska kaupskipaflotanum nú um stundir. Myndir af honum öllum  hefði allur komist fyrir í einni færslu. Já og það virðist öllum vera nokk sama Að hugsa sér hve hægt er að bjóða fólki sem eru fæddir og uppaldir á þessu fallega landi og sem á fallegasta þjóðfána í heimi. 
Lokað fyrir álit

22.02.2012 21:34

Meira Múlafoss

Mér þóttu þau systurskipin Múlafoss,Írafoss og Selá alltaf snotur skip. Hér eru myndir af Múlafossi (sennilega teknar um borð í Vestmannaey VE) koma til Vestmannaeyja Myndirnar teknar af Önnu Kristjáns


                                                  © Anna Kristjáns


                                                 © Anna Kristjáns
Lokað fyrir álit

21.02.2012 21:48

OW Atlantic

OW Atlantic ex Keilir kom hér í dag með olíu. Það sannarlega kemur hugsun manns á hreyfingu. Hugsun um fátækt landsins á svokölluðum flutningaskipum.Skipum sem flytja annað en sand í lestum .Á pappírunum eigum við eitt vöruflutningaskip Laugarnes að slepptum ferjum, farþega bátum og sanddæluskipunum.Sem er að vísu dálítill floti..  

Laugarnes


                                         © óli ragg
Eyþjóð sem byggir afkomu sína á sölu afurða til annara landa á eitt vöruflutningaskip Og það er eingöngu í innanlandssiglingum og er orðið 34 ára gamallt. Keypt notað fyrir 14 árun Þetta er alger hneysa sem íslendingar kynga þegandi og hljóðalaust.


                                         © óli ragg

Laugarnes var byggt 1978 hjá Saksköbing Maskinfabrik & Stålskibsværft fyrir Grænlenska aðila sem ORSIAAT Fáninn Grænlenskur Það mældist  96.95 ts  317.0 dwt Loa:35.0 m brd: 8.74. m  Skipið er lengt 1998 upp i loa: 44.85  og mældist 160.0 ts 372.0  dwt Olíudreifing ehf ?? kaupir skipið 1998 og skírir Bláfell 1999 ?? fær það nafnið Laugarnes

OW Atlantic


                                         © óli ragg

OW Atlantic var byggt hjá Jiangnan í Shanghai Kína sem Keilir fyrir íslenska aðila. 2002 Það mældist 4341.0 ts 6019.0 dwt.  Loa.107.20. m brd: 15.30 m. Skipið var sett undir færeyiskan fána 2004  Og selt til Danmerkur 2008 Og fékk nafnið OW Atlantic Flaggar í dag DIS fána


                                         © óli ragg
Því miður hafði ég álpast til að seta tíma og dagsetningar á myndavélina og áttaði mig ekki á því fyrr en of seint Svo það skemmir svolítið myndirnar


                                         © óli ragg


                                         © óli ragg


                                         © óli ragg


                                         © óli ragg
Lokað fyrir álit

20.02.2012 18:26

Múlafoss I í árekstri

Fimmtudaginn 24 febrúar 1977 um kl 2030 sigldi norska skipið Lys Point inn í bb hlið skips Eimskipafélags Íslands Múlafoss fyrir utan strönd Svíþjóðar Stór rifa fimm metra löng og þriggja m breið kom á bb síðu skipsins. Lys Point dró svo Múlafoss til Hamstad í Svíþjóð Múlafoss var á leið frá Gautaborg til Kaupmannahafnar þegar atvikið átti sér stað. Svona segir Morgunblaðið frá atburðinum þ  25 febr 1977




Lys Point dró svo skipið til hafnar í Halmstad eins og sést á myndunum. Eigendur Lys Point kröfðust svo björgunnarlauna. Ekki hef ég fundið hvernig það mál endaði Ég held að tjónavaldur í svona málum sé réttlaus Viðgerð á Múlafossi fór fram í Fredrecia í Danmörk og tók fimm daga.

Hérna myndirna kannske aðeins stærri



Og Þjóðvilinn 25 febr 1977



Mér skilst á blöðum að skyggni hafi verið sæmilegt og skipin hafi stefnt hvort á móti öðru. En þegar Múlafossmenn beygðu til stjórnborða hafi hitt skipið gert hið sama

Hér er Múlafoss óbrenglaður


                                © Hagbard



                                © ókunnur
Lokað fyrir álit

19.02.2012 21:46

Selá I og II

Þetta snotra skip var í íslenskri eigu í 14 ár en þótti svo orðið óhentugt og var selt Það hefur fengið sína sögu hér á síðunni En það var smíðað 1963. Var selt úr landi 1974 Og lenti svo í eldsvoða 1979 og var svo sökkt 1984

Selá I





                                            © söhistoriska museum se


                                          © söhistoriska museum se

Þegar Selá I var selt úr landi var þetta skip GRECIAN keypt í staðinn Skipið hefur fengið sína sögu hér á síðunni

Hér sem GRECIAN





                                          Úr safni Rick Cox © ókunnur


                                          Úr safni Rick Cox © ókunnur

Hér sem Selá II



                                          Úr safni Bjarna Halldórs © ókunnur
Lokað fyrir álit

19.02.2012 20:34

Key Fighter

Þessi Key Fighter var hér í dag að lesta lýsi. Skipið var byggt hjá Verolme í Heusden Hollandi 1989 sem JACOBUS BROERE fyrir þarlenda aðila.Og fáninn var þesslenskur. Það mældist: 3693.0 ts 5098.0 dwt. Loa: 104.30. m brd: 17.00. m 2011 fær skipið nafnið Key Fighter nafn sem það ber í dag undir Maltafána. Ég varð satt að segja svolítið hissa þegar ég sá hve gamallt skipið var. Og mér sýnist á yfirbyggingunni að þarna hafi menn fengið klefa um borð ekki einhverja  skápa ein og virðist vera orðin tíska

                                                      © óli ragg


                                                      © óli ragg



                                                      © óli ragg

                                                      © óli ragg

                                                      © óli ragg

                                                      © óli ragg



Lokað fyrir álit

18.02.2012 14:20

Laxá I

Þetta litla skip sem byggt var þegar íslendingar höfðu efni á að láta byggja fyrir sig skip. Það hefur fengið sína sögu hér. Það var byggt í Þýskalandi 1959 sem Laxá. Fyrsta skip hjá Hafskip með því nafni og þeirra fyrsta skip.
Í þeim gögnum sem ég hef undir höndum og er uppfært 19-10-2011 stendur  :" In Service/Commission" Nafnið er AHSEN Og fánin grískur

Laxá á leið út úr Vestmannayjahöfn



Hér í Kiel kanalnum






Hér í Vestmannaeyjahöfn
1970 Sjá má lítinn dráttarbát á dekkinu en með hann fóru þeir til Hamborgar


                                             Úr safni Bjarna Halldórs

Og svo hér sem HACI ADNAN YUNCULER En það nafn bar það frá 1990-99


                               Úr safni Ric Cox "7seasvessels.com"
Lokað fyrir álit

17.02.2012 13:28

Phantom

Svíunum tókst að bjarga flutningaskipinu Phantom til Hafnar Atburðir föstudagsnæturinnar hér við land og þetta í samhengi sýnir hve brýnt það er að LHGÍ fái að halda skipi sínu þór hér við land.

Phatom komið til Oskarshamn

                                                   Myndin frá Maritime Danmark © Bendt S. Kristensen


                                                   Myndin frá Maritime Danmark © Bendt S. Kristensen


                                                   Myndin frá Maritime Danmark © Bendt S. Kristensen

Svíarnir notuðu þetta skip við björgunina KBV 003


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5867
Gestir í dag: 252
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195960
Samtals gestir: 8396
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:12:18
clockhere