Færslur: 2012 Júní
18.06.2012 18:05
Arnarfell I
Arnarfell I
Margir hafa haldið því fram að þetta hafi verið sú albesta ríkisstjórn sem þessu landi hafi stjórnað. Ekki legg ég dóm á það. En það var bjart yfir fyrir unga sjómenn þess tíma. Hvort sem, þeir tilheyrðu far eða fiskimennsku. Ný skip komu jafnvel mánaðarlega beint úr skipasmíðastöðvum.
En nú er "Snorrabúð stekkur" En tvö af þeim skipafélögum sem þá þekktust eru eiginlega á lífi í dag, þótt með aðeins breittu nöfnum. Þótt hvorugt beri þá gæfu í dag að vera með sín glæsilegu skip undir fallegasta fána heim En ekki meira um það. Mér hefur alltaf þótt annað skip Skipadeildar SÍS, Arnarfell vera með fallegustu skipum sem við höfum átt. Ekki margir sammála mér þarna.
© söhistoriska museum se
Skipið var byggt hjá Sölvesborgs Varvs & Rederi Sölvesborg Svíþjóð 1949 Rederi sem Arnarfell, fyrir Skipadeild SÍS Heimahöfn Húsavík Það mældist: 1381.0 ts, 2300.0 dwt. Loa: 88.80. m, brd:
12.40. m Skipið var selt úr landi 1973 og fékk nafnið ALEXIA og 1979 ELAFRIC Nafn sem það bar þar til það var rifið hjá Eleusis Shipyards SA, Eleusis Grikklandi í desenber 1983
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
16.06.2012 19:10
Ana Paula ex Hvassafell
Ana Paula
Þarna liggur þetta skip sem ég held eftir mínu görótta minni hafi verið fyrsta flutningaskipið sem íslendingar fengu nýtt beint frá skipasmíðastöðinni Eftir WW 2 Að síðustu lá svo skipið í tvö ár í Brodogradiliste «Jozo Lozovina Mosor» shipyard í Króatíu. Og eftir nauðungarsölu þ 14 mars 1969 kom það 15 mai sama ár til Sveti Kajo shipyard í Split í sama landi þar sem það var rifið.
Hvassafell
Skipið var byggt hjá Ansaldo Cerusa í Voltri Ítalíu sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1690.0 ts, 2300.0 dwt. Loa: 83.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nafnum en það var selt til Portúgal 1964 og fékk það nafnið Ana Paula
Ég man eftir hvað þetta skip þótti glæsilegt þegar það kom fyrst í Borgarnes. Sem hefur sennilega verið fljótlega eftir að það kom nýtt til landsins. Og ég man hve ég öfundaði einn af æskufélögunum af að eiga bróðir þar um borð. Ekki man ég nú alveg eftir hvort bróðir hans Jón Danielsson var þarna í byrjun en mig minnir að hann hafi komið þangað fljótlega. Annar borgnesingur Helgi Ólafsson var líka mikið á þessu skipi. Og þeir geta hafa verið fleiri þó ég muni það ekki
© söhistoriska museum se
Góður velunnari síðunnar Guðmundur Guðlaugsson benti mér á efnið í þremur síðustu færslunum og kann ég honum miklar þakkir fyrir
© söhistoriska museum se
16.06.2012 12:33
Selbydyke seinna Sóley
Selbydyke
Úr safni Humberman Seatheships
Skipið var byggt hjá Cochrane SB í Selby 1979 sem
SELBYDYKE Fáninn var breskur. Það mældist: 1598.0 ts, 2711.0 dwt. Loa: 79.40. m, brd: 13.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1985 NORBRIT WAAL - 1988 var skipinu breitt í dýpkunarskip og fékk nafnið SÓLEY Nafn sem það ber í dag undir íslenskum fána
Selbydyke
Úr safni Chris Howell
Úr safni Rick Cox
Úr safni Rick Cox
Úr safni Anderskane Ships Nostalgia
16.06.2012 11:41
Syneta
Hér sem MARGARETA

© Hagbard 57
Skipið var byggt hjá Falkenbergs Varv í Falkenberg Svíþjóð 1969 sem MARGA Fáninn var sænskur Það mældist: 499.0 ts, 1340.0 dwt. Loa: 72.10. m, brd: 11.60. m Skipið gekk undir þessum nöfnum 1977 MARGARETA - 1985 SYNETA Nafn sem það bað þar til yfir lauk með enskan fána
1971 var skipið dýpkað og mældist eftir það 999.o ts 2028.0 dwt . Það var lengt 1977 og mældist þá 1199.0 ts 1996.0 dwt. Loa: 85.90.m
15.06.2012 19:59
Í dag
Arnarfell



© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
Albratros

© óli ragg
Skipið var byggt hjá
Wartsila í Helsinki 1973 sem
ROYAL VIKING SEA Fáninn var:norskur Það mældist: 21897.0 ts,
3594.0 dwt. Loa: 177.80. m, brd: 25.20. m .1983 var skipið lengt upp í loa: 205.50 m 28018.0 ts 5936.0 dwt Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1991 ROYAL ODYSSEY - 1997 NORWEGIAN STAR - 2001 NORWEGIAN STAR 1 - 2002 CROWN - 2004 ALBATROS Nafn sem það ber í dag undir fána Bahamas
ALBATROS

© óli ragg


© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
14.06.2012 20:39
Í dag
Bremen

© óli ragg
Skipið var byggt hjá Mitsubishi í Kobe sem
FRONTIER SPIRIT Fáninn var Bahama Það mældist:
6752.0 ts, 1226.0 dwt. Loa:111.50. m, brd:
17.00. m Skipið hefur gengið undir nafninu Bremen frá 1993 undir fána Bahama
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
14.06.2012 18:55
Um daginn
Þann 5 júni Silver River. Það hefur svo oft verið minnst á þessi skip hér svo ég sleppi því nú


© óli ragg
Eins með þennan hér Silver Ocean sem var sama dag

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
Svo var það Thebe þ 12 júni

© óli ragg
Skipið var byggt hjá Tulcea SN í Tulcea Rúmeníu 2000 sem Thebe Fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 1847.0 ts, 2500.0 dwt. Loa: 89.70. m, brd: 11.70. m Skipið hefur sama nafn og fána sem í byrjun
Thebe

© óli ragg

© óli ragg
13.06.2012 22:28
Maro
Maro

Skipið var byggt hjá Cassens í Emden Þýskalandi 1981 sem GOLF Fáninn var þýskur Það mældist: 999.0 ts, 3142.0 dwt. Loa: 95.70. m, brd: 13.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1996 LYSKRAFT - 2000 GOLF - 2004 MARO Nafn sem það bar síðast undir fána Antigua and Barbuda Maro

© Valeriano Aguete.

© Valeriano Aguete.

© Valeriano Aguete.

© Valeriano Aguete.

© Valeriano Aguete.
Hérna er skipið á sínum betri dögum Sem LYSKRAFT

Hérna er svo mynd frá Pasajes. Mér finnst þetta ein fallegasta innsigling sem ég hef komið til. Við sóttum oft járn þangað. Og einu sinni er við vorum þar var bátur frá Paterksfirði þar til viðgerðar eftir strand (minnir mig)

12.06.2012 22:54
Álaborg og ?

Ekki er ég viss en getur ekki verið að þessi hafi einusinni verið íslenskur ?
© W V H van der Moolen
12.06.2012 21:53
Rena
Hér er Rena á sínum betri árum


© Chris Howell
Svo skeði þetta 5 okt 2011


© Maritime New Zealand

© Maritime New Zealand

© Maritime New Zealand

© Maritime New Zealand

© Maritime New Zealand

© Maritime New Zealand

© Maritime New Zealand
Annars er ég að fá æfingu í að skrifa um nákvæmlega sama efni og vinir mínir
11.06.2012 23:48
Miss Ellisa
Skipið var byggt hjá
Bodewes í Martenshoek Hollandi 1969 sem
APOLLO I Fáninn var hollenskur Það mældist:
400.0 ts, 713.0 dwt. Loa: 53.00. m, brd: 8.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1980 ARKLOW RIVER - 1982 CYNTHIA JUNE - 1986 TORA - 1988 GREEBA RIVER - 1997
PLACENTIA SOUND - 2007 ALPHA AND OMEGA - 2008 ADONAI - 2009 MISS ELLISA Nafn sem það bar siðast undir fána Cook Islands,
Hér sem GREEBA RIVER
© Capt Ted
Hér sem ARKLOW RIVER
© Ruud Coasters Remember
Hér sem GREEBA RIVER
© Ruud Coasters Remember
11.06.2012 17:56
Love Boat
Nú er skipið sem notað var við töku þáttana komið í "pottana"

Það var byggt hjá Rheinstahl Nordsee í Emden 1971 sem SEA VENTURE Fáninn var Norskur Það mældist: 19903.0 ts,
3673.0 dwt. Loa: 168.70. m, brd: 24.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1975 PACIFIC PRINCESS -2002 PACIFIC - 2003 PACIFIC PRINCESS - 203 PACIFIC Nafn sem það bar síðast undir fána Bahamas
© Chris Howell
© Chris Howell
© Chris Howell
Skipið hefur legið í Genóva, Áður en tyrknesku brotajárnsalarnir Cemsan keyptu það fyrir ca 40 milljónir
08.06.2012 22:19
Solymar
Solymar
Skipið var byggt hjá Bodewes' í Hoogezand Hollandi 1998 sem Solymar.Fáninn var Portúgal Það mældist: 2820.0 ts, 4128.0 dwt. Loa: 89.70. m, brd: 13.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni nú undir fána Kýpur
© Hannes van Rijn
08.06.2012 21:19
TAIGETA
Hér sem Borre

Úr mínu safni © ókunnur
Skipið var byggt hjá Rauma-Repola í Uusikaupunki Finnlandi 1980 sem REPOLA Fáninn var finnskur. Það mældist: 1376.0 ts, 2657.0 dwt. Loa: 82.40. m, brd: 12.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1984 ANN RAGNE - 1986 ANN-MARI - 1990 SVARTE - 1991 BORRE AF SIMRISHAMN - 1997 BORRE - 2000 BOLERO - 2005 MARLEN - 2005 BALTIC SKY - 208 EASTERN STAR - 2009 BALTIC SKY - 2009 TAIGETA Nafn sem það bar síðast undir fána Dominica Skipið var rifið í Belgíu fyrr á þessu ári
Hér sem TAIGETA


08.06.2012 18:00
Júni 1958
Selfoss

Og þann 14 var Sementsverksmiðjan á Akranesi tekin í notkun.. Í tilefni af því var þv forseta landsins Ásgeir Ásgeirssynu gefið hálft annað tonn af sementi. Nú veit ég ekki hvort CEMISLE sem losaði sement á Akranesi um daginn er fyrsta skipið sem "losar" sement" á Akranesi á þeim tæpum 54 árum sem liðin eru frá því að bóndinn á Bessastöðum fékk sitt sement.
Freyfaxi heitir hér Stilen

© Frits Olinga-Defzijl
En ef svo er finnst mér að sá sem býr þar nú hefði nú átt að fá þó ekki hefði verið annað en slatta í poka.. Það má nú segja að nú sé "Snorrabúð stekkur" Búið að hrekja sementframleiðslu úr landi og leggja niður alíslenskan kaupskipaflota. Þá meina ég þau skip sem hafa okkar fallega fána í skut
CEMISLE Hér áður en skipinu var breytt fyrir sementflutninga

© HenkGuddee
Selfoss
Skipið var byggt hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1958 sem Selfoss Fáninn var íslenskur Það mældist: 2339.0 ts, 3460.0 dwt. Loa: 102.30. m, brd: 15.80. m Skipið var selt úr landi 1982 og fékk nafnið Elfo. Það var rifið í Pakistan ( Gadani Beach ) 1985

© ókunnur
Freyfaxi
Skipið var byggt hjá Aukra Bruk í Aukra Noregi 1966 sem Freyfaxi Fáninn var íslenskur Það mældist: 971.0 ts, : 1397.0 dwt. Loa: 65.00. m, brd: 12.10. m Skipið var selt innanlands 1983 og fékk þá nafnið Haukur. Hvort honum var svo flaggað út 1999 veit ég ekki en hann fékk það ár nafnið HAUKUREN og svo 2000 AUKUREN - 2005 STRILEN - 2006 FREYFAXI Skipinu hlekktist á í des 2011 á 56° 39´N og 016°.22´0 A á leiðinni frá Wismar til Oskarshamn í ballast
© Frits Olinga-Defzijl
CEMISLE
Skipið var byggt hjá Polnocna í Gdansk Póllandi 2000 sem Gdynia Fáninn var Kýpur Það mældist: 3930.0 ts, 5183.0 dwt. Loa: 100.60. m, brd: 16.60. m Skipið var breitt 2009 til sementflutninga. Það hefur gengið undir þessum nöfnum: 2005 TOPAZ - 2007 GRIMSNIS 2009 CEMISLE Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda
© Henk Guddee
© Henk Guddee