Færslur: 2014 September
30.09.2014 17:10
SÍS 1954
MAGNHILD
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Fevigs JS í Fevig 1909 sem LA FRANCE Fáninn var: norskur Það mældist: 715.0 ts, 1100.0 dwt. Loa: 55.50. m, brd 8.40. m Það var endurbyggt 1950 fékk þá nýja vél og þá mælingu sem hér sést.Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1946 TORVIK - 1949 KING - 1950 MAGNHILD - 1955 PANDORA - 1957 PANDOKRATOR - 1973 MICHALIS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána fána Skipið lenti í miklu smyglmáli á Ítalíu og hverfur af skrám 1998. Sennilega rifið á Ítalíu
Þ 8 okt 1954 slitnaði skipið upp í Keflavíkurhöfn. Fyrir snarræði skipstjórans tóks að forða stórtjóni á bátaflotanum sem lá í höfninni
MAGNHILDUR á strandstað í Keflavík
Mynd skönnuð úr gömlu blaði © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Pacific Bridge í Alameda USA 1943 sem CYRUS SEARS Fáninn var: breskur Það mældist: 1815.0 ts, 2800.0 dwt. Loa: 78.90. m, brd 12.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1951 SKIDBY - 1951 BORGFRED - 1954 LISE - 1955 AURA - 1960 FERNANDO - 1962 FATA MORGANA - 1963 GIANNIS Nafn sem það bar síðast undir grískum fána fána Skipið lenti í miklu í miklum bruna 100 sjm NA af Möltu 28-10-1964,og sökk á 36°04´0 N og 014°42´0 A 30-10-1964
BIRKNACK
© photoship
© photoship
30.09.2014 10:24
LEAH og UTA.
LEAH
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá Madenci Gemi Sanayii í KD-Eregli, Tyrklandi 1996 sem CELTIC SOVEREIGN. Fáninn var Bahamas Það mældist: 4015.0 ts, 6250.0 dwt. Loa: 100.00. m, brd: 17.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1997 GRACECHURCH COMET - 1997 RUTH BORCHARD - 2001 CELTIC SOVEREIGN - 2002 SOVEREIGN - 2002 OLIVIA - 2002 GRACECHURCH HARP - 2007 OLIVIA - 2011 LEAH Nafn sem það ber í dag undir hollenskum fána
LEAH
UTA
© Pilot Frans
UTA
© Pilot Frans
© Pilot Frans
28.09.2014 16:06
Green Cooler
GREEN COOLER
© óli ragg
GREEN COOLER




Svo eru hér myndir af skipinu teknar af almennilegum ljósmyndurum
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
27.09.2014 19:53
Estonia
ESTONIA
Skipið var smíðað hjá Jos.L.Meyer í Papenburg Þýskalandi 1980 sem: VIKING SALLY Fáninn var:finnskur Það mældist: 15566.0 ts, 2800.0 dwt. Loa: 155.40. m, brd 24.20. m Það gat tekið um 1100 farþega og áhöfn var vanalega um 110 manns Skipið hafði gengið undir þessum nöfnum:1990 SILJA STAR - 1990 WASA KING - 1991 ESTONIA Nafn sem það bar í síðast undir fána Eistlands Það endaði svo feril sinn með hræðilegu slysi sem fyrr greindi
ESTONIA
ESTONIA
fór frá Tallinn, Eistlandi kl 19:00 (LMT) þ 27 September 1994, áleiðis
til Stockholm Um borð voru 989 manns .Áhöfn og farþegar Flestir farþegar
voru Norðurlandabúar en áhöfn kom frá Eistlandi. Veðrið var slæmt 7-8 á Beaufort skala Og ölduhæð upp í 4 metra jafnvel meir Röð atburða sem leiddi til slyssins virtist byrja kl 0055 (LMT)
þ 28 sept þegar einn áhafnarmeðlimir taldi sig heyra mikla bresti frá
"bógportinu" og tilkynnti það vagthafandi stýrimanni Ófullkomin könnun
var gerð á orsökinni en ekkert kom út úr því. Þetta var byrjunin á því
sem svo leiddi til að skipið hvarf af yfirborði sjávar kl 0150 þ 28
sept 1994
ESTONIA
Mynd af heimasíðu útgerðarinnar © óþekktur
SLYSIÐ
Mynd af heimasíðu Heiwa © óþekktur
26.09.2014 20:31
NORWEGIAN BREAKAWAYNORWEGIAN BREAKAWAY
NORWEGIAN BREAKAWAY
© Jens Boldt
NORWEGIAN BREAKAWAY
© Jens Boldt
© Jens Boldt
© Jens Boldt
© Jens Boldt
Ef einhver hefur áhuga má sjá meira um skipið hér
26.09.2014 16:43
Arnarfell
ARNARFELL I
© söhistoriska museum se
En ég er viss um að hefði ég farið með ARNARFELLI út þá hefði ég mætt sömu gestrisninni.En þarna réði vinátta við gamla og góða fv skipsfélaga öllu. Sem svo leiddi af sér vinartengsl við áhöfn HELGAFELLS. Ég minntist á það um daginn að það eru 60 ár síðan að HELGAFELL I kom til heimahafnar sinnar Reykjavík í fyrsta sinn Sagði að vísu daginn vera 6 okt en ég var að lesa það úr blaði sem gefið var út þann dag en skipið kom deginum áður eða 5 okt 1954
HELGAFELL I
© söhistoriska museum se
Arnarfell (ég er ekki aveg klár á röðinni svo ég sleppi henni) að koma til Eyja í fyrra
© óliragg
...og erlendis
© Henk Jungerius
© Henk Jungerius
© Henk Jungerius
25.09.2014 20:09
Salamis Filoxenia
SALAMIS FILOXENIA hér undir nafninu VAN GOGH

Skipið var smíðað hjá Wartsila í Turku Finnlandi 1975 sem: GRUZIYA Fáninn var:rússneskur Það mældist: 16631.0 ts, 3003.0 dwt. Loa: 134.00. m, brd 21.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1995 ODESSA SKY - 1998 CLUB CRUISE I - 1999 CLUB 1 - 1999 VAN GOGH - 2009 SALAMIS FILOXENIA Nafn sem það ber í dag undir Kýpur fána
VAN GOGH




24.09.2014 21:51
MERCANDIA IV
sem einnig var þarna til viðgerðar eftir að hafa rekið nefið í bryggju í Helsingborg s.l sunnudag (21 þ m) En þessi ferja á sér nokkra sögu í danskri siglinga sögu
MERCANDIA IV
© Capt.Jan Melchers
.
MERCANDIA IV
© Cornelia Klier
SUPERFLEX NOVEMBER en fékk strax 1989 nafnið MERCANDIA IV Fáninn var:enskur/danskur Það mældist: 4296.0 ts,1256.0 dwt. Loa: 95.80. m, brd 17.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessum tveim nöfnum og fáninn er danskur
MERCANDIA IV
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var eitt af átta " Superflexferjum" sem Per Henriksen (Mercandia I/S í Kaupmannahöfn) keypti á árunum 1987 -1990 af North East SB í Southwick Þau báru öll SUPERFLEX sem fyrra nafn en KILO, LIMA, MIKE, NOVEMBER, JULIETT,I NDIA, WISKY, BRAVO sem seinna nafn.Öll voru skipin smíðuð hjá North East SB í Southwick. Nema -WISKY sem var smíðað hjá "Ferguson Shipbuild." í Appeldore Í augnablikinu man ég ekki alveg hvað Henriksen ætlaðist fyrir með ferjunum En þær eru tvær þarna í yfirfartinni Helsingborg - Helsingör -NOVEMBER og - BRAVO. -KILO er.Króatíu -LIMA er í Mexico. -MIKE - INDIA -JULIETT og -WISKEY eru allar í Indónesíu (eftir þeim upplýsingum sem ég hef)
MERCANDIA IV
© Simon de Jong
MERCANDIA IV
© Simon de Jong
21.09.2014 12:36
ROYAL PRINCESS
ROYAL PRINCESS
© Björgvin S Vilhjálmsson
ROYAL PRINCESS
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
© Björgvin S Vilhjálmsson
20.09.2014 21:33
DFDS V
Aðalstöðvar DFDS í Kvæsthusgadeí Kaupmannahöfn
En fljótlega fengu þeir nýja keppinauta. Norðmenn og Svía. Og 1919 -20 var útlitið mög svo dökkt. Ekki þreifst félagið á dönskum Vesturförum (kannske einstaka íslendingum) eingöngu En 1920 kviknaði smáljós. Sú týra voru Pólskir Vesturfarar. Flutninur á þeim jóks um 14% 1920.og næstu ár gátu menn treyst á að þriðjungur farþega vestur um haf voru pólskir
Bæklingur frá Skandinavien-Amerika Linien
Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
Og 1925 fékk DFDS móðurfélag S.A.L nýja stjórn með Axel Olaf Andersen þekkt nafn úr dönsku viðskiftalífi í broddi fylkingar (A.O Andersen hafði ,m.a verið bankaráðsmaður Privatbankens var einnig m.a . formanður stjórnar Helsingør Skibsværft og Maskinbyggeri og Frederikshavn Skibsværft) Og I.P. Holst sem stjórnaði vesturhafs siglingum félagsins En nú fóru sögur að ganga um að Pólverjar ætluðu ´ser sjálfir að sjá um sitt fólk og stofna félagt til að flytja það vestur.
L P Holzt var skipstjóri á HELLIG OLAV frá 1903-1910 Tók þá við sem yfirmaður farþegadeildarinnar til 1932
Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
Yrði þetta að veruleika myndi SAL missa helminginn af sínum farþegum. Og ekki nóg með það heldur vari ØK (Det Østasiatiske Kompagni nú EAC, East Asiatic Company Ltd.sem þá var orðið mjög þekkt og vinsælt félag bæði vestan hafs og austan) með puttana í þeim áformum.Þessi áform sem gengu eftir settu stórt strik í reikninginn hjá SAL sem fyrirhugaði að láta byggja tvo skip.En til þess vantaði nú eitt peninga Hvorki .DFDS eða SAL fengu neina styrki frá Ríkinu eins og t.d Gunard hafði fengið frá sínu Ríki.Því varð SAL að láta af öllum áætnunum um ný farþegaskip
Louis Francois Peronard, var skipstjóri á UNITED STATE frá 1920-1921- Á HELLIGE OLAV 1921-1933 og FREDERIL VIII 1933-1935 Varð þar með síðasti skipstjórinn á farþegaskipum SAL
Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
Danmörk kvödd
En þó með möguleikum til breitinga aftur í fyrra horf kallaði aukning á farþegum á það Sem ekki varð. Í stuttu máli nú sinntu nú tvo skip UNITED STATE OG FREDERIK VIII leiðinni. Hrun þessara flutninga urðu svo ennþá ljósari.1930 voru ferðirnar fram og til baka (aftur á bak og áfram eins og maðurinn sagði) 35 en 1931 voru þær 21 1932, 15. 1933, 17.og 1934, 16 Í nóv 1934 fór UNITED STATE sína síðustu ferð og var upp í því selt til niðurrifs. Og eins og sagði í síðustu færslu um þetta fór svo FREDERIK VIII síðustu ferð 1935. Það var svanasöngur Skandinavien-Amerika Linien sem hafði flutt yfir eina milljón farþega yfir Atlantshafið Andlátsárið var því það ár. En móðurfélagið DFDS hélt uppi fragtflutningum áfram um stund
Jólakort frá Skandinavien-Amerika Linien
Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
18.09.2014 17:26
Vågan
VÅGAN
© Frode Adolfsen
VÅGAN
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
© Frode Adolfsen
16.09.2014 19:16
DFDS IV
C.F TIETGEN
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Skipið var smíðað hjá: Harland & Wolff i Belfast N-Írlandi,1897 sem: ROTTERDAM Fáninn var:hollenskur Það mældist: 8315.0 ts, . Loa: 148.00. m, brd 16.00. m Vélin var 5250 hö gaf 14 sml hraða Það tók 191 farþega á fyrsta farrými 90 á öðru og 610 á þriðja.Skandinavien-Amerika Linien keypti skipið 1906 Og kostaði það þegar breitingar höfðu verið gerðar á því 122.000 ensk pund.Því var gefið nafnið C.F TIETGEN Skipið var sett í ferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf. þ 6 nóv 1913 kom skipið úr sinni síðustu ferð yfir Atlantshafið fyrir þ.v eigenda. Það var svo selt í desember sama ár: Russian East Asiatic Steam Ship Co. Ltd. Á aðfangadag tóku nýir eigendur við skipinu og gáfu því nafnið DWINSK. Skipið var sett á leiðina Libau-New York. 1917 yfirtók breska herstjórnin skipið og eftirlét Gunard Line útgerð þess. Þ 18 júní 1918 á leið frá Brest til New York var skipið skotið niður. Fólkið um borð komst í sjö brjörgunarbáta Sex af þeim komust af en einn báturinn fórst og með honum 22 menn
C.F TIETGEN
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
FREDERIK VIII
Skipið var smíðað hjá: Vulcan-Werke í Stettin-Bredow (þv Þýskalandi) 1913 sem:FREDERIK VIII Fáninn var:danskur Það mældist: 11850.0 ts, . Loa: 159.60. m, brd 19.00. m Vélarnar voru tvær sem voru alls 11000 hö (tvær skrúfur) gaf 17 sml hraða Það tók 121 farþega á fyrsta farrými 259 á öðru og 881 á þriðja. Áhöfnin taldi 245 menn Og kostaði það 5.5 milljónir Skipið var sett í ferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf.Hún lagði af stað í jómfrúarferðina 5 febr 1914 Þurfti skipið að koma við á Azoreyja til að taka kol.Og nú skiftist skipið á að vera lagt í Kaupmannahöfn Þ 5 ágúst 1914 lagði skipið af stað til New York í sína fyrstu ferð útbúið nýjum útbúnaði Gíróáttavita og sjálfstýringu. En sjálfstýringin var tengd stýrinu með reiðhjólakeðju, sem gaf því uppnefnið "reiðhjólastýrið" Þ 22 nóvember 1935 yfirgaf skipið Kaupmannahöfn í síðustu ferð yfir hafið sem það kom þ.18 des tilbaka úr Eftir það fór skipið eina ferð með 3000 farþega fram og til baka til Århus Og 28 des 1935 var skipinu lagt.Og þar með lauk farþega flutningum Skandinavien-Amerika Linien. En en fragtflutningar héldu áfram (kem að því seinna) þ.!2 nóv 1936 var skipið selt til The Hughes Bolckow Shipbreaking Co. Ltd. í Blyth til niðurrifs.Þangað kom hún svo 18.Þar var svo settur puntur á eftir oft á tíðum glæsilegum ferli glæsiskipa
FREDERIK VIII
FREDERIK VIII í smíðum
Úr brú skipsins
Klefi á fyrsta farrými
Klefi á öðru farrými
15.09.2014 23:09
DFDS III
OSCAR II
Þetta bitnaði á þýsku Vesturfara höfnunum þá gripu þjóðverjarnir til þess ráðs að lækka fargjöldin sem ekki bitnaði aðeins á Gunard Line heldur líka á Skandinavien-Amerika Linien Sem mátti þola stórtap vegna þessa. Og ekki nóg með það heldur setti IMM 8 skip á leiðina frá Helsingfors vertur um haf sem náttúrlega tók mikið frá Norðurlanda félaginu. Þegar svo 1905 Jacob Brandt vék úr stóli forstjóra var tapið tilfinnanlegt En þarna hafði botninum verið náð. 1906 var hlutaféð aukið frá 18 milljónum í 25 Og nýtt skip (að vísu notað) C.F. Tietgen,keypt af Holland-Amerika Line, þar sem það hafði borið nafnið Rotterdam. (frh)
Vesturfarar að fara um borð í eitt af skipum DFDS (málverk eftir Edvard Petersen)
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
En lítum á skipin þar sem frá var horfið í síðustu færslu Það var komið að OSCAR II
OSCAR II
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Skipið var smíðað hjá Alex Stephen & Son í Glasgow. Skotlandi 1902 sem:OSCAR II Fáninn var:danskur Það mældist: 10013.0 ts, . Loa: 152.60. m, brd 17.80. m Vélin var 8.500 hö(2 skrúfur) gaf 16 sml hraða Það tók 130 farþega á fyrsta farrými 140 á öðru og 900 á þriðja.Og kostaði 4.8 millj.Þetta fyrsta virkilega stóra farþegaskip(transatlantiske damper) var ekki eins stór og skip breta og þjóðverja.En skipið var áhrifamikil sjón í augum ferðafólksins og vakti allstaðar athygli og umtal. Frægast var það fyrir að landkönnuðurinn Cook valdi það eftir að hafa náð að setja "Stars and Stripes" á Norðurpólinn til heimferðarinnar vestur um haf. Skipið varð aftur í heimsfréttunum þegar bílakóngurinn Henry Ford notaði það til friðarferðar til Evrópu 1915 Einnig mun Thomas Edison hafa komið í heimsók um borð er skipið lá í New York. Skipið fór 398 ferðir til Vesturheims. Þegar fór virkilega að harna á dalnum í kreppunni í byrjun 1930 var það fyrsta skipið sem félagið þurfti að taka úr umferð. Þetta skeði 1931 og 1933 var skipið selt í brotajárn Og 1934 var það rifið i Blyth af Hughes Bolchow & Co. Endirinn hjá OSCAR II reyndist vera upphaf endirs félagsins sem átti hann
OSCAR II
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
HELLIGE OLAV
Skipið var smíðað hjá Alex Stephen & Son í Glasgow. Skotlandi 1903 sem:HELLIG OLAV Fáninn var:danskur Það mældist: 10085.0 ts, . Loa: 152.60. m, brd 17.80. m Vélin var 8.500 hö(2 skrúfur) gaf 16 sml hraða Það tók 130 farþega á fyrsta farrými 140 á öðru og 900 á þriðja.Og kostaði 205.770 ensk pund.Þetta annað í röðinni af þremur sem pöntuð höfðu verið hjá þessari skosku skipasmiðastöð af Skandinavien-Amerika Linien Skipið var sett í ferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf. Það ásamt OSCAR II fengu loftskeytastöðvar 1907.Því var lagt í New York á tímabili 1917-18 1919 var ákveðið að hafa viðkomu í Kristanssand í bakaleiðinni frá NY auk þess að Boston og Halifax vareinnig bætt við sem viðkomustaðir 1925 var skipið sett á siglingaleiðina København-Stockholm-Helsinki-Stockholm-København.Skandinavien-Amerika Linien hafði lent í miklum erfiðleikum í byrjun 1930 þegar pólverjar byrjuðu sjálfir að sigla með innflytendur frá Póllandi og vestur. Afleiðingarnar urðu að skipinu var lagt 1931 eftir að hafa farið fram og til baka á Atlantshafinu 418 sinnum í 28 ár Skipið lá í Kaupmannahöfn þar til í nars 1934 að það var selt The Hughes Bolckow Shipbreaking Co. Ltd í Blyth. Þann 9 mars sigli sipið frá Höfn á vit örlagana í Blyth
HELLIGE OLAV
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
UNITED STATE
Skipið var smíðað hjá Alex Stephen & Son í Glasgow. Skotlandi 1903 sem:UNITED STATE (það átti að heita US PRESIDENT en við það var hætt)Fáninn var:danskur Það mældist: 10122.0 ts, . Loa: 152.60. m, brd 17.80. m Vélin var 8.500 hö(2 skrúfur) gaf 16 sml hraða Það tók 130 farþega á fyrsta farrými 140 á öðru og 1100 á þriðja.Og kostaði 203.750 ensk pund.Þetta var það þriðja í röðinni af þremur sem pöntuð höfðu verið hjá þessari skosku skipasmiðastöð af Skandinavien-Amerika Linien Skipið var sett í ferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf.Allt gekk vel með skipið þar til 16 apríl 1908 en þá lendir skipið í árekstri DS MONTEREY frá New York um klukkutíma siglingu frá NY Skipið strandaði eftir að sjór hafði komist í vélarúmmið við áreksturinn Það náðist út þ 21 og var dregið til NY þar sem viðgerð fór fram 1910 nars 1910 strandar skipið svo í Oslófirðinum í dimmri þoku Farþegunum var bjargað í land.Viku seinna var náðist skipið út og var dregið til Kaupmannahafnar þar sem B&W tók það til viðgerðar. Eftir að OSCAR II og HELLIG OLAV var lagt hafði Skandinavien-Amerika Linien bara tvo skip í Vesturheims siglingum .En svo kom röðin að UNITED STATE Þ 24 nóv 1934 kom skipið til heimahafnar frá New York úr sinni 462 ferð vestur yfir og var lagt eftir 31 árs þjónustu.Í júlí 1935 var skipið selt ítölum sem ætluðu að nota það í stríðinu í Etiópíu. Danskir kommúnistar reyndu að koma í veg fyrir að skipið kæmist til Ítalíu Eftir að hafa reynt 4 sinnum að kveikja í því tókst það loks 3 sept. að kveikja í því miðskips Skipið var svo afhent nýjum eigendum 15 sept og það dregið til Livorno. Ekki til að nota það sem herflutningaskip heldur til niðurrifs
UNITED STATE
Kvæhusbruen í Kaupmannahöfn Þaðan fóru skipin vestur um haf
13.09.2014 18:40
DFDS II
Félagið fékk DS ISLAND við sameininguna
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Þegar félagið hafði kom sér upp samgöngum milli Danmörku, Englands og fleiri Evrópulanda fóru menn að hugsa stærra og þá með samgöngum milli Norðurlandana og Vesturheims. Yfirtaka félagsins 1 sept 1898 á Thingvalla Linien setti þá hugsun á fulla ferð.Þetta setti nýtt líf í "innflytendaflutningana" vestur um haf.
Og DS HEKLU II
Nú skildi taka til hendinni og reka óorðið af þessum flutningum Jacob Brandt.hét maðurinn sem þá stjórnaði félaginu Hlutaféð var aukið fra 8 milljónum í 15 og 1900 var það aukið í 18 milj.Brandt sannfærði menn um nú bæri að stofna dótturfélag til að gera það sem Thingvalla Linien hafði ekki haft möguleika á að gera. Auka samkeppnina með nýjum og fullkomnum skipum. Félagið var stofnað einum mánuði eftir yfirtökuna á Thingvalla Linien. Það fékk nafnið Skandinavien-Amerika Linien. Það byrjaði með fjórum skipum sem félagið fékk út úr fg yfirtöku.
Létu svo byggja DS OSCAR II
Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Skipunum THINGVALLA, (1875) NORGE(1881),ISLAND (1882),og HEKLA(1884) Það leið ekki á löngu þar til næsta skref var stigið. Skrifað var undir samning við hið þekkta skoska skipasmíðastöð Alex Stephen & Sons um smíði fyrsta virkilega stóra Atlantshafs farþegaskipi dana Skiðið fékk nafnið OSCAR II skipið var afhent 1902 og árið eftir fékk félagið tvær nýsmíðar: HELLIG OLAV og UNITED STATES Skartaði félagið nú þremur stórum "úthafsfarþegaskipum" sem fullkomlega stóðust samkeppnina við Englendinga og Þjóðverja um fólksflutningana yfir Atlantshafið
Og HELLIG OLAV
Einnig UNITED STATES
ISLAND
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í København 1882 sem: ISLAND Fáninn var:danskur Það mældist: 2844.0 ts, . Loa: 98,70. m, brd 11,60. m Vélin aem var 1550 hö gaf 12 sml hraða Það tók 30 farþega á fyrsta farrými 38 á öðru og 650 á þriðja Það kostaði 1.050.000 kr.Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami. DS ISLAND var heppnari en systurskip hennar tvö GEISER OG HEKLA I sem bæði fórust en ISLAND var í förum milli Eyvrópu og Vesturheinms í 16 ár fyrir sína tvo eigendur En þ 5 febrúar 1905 kom skipið úr sinni sinni síðustu ferð vestur um haf Því var þá lagt í Kaupmannahöfn .Þar lá það næstum ár en þá var það seld til Calame & Cortese í Genova, í januar 1906. Söluverðið var 6.000 ensk pund.Það var svi rifið í La Spezia. sama ár
ISLAND
Dansað á dekkinu á ISLANDI
Hekla II
Skipið var smíðað hjá Scott & Co. i Greenock. Skotlandi 1882 sem:HEKLA (var annað skip Thingvalla Line með þessu nafni) Fáninn var:danskur Það mældist: 3258.0 ts, . Loa: 101.50. m, brd 12.50. m Vélin var 2150 hö gaf 10 sml hraða Það tók 38 farþega á fyrsta farrými 44 á öðru og 842 á þriðja .Eftir 21 árs farsælar siglingar fyrir sína tvo fyrstu eigendur eða þ 11 mars 1905 misti skipið stýrið í miklu óveðri á Atlantshafinu. Það komst til Azoreyja með neyðarstýri Og þ 5 mai var það komið til baka til Kaupmannahafnar og því lagt það. 25 sept sama ár er skipið selt til A/S Det Dansk-Russiske Dampskibsselskab i København fyri 225.000 kr. Það hélt nafni sínu. En þessi sala stóð stutt því 16 nóv sama ár var skipið selt til The Northern Steam Ship Co. LtD. í St. Petersburg.Og var því þá gefið nafnið EDUARD REGEL Og nú var verðið 720.000 I 1908 var EDUARD REGEL seldur innan St. Petersburg. Nú hét kaupandinn Handelshaus Gebr. Lassmann og nafninu breitt í MINSK. Þ.28. september 1908 lenti ex Hekla í sínu öðru óhappi á ferlinum. Þegar skipið strandaði við Helsingborg. Það náðist fljótlega aftur á flot Og 1 okt. kom svo skipið til Kaupmannahafnar til skoðunnar. En ekki reyndist það mikið skemmt því þaðan fór það eftir tvo daga En ferlill ex HEKLU endaði svo þ 5 febr. 1910 þegar skipið var selt Petersen & Albeck i København,og strax á eftir til Þýskalands til niðurrifs Þannig endaði farsæll feril HEKLU II sem þjónaði fjórum "herrum" og skifti þrisvar um nafn
HEKLA II
Við látum þetta nægja í bili af þessari upprifjun
- 1
- 2