Færslur: 2012 Nóvember
13.11.2012 18:09
MERWEDIJK
MERWEDIJK
© Gena Anfimov
Skipið var byggt hjá Hegemann Roland í Berne Þýskalandi 2001 sem MERWEDIJK Fáninn var hollenskur Það mældist:
6368.0 ts,
8650.0 dwt. Loa: 132.00. m, brd: 19.40. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
MERWEDIJK
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
10.11.2012 22:16
Susanne Reith
Þessa mynd skannaði ég úr eihverri bók fyrir löngu nokk @ ókunnur
Skipið var byggt hjá Hagelstein í Travemunde (A) Þýskalandi 1958 sem SUSANNE REITH Fáninn var þýskur Það mældist: 999.0 ts, 1690.0 dwt. Loa: 71.70. m, brd: .10.90.m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1966 SUSANNA - 1967 GRJOETY - 1970 ELDVIK - 1975 SUNRAY - 1979 LEON - 1980 NIKA - 1990 ROYAL STAR II Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í júni 2011 í Tyrklandi
Svona segir Mogginn frá þegar skipið kom til Reykjavíkur frá strandstað.
En 8 metrar úr skipinu urðu eftir á skerinu ( það standa 10 metrar í Mogganum en 8 metrar er það eina rétta að sögn manns sem kunnugur er verkinu) á Raufarhöfn Ekki voru nú aðstæðurnar betri þarna á Raufarhafnarfjörunni en það að afturendinn lafði töluvert lengra niður en áður. En átta metrana og beinni rass. fékk svo skipið í Glasgow þar sem fullnaðar viðgerð fór svo fram Borgnesingar komu töluvert við þessa sögu. Þ.e.a.s skipstjórinn í ferðinni frá strandstað og suður heitir Einar Eggertsson Og sá sem sigldi skipinu til Glasgow var Helgi Ólafsson báðir farmenn úr Borgarnesi
Susanne Reith átti sér systurskip sem hét fyrst Assen síðan Anne Reith
Hér sem ASSEN
En það skip var byggt 1956 á sama stað og Susanne Reith og síðan rifið í Grikklandi í des1984 eftir að hafa gengið undir þessum nöfnum: - 1964 ANNE REITH - 1968 NORDLANDER 1968 GOTLAND - 1975 LARYMNA 1968 var það skip lengt og dýpkað og mældist eftir það 1012.0 ts 1634.0 dwt Loa:80.00.m
@Rick Cox
@Rick Cox
10.11.2012 17:52
Sichem Pandora,
Sökudólgurinn
© Simon Kruyswijk
Saga slyssins er í stuttu máli sú að umræddan dag var franski báturinn á veiðum út af strönd Alderney í Enska Kanalnum. Veður var gott og skyggni ca sjö sjómílur. Eftirlifandi sjómaður af Klein Familie Michele Gueno gat eftir að báturinn sökk náð Í gúmmíbjargbát og þar í í hylki með neyðarblysum og rakettum og gat þannig vakið athygli á sér Honum var svo bjargað af flutningaskipinu ALBLAS .Brátt féll grunur á að fg tankskip, Skipinu var beint til Dunkirk og áhöfnin þar yfirheyrð. Ekkert kom í ljós við þær. En smááverka var að finna á stefni skipsins og voru teknar prufur af málningu sem var klístruð þar á. Eftir að tekist hafði að finna flak bátsins og málningaprufur teknar af því sannaðist sökin á tankskipið
Sichem Pandora
Og eins og fyrr segir var fv yfirstýrimaður tankskipsins handtekinn á Kýpur á þriðjudag og verður hann framseldur til Möltu.En yfirvöld þar ásamt frönskum hafa staðið fyrir ítarlegri rannsókn á málinu Maðurinn mun verða ákærður fyrir, að minnsta kosti eftirfarandi atriði: Fyrir brot á þeirri skyldu að aðstoða skip í neyð, skyldu til að veita aðstoð að fólk í hættu á sjó og lögbundna skyldu til að tilkynna slys til skipa.En við rannsókn málsins kom í ljós að atburðurinn átti sér stað um kl 0750 LMT. En orsök áreksturins mun liggja hjá báðum skipum
Sichem Pandora
Skipið var byggt hjá Hyundai í Ulsan Kóreu 1994 sem MALENE SIF Fáninn var danskur Það mældist: 6544.0 ts, 9214.0 dwt. Loa: 116.60. m, brd: 19.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2001 SICHEM MALENE - 2002 SICHEM PANDORA - 2011 BREEZY NAVIGATOR Nafn sem það ber í dag undir fána Möltu
Sichem Pandora© Simon Kruyswijk
Bjargvætturinn
Skipið var byggt hjá Severnav í Severnav. Rúmeníu 1996 sem ALBLAS Fáninn var hollenskur Það mældist: 3443.0 ts, 4980.0 dwt. Loa: 93.40. m, brd: 15.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2006 CAP FORMENTOR Nafn sem það ber í dag undir spænskum fána
ALBLAS© Andreas Spörri
09.11.2012 16:01
Amurskaya
Allir björgunarbátar skipsins virtust horfnir. Eitthvað virðist yfirvöldum bogið við þetta alltsaman því lögreglurannsókn hefur verið fyrirskipuð. Sérfræðingar hafa látið eftir sér haft að 4,2 kg af gulli fyrir allt að $ 230.000 hefði verið í farminum. Og held ég að þarna sé verið að tala um þegar búið væri að hreinsa gullið úr grjótinu sem skipið hafði innanborðs.
© Savitskiy Igor
07.11.2012 20:17
HMS Bounty
Mynd af hinu upprunaklega skipi
Slysstaðurinn og slysið
Dauðastríðið
© Maritime Bulletin
Þetta skip sem var eftirlíking af hinu fræga skipi HMS Bounty Þar sem þeir réðu ríkjum Lieutenant William Bligh og Sailing Master, Fletcher Christian Eins og það hét á ensku. Þessa sögu þekkja allir sjómenn. Og margir hafa séð hina frægu mynd þar sem þeir Trevor Howard og Marlon Brando léku þá kumpána af mikilli snilld Skipið var byggt 1961.Það átti aðeins að nota það við töku myndarinnar Í myndarlok átti skipið að brenna eins og fyrirmyndin fyrir 222 árum síðan. En þá tóku fg leikarar til sinna ráða og neituðu að klára hlutverk sín ef skipið hlyti þau örlög. Var það tekið til greina og var skipinu hlíft Enhver billeg leikmynd brennd í staðinn
Bounty sú nýrri
Með skipinu um daginn fórust tvær manneskjur. Maður og kona Lík konunnar fannst en mannsins ekki
Eftirmyndin var smíðuð í Smith og Ruhland SY í Lunenburg, Nova Scotia. Hins vegar voru öll mál aukin um u.þ.b. þriðjung til að hægt væri að nota 70 mm myndavél við töku myndarinnar. Skipið var svo nota í mörgum kvikmyndum
Frummyndin var byggð hjá Blaydes shipyard, Kingston í Hull Englandi 1784 sem Bethia Fáninn að sjálfsögðu enskur Það mældist: 220.0 ts, 94.0 dwt. Loa: 27.69. m, brd: 7.42. m Skipið fékk svo nafnið Bounty 1787 Það gekk svo undir því nafni og með sama fána þar til það brann 23 Janúar 1790
Eftirmyndin hafði kojupláss fyrir 49 manns . Það var knúið tveim John Deere 375hp diesels.Á undanförnum árum var skipið eiginlega endurbyggt
Flestir muna söguna af þessari uppreisn á þessu enska herskipi Bounty William Bligh kapteinn á skipinu hafði verið yfirstýrimaður hjá capt Cook í síðustu ferð hans Hann kom Resolution skipi Cooks til hafnar í Englandi eftir að Cook var myrtur á Hawaii 14 Febrúar 1779. Blight var svo sendur á Bounty til að sækja eitthvað af hinum fjölskrúðugu og fallegu plöntum Sem hann hafði komið með sýnishorn af heim til Englands á Resolution . Sögulokin kunna flestir Hér að neðan er sigling Bounty á Kyrrahafinu Rauða línan sýnir siglingu skipsins fram að uppreisninni. Gula eftir hana og sú græna siglingarleið Blight efir uppreisnina. Þá siglingu telja margir eitt af meiri afrekum í siglingum.
07.11.2012 16:39
MORSUM
MORSUM
Skipið var byggt hjá Fujian Mawei SB Co í Fuzhou Kína 2012 sem MORSUM Fáninn var Antigua Það mældist: 9983.0 ts, 11000.0 dwt. Loa: 140.10. m, brd: 23.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
06.11.2012 16:06
Ceuta
Hér sem Ceuta
Skipið var byggt hjá Deutsche Wærft í Finkenwarder Þýskalandi 1929 sem CEUTA Fáninn var þýskur Það mældist: 2305.0 ts, 2719.0 dwt. Loa: 86.30. m, brd: 14.00. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1945 EMPIRE CAMEL - 1947 RINKENÆS - 1947 OYRNAFJALL - 1956 SAFI Nafn sem það bar síðast undir þýskum fána
Hér sem RINKENÆS
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér sem OYRNAFJALL í Þórshöfn
© Finn Bjørn Guttesen
Hér sem OYRNAFJALL í Sörvogi
Hér sem OYRNAFJALL í Rotterdam
05.11.2012 18:55
Óskar á Háeyri
Mér finnst satt að segja þessi mynd sem Tryggvi Sig tók lýsa Óskari vel Alltaf brosandi,léttur og kátur. Hann var hafsjór af allslags fróðleik.Að hlusta á þá góðvinina Torfa Haralds og hann tala um Jass,það var með hreinum ólíkindum. Það kom t.d. eins ómúsíkölskum manni og mér til af leita á "You Tube" til að hlusta á þessa snillinga sem þeir ræddu um. Óskar var vel lesinn og snillingur í frásögn. Hann hafði þann hæfileika að gera lítið áhugaverð atvik eða sögu að slíkum gullmolum að eftirminnilegt er. Og ég segi bara fyrir mig að það skarð sem hann skilur eftir sig í vinahópnum í litla húsinu við höfn friðarins verður seint fyllt. Nú er Óskar komin í þá friðarhöfn sem við öll komum til að lokum. Og það þori ég að fullyrða að þar hefur verið tekið vel móti honum Og nú fer hann þar á þeim kostum sem honum var einum lagið Megi minningin um góðan dreng lifa. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð og bið þann sem öllu ræður að styrkja þá og styðja í sorg sinni
m/s KAREN REED
Þótt Óskar hafi gert fiskveiða að ævistarfi þá leitaði hann á vit ævintýranna sem þá var að finna í farmennskunni. Hann sigli um tíma á þessu norska skipi KAREN REED þá ungur að árum
m/s KAREN REED
04.11.2012 14:29
Blikur I aftur

Og var fólkið í þessum bátum í þrjá og hálfan tíma þegar Poseidon fann það. Enhver misskilningur virðist hafa verið uppi um þessi björgunnartæki eftir athugasemd Finns. Mér er helst að detta í hug að hann stafi af þeirri mynd sem er hér að neðan. En myndin er tekin af skipinu við olíubryggjuna í Færeyingahöfn í Grænlandi. Kannske skömmu áður en það fór í þessa örlagaríku ferð.?? En eins og sést á henni eru engir björgunarbátar í sætum sínum
© Finn Bjørn Guttesen
Mótorbáturinn sem talað er um í fréttinni var ein af fimm trillum sem skipið hafði meðferðis og hér undir sést ein af þeim. En myndin er tekin rétt áður en skipið sigldi á jakann. En ferð skipsins var sú að koma þessum trillum og áhöfnum þeirra til Eggerö þar sem færeyingar ætluðu að koma upp fiskveiðibækistöð. Fólkið missti allt sitt svo var og í farminum salt,olía og bensín auk bátanna
Hér er hluti af hópnum kominn til Reykjavíkur. Lengst t.v er Wilhem Dahmen skipstjóri á Poseidon Konurnar tvær þær Paula Thomsen og Elin Christiansen eru fyrir miðri mynd Og lengst til hægri er Winther Paulson lögþingsmaður
Jatangard skipstjóri Blikurs mun vera maðurinn með einkennishúfuna og í úlpunni á miðri myndinni
03.11.2012 18:14
Vlieborg
Skipið var byggt hjá Westerbroek Yard í Hoogezand, Hollandi 2012 sem Vlieborg Fáninn var hollenskur Það mældist:7729.0 12000.0 dwt.Loa: 142.65 m brd:15.87 m
Það verður gaman að fylgast með hvernig þessi skip koma til með að reynast. Maður gæti haldið að þau komi til með að "höggva" minna en skip með gamla laginu. Og einhvernveginn finnst mér þetta minna á alfyrstu stefnin fyrir næstsíðustu aldamót hvað hallann varðar
03.11.2012 16:16
Blikur V
Hér sem BLIKUR í úfnum sjó
Skipið var byggt hjá Fujian Mawei SB Co í Fuzhou,Kína 2007 sem RBD DALMATIA Fáninn var Kýpur Það mældist: 7545.0 ts, 8400.0 dwt. Loa: 129.60. m, brd: 20.60. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum. En 2008 fékk það nafnið BLIKUR og 2011 sitt gamla nafn RBD DALMATIA Nafn sem það ber í dag undir sama fána
Hér bílaði vélin í BLIKUR og hann lenti uppí Tinganesi í Þórshöfn
Hér sem RBD DALMATIA
03.11.2012 12:12
Hállfnað verk þá hafið er
Hér er meir um þetta skip
http://www.wsy.lt/wbs/index.php/en/products/outfitted-hulls/fishing-vessels/55-fishing-trawler-rogne
02.11.2012 19:48
Norröna
NORRÖNA
Skipið var byggt hjá Nobiskrug í
Rendsburg, Þýskalandi 1973 sem GUSTAV VASA Fáninn var sænskur Það mældist: 7457.0 ts, 1799.0 dwt. Loa: 129.00. m,
brd: 21.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1983 NORRÖNA - 03 NORRÖNA I - 2004 LOGOS HOPE Nafn sem það ber í dag undir
Möltufána En skipinu hefur verið britt í einskonar bókasafnsskip
LOGOS HOPE
02.11.2012 18:55
Smyrill
Smyrill
Skipið var byggt hjá Aalborg Værft í Aalborg Danmörk 1969 sem MORTEN MOLS Fáninn var danskur Það mældist: 2430.0 ts, 790.0 dwt. Loa: 92.70. m, brd: 16.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1975 SMYRIL - 2006 SMYRILL - 2008 ISALITA Nafn sem það ber í dag undir fána Cape Verde
02.11.2012 17:00
Blikur IV
© Finn Bjørn Guttesen
Skipið var byggt hjá Fosen MV í Rissa, Noregi 1979 sem BLIKUR Fáninn var færeyiskur Það mældist: 947.0 ts, 1460.0 dwt. Loa: 76.90. m, brd: 14.50. m Skipið var lengt 1984 Mældist eftir það 2854.0 ts 1460 dwt Loa:88.80.m 2008 var skipið selt til Danmerkur og skírt NORDVAAG Nafn sem það ber í dag undir dönskum fána
Blikur
© Finn Bjørn Guttesen
© Finn Bjørn Guttesen
© Finn Bjørn Guttesen
NORDVAAG
© Frode Adolfsen