Færslur: 2012 Október

02.10.2012 18:09

Meira Brúarfoss

Ég HEFÐI  betur sinnt heimavinnunni betur í gær þegar ég skrifaði um Brúarfoss. Ég HEFÐI betur kíkt í bók Jóns Eiríkssona "Rabbað við Lagga". Honum segist svona frá um strandið m.a:

Svæðið sem um ræðir"Þess ber að geta að nokkru áður en þetta gerðist gekk yfir kafalsél sem byrgði alla landsýn Stýrimaðurinn hafði þá ekki veitt því athygli að stefnan lá of nærri landi en sá það þegar élinu létti,og lét mig þá strax vita. Þetta var langt él og eina élið sem kom um nóttina. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að Brúarfoss HEFÐI ekki lent á skerinu ef landsýn HEFÐI haldist allan tíma". Sem sagt þetta fjandans él þarna um nóttina 11 apríl 1948 olli strandi tveggja skipa ef djúpt er tekið í árinni

Happaskipið Brúarfoss
Skipið var byggt hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupmannahöfn Danmörk 1927 sem Brúarfoss Fáninn var íslenskur  Það mældist: 1577.0 ts, 1540.0 dwt. Loa: 84.70. m, brd: 11.10. m  Farþegarrými var fyrir 40. Skipið var fyrsta frystiskip sem smíðað var fyrir Íslendinga. Það er selt úr landi 1957 og fær ekki lakara nafn en Freezer Queen 1960 fær skipið nafnið Reina Del Frio. Það var rifið í Argertínu 1986 Í bók Jóns kemur fram að um leið og gert var við skipið í Leith 1948 var sett olíukynding í það í staðin fyrir kolakyndinguna Brúarfoss var mikið happaskip það sigldi milli landa öll seinni stríðsárin án nokkura áfalla Skipshöfn hans náði því að bjarga milli fimmtíu og sextíu manns úr sjávarháska á þessum háskatímum.

Júlíus Júlíniusson  skipstjóri

Skipstjórar á Brúarfossi á seinni stríðsárunum voru Júlíus Júlíníusson sem hafði stjórnina frá byggingu skipsins til 1940 Sigurður Gíslason 1940 til 1941 Jón Eiríksson 1941 og til stríðsloka .

Sigurður Gíslason skipstjóri
Allir þessir menn siglu bæði stríðstímabilin  Og Júlíus sem skipstjóri í þeim báðum Mér finnst satt að segja skylda okkar af sömu kynslóð og ég að halda minningu þessara manna og áhafna þeirra á lofti um komandi ár

Jón Eiríksson skipstjóriNútímamaður með alla þessa tækni getur enga grein gert sér fyrir hvað þessir menn og skipshafnir þeirra gengu í gegn um á þessum tímum Slökkt á ljósvitum og loftskeytatæki jafnvel innsigluð.Eyþjóð norður í höfum hafði mikla þörf fyrir þessa menn sem og öllum sjómönnum á þessum tíma. Fórnfýsi íslenskra sjómanna á þessum árum verður aldrei fullþökkuð. Og má aldrei geleymast  Það hefur þurft sterkar taugar til að dylja áhyggjur skipstjórans fyrir áhöfninni út af tikkandi tundurduflum og kafbátum auk hinnar erffiðu íslensku náttúru.
Lokað fyrir álit

01.10.2012 19:46

Brúarfoss

Við þekkjum ölli orðið "hefði" og tengingu þess við ýmsa atburði. Hefði þetta verið svona þá hefði þetta orðið hinsegin. Í sambandi við færsluna á strandi Goðafoss þá má segja að nota mætti orðið töluvert.                                                              Úr mínu safni  © ókunnur

Mikill velunnari síðunnar Guðlaugur Gíslason hafði samband við mig og sagði mér að þetta strand Goðafoss hefði eiginlega verið í beinu framhaldi af strandi annars skips. Og þá skulum við víkja aðeins að Brúarfossi I. Hann hafði lagt af stað vestur um land til lestunnar um mánaðarmótin mars apríl 1948 og byrjaði í Breiðafirði.Tekur Suðureyri sem síðasta viðkomustað á Vestfjörðum En heldur svo þaðan áleiðis til Hólmavíkur


                                                              Úr safni mínu © ókunnur  
                
Goðafoss leggur af stað af stað nokkrum dögum seinna Er t.d á Ísafirði 6 apríl . Brúsi fer svo á Strandirnar en strandar á grynningum sem kallaðar eru Barmur út af Gjögri 11 apríl. Skipið náðist út af eigin vélarafli út af skerinu. En leki kom á kjölfestutanka.Þann 13 er svo ákveðið að Goðafoss sem þá var kominn á Akureyri er snúið við og honum beint á Strandirnar til að taka farm Brúarfoss.Skipunum er svo báðum lagt á Reyjarfirði og þar fer umskipunin fram. Við hana vinnur þá  ungur maður Guðlaugur Gíslason. Öllum íslenskum farmönnum vel kunnur                                                                  © photoship             


Og þá koma "hefði" til sögunnar. Hefði Goðafoss strandað á Ísafirði ef Brúarfoss hefði ekki strandað á Ströndunum ?? Þannig má eiginlega segja að  hefði ? koma oft við sögu í ýmsum atburðum. En hvaða erindi Goðafoss átti aftur á Ísafjörð veit maður ekki


                                                              Úr safni  Rick.Cox © ókunnur
Það má til gamans geta þess að í frétt í dagblaðinu Vísi segir svo þ 24 apríl 1948:" E.S Brúarfoss verður tekin upp í fjöru hér í Reykjavík til þess að fá bráðabirgðaviðgerð hér á skemmdum þeim sem skipið varð fyrir þegar það tók niðri úr af Reykjarfirði nýlega. Í næstu viku verður því væntanlega siglt til Leith þar sem það verður tekið í þurrkví"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 208
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 532
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 3633941
Samtals gestir: 504504
Tölur uppfærðar: 21.7.2019 10:08:52
clockhere